Segir MeToo umræðuna framarlega á Íslandi samanborið við Norðurlöndin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. febrúar 2019 21:00 „Hérna er fólk mjög upplýst,“ segir sænsk-gríska fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Alexandra Pascalidou um stöðu MeToo umræðunnar á Íslandi. „Þið eruð mjög framsækin, takið alvöru skref fram á við og hafið konur sem gegna lykilhlutverkum í samfélaginu.“ Alexandra hefur að undanförnu ferðast um Norðurlöndin til að deila reynslu sinni af MeToo hreyfingunni í Svíþjóð. Norræna ráðherranefndin hefur að staðið fyrir málstofum um MeToo hreyfinguna, aðgerðir hins opinberra í kjölfarið og hvert skal halda næst í umræðunni. Markmiðið er að efla vitundavakningu og halda MeToo umræðunni gangandi. Alexandra heldur framsögur á þessum málstofum og hlýðir á reynslusögur annarra kvenna á Norðurlöndunum. Slík málstofa var haldin í Norræna húsinu í dag og fjallaði hún sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan menningargeirans og tóku til máls fulltrúar menningarstofnana á Íslandi, stjórnvalda og háskólasamfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Alexandra segir að Norðurlöndin hafi almennt sýnt gott fordæmi í þessum efnum en sum staðar sé róðurinn fyrir MeToo baráttuna þungur. „Nefnum Danmörku sem dæmi,“ segir hún. „Þar er umræðan á milli tveggja mjög ólíkra hópa. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá fyrsta degi þar sem umræðan snýst oft um karlmenn sem voru að kvarta yfir því sem var að gerast.“ Þá hafi hún skynjað það að margar konur upplifi áreiti og jafnvel ofbeldi fyrir það að láta fyrir sér fara í MeToo umræðunni en hún hefur sjálf lent í því í Svíþjóð. Hún var ítrekað áreitt af nýnasistum fyrir að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. „Umræðan verður oft eitruð á internetinu og beinist gegn konum sem hafa kjark í að tala upphátt. Þær verða fyrir drusluskömm (slutshaming). Þetta er skelfilegt og er enn í gangi. “ Hún segir að baráttan sé bara rétt að byrja og eigi langt í land þó margt gott hafi gerst á Norðurlöndunum. Hún nefnir það að á þeim fundum sem hún hafi sótt á Norðurlöndunum að meirihluti fundarmanna séu konur. Nauðsynlegt sé að fá fleiri karla í baráttuna. Það séu sameiginlegir hagsmunir í húfi. „Þetta er ekki kynjastríð, við verðum að gera þetta í sameiningu í þágu framtíðarkynslóða.“Í spilaranum fyrir neðan má sjá fundinn í Norræna húsinu í heild sinni. MeToo Svíþjóð Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
„Hérna er fólk mjög upplýst,“ segir sænsk-gríska fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Alexandra Pascalidou um stöðu MeToo umræðunnar á Íslandi. „Þið eruð mjög framsækin, takið alvöru skref fram á við og hafið konur sem gegna lykilhlutverkum í samfélaginu.“ Alexandra hefur að undanförnu ferðast um Norðurlöndin til að deila reynslu sinni af MeToo hreyfingunni í Svíþjóð. Norræna ráðherranefndin hefur að staðið fyrir málstofum um MeToo hreyfinguna, aðgerðir hins opinberra í kjölfarið og hvert skal halda næst í umræðunni. Markmiðið er að efla vitundavakningu og halda MeToo umræðunni gangandi. Alexandra heldur framsögur á þessum málstofum og hlýðir á reynslusögur annarra kvenna á Norðurlöndunum. Slík málstofa var haldin í Norræna húsinu í dag og fjallaði hún sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan menningargeirans og tóku til máls fulltrúar menningarstofnana á Íslandi, stjórnvalda og háskólasamfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Alexandra segir að Norðurlöndin hafi almennt sýnt gott fordæmi í þessum efnum en sum staðar sé róðurinn fyrir MeToo baráttuna þungur. „Nefnum Danmörku sem dæmi,“ segir hún. „Þar er umræðan á milli tveggja mjög ólíkra hópa. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá fyrsta degi þar sem umræðan snýst oft um karlmenn sem voru að kvarta yfir því sem var að gerast.“ Þá hafi hún skynjað það að margar konur upplifi áreiti og jafnvel ofbeldi fyrir það að láta fyrir sér fara í MeToo umræðunni en hún hefur sjálf lent í því í Svíþjóð. Hún var ítrekað áreitt af nýnasistum fyrir að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. „Umræðan verður oft eitruð á internetinu og beinist gegn konum sem hafa kjark í að tala upphátt. Þær verða fyrir drusluskömm (slutshaming). Þetta er skelfilegt og er enn í gangi. “ Hún segir að baráttan sé bara rétt að byrja og eigi langt í land þó margt gott hafi gerst á Norðurlöndunum. Hún nefnir það að á þeim fundum sem hún hafi sótt á Norðurlöndunum að meirihluti fundarmanna séu konur. Nauðsynlegt sé að fá fleiri karla í baráttuna. Það séu sameiginlegir hagsmunir í húfi. „Þetta er ekki kynjastríð, við verðum að gera þetta í sameiningu í þágu framtíðarkynslóða.“Í spilaranum fyrir neðan má sjá fundinn í Norræna húsinu í heild sinni.
MeToo Svíþjóð Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira