Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2019 09:00 Jón Steinar skrifar mikla grein þar sem hann beinir spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni sem nýverið lét af störfum hjá Hæstarétti Íslands. Vísir birtir í dag mikla grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi Hæstaréttardómara, en þar beinir hann spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni, sem nýverið lét af störfum sem dómari við réttinn. Þar hefur hann starfað í aldarfjórðung. Jón Steinar segir Markús hafa ráðið lögum og lofum í réttinum, náð öðrum dómurum undir vald sitt sem þá stóðu og sátu eins og Markúsi þóknaðist. Þá hafi Markús stjórnað því bak við tjöldin hverjir voru ráðnir til Hæstaréttar sem dómarar. Jón Steinar segir að enginn ætti að efast um hæfileika Markúsar en þá hafi hann ekki notað þá til góðs, heldur þvert á móti stórskaðað Hæstarétt með verkum sínum og þar með valdið réttarfari í landinu ómælanlegum skaða. Jón Steinar fer ítarlega í saumana á ferli Markúsar, að hann hafi verið skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 þá aðeins fertugur að aldri. Hann hefur verið langáhrifamesti dómarinn og afköst hans verið með miklum ólíkindum. Jón Steinar var í fyrstu hrifinn af gífurlegum afköstum hans og upplýsir að sjálfur hafi hann meira að segja tilnefnt Markús mann ársins eftir að Markús vann það afrek 1989 þegar hann nánast uppá sitt einsdæmi uppfærði lagabálka sem voru lög um meðferð einkamála, lög um meðferð opinberra mála, aðfararlög, skiptalög, lög um nauðungarsölu og fleiri bálka. „Maðurinn var ekki einhamur,“ segir Jón Steinar. En, böggull fylgdi skammrifi sá að mati Jóns Steinars að Markús er ekki fær um að meðhöndla einstök mál af réttsýni og hefur fengið til fylgilags við sig aðra dómara, sem honum hefur tekist að brjóta undir áhrifavald sitt, til illra verka. Jón Steinar nefnir svo til sögunnar dæmi þar sem ýmis þekkt mál koma við sögu. Jón Steinar segir til dæmis að upphaf hinna miklu Hafskipsmála megi rekja til mikillar skýrslu sem Markús, þá skiptaráðandi við Skiptarétt Reykjavíkur, skrifaði að því er virðist að þeim hvötum að koma á höggi á þá menn sem fyrir urðu. „Móðir Markúsar var stór hluthafi í Eimskipi, sem hafði beinna hagsmuna að gæta af falli Hafskips. Auk þess hafði faðir Markúsar verið endurskoðandi Eimskips um tíma.“ Sá gjörningur varðaði veginn og hefur Markús síðan misnotað aðstöðu sína við Hæstarétt Íslands með ýmsu móti og ekki látið hvarfla að sér að hann sé ekki hæfur til að beita sér í málum þar sem hann á beinna hagsmuna að gæta. Dómstólar Tengdar fréttir Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Vísir birtir í dag mikla grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi Hæstaréttardómara, en þar beinir hann spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni, sem nýverið lét af störfum sem dómari við réttinn. Þar hefur hann starfað í aldarfjórðung. Jón Steinar segir Markús hafa ráðið lögum og lofum í réttinum, náð öðrum dómurum undir vald sitt sem þá stóðu og sátu eins og Markúsi þóknaðist. Þá hafi Markús stjórnað því bak við tjöldin hverjir voru ráðnir til Hæstaréttar sem dómarar. Jón Steinar segir að enginn ætti að efast um hæfileika Markúsar en þá hafi hann ekki notað þá til góðs, heldur þvert á móti stórskaðað Hæstarétt með verkum sínum og þar með valdið réttarfari í landinu ómælanlegum skaða. Jón Steinar fer ítarlega í saumana á ferli Markúsar, að hann hafi verið skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 þá aðeins fertugur að aldri. Hann hefur verið langáhrifamesti dómarinn og afköst hans verið með miklum ólíkindum. Jón Steinar var í fyrstu hrifinn af gífurlegum afköstum hans og upplýsir að sjálfur hafi hann meira að segja tilnefnt Markús mann ársins eftir að Markús vann það afrek 1989 þegar hann nánast uppá sitt einsdæmi uppfærði lagabálka sem voru lög um meðferð einkamála, lög um meðferð opinberra mála, aðfararlög, skiptalög, lög um nauðungarsölu og fleiri bálka. „Maðurinn var ekki einhamur,“ segir Jón Steinar. En, böggull fylgdi skammrifi sá að mati Jóns Steinars að Markús er ekki fær um að meðhöndla einstök mál af réttsýni og hefur fengið til fylgilags við sig aðra dómara, sem honum hefur tekist að brjóta undir áhrifavald sitt, til illra verka. Jón Steinar nefnir svo til sögunnar dæmi þar sem ýmis þekkt mál koma við sögu. Jón Steinar segir til dæmis að upphaf hinna miklu Hafskipsmála megi rekja til mikillar skýrslu sem Markús, þá skiptaráðandi við Skiptarétt Reykjavíkur, skrifaði að því er virðist að þeim hvötum að koma á höggi á þá menn sem fyrir urðu. „Móðir Markúsar var stór hluthafi í Eimskipi, sem hafði beinna hagsmuna að gæta af falli Hafskips. Auk þess hafði faðir Markúsar verið endurskoðandi Eimskips um tíma.“ Sá gjörningur varðaði veginn og hefur Markús síðan misnotað aðstöðu sína við Hæstarétt Íslands með ýmsu móti og ekki látið hvarfla að sér að hann sé ekki hæfur til að beita sér í málum þar sem hann á beinna hagsmuna að gæta.
Dómstólar Tengdar fréttir Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00
Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels