Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2019 07:25 Þvagleggirnir í grænu umbúðunum eru þeir sem Sigurður Halldór notaði áður. Leggirnir til vinstri eru þeir sem hann verður að nota í dag. Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. „Ég sé að Sjúkratryggingar Íslands hafa vaknað úr dvala og nota gamla lummu sem ég þekki í svarinu,“ segir Sigurður Halldór Jesson um skýringar forstjóra SÍ varðandi innkaup á þvagleggjum. Fram hefur komið að Sigurður er ósáttur við að tiltekin tegund þvagleggja sem henta honum best standi ekki til boða eftir útboð SÍ í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær sagði María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, að þessir þvagleggir hefðu ekki verið boðnir í útboðinu og því ekki hægt að semja um kaup á þeim. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ,“ sagði forstjórinn. Sigurður segir undanþáguleiðina hins vegar vera þyrnum stráða og útheimta mikla skriffinnsku. Hann nefnir dæmi um mænuskaddaðan þvagleggjanotanda sem hafi þrætt sig í langan tíma og hafi reynt að fara undanþáguleiðina. Málið sé enn í ferli. „Það síðasta sem SÍ lagði fyrir hann var að prófa alla aðra þvagleggi sem eru í boði en þá sem hann vill. Þetta þarf hann að gera áður en þeir íhuga að skoða málið. Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanotendur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru,“ segir Sigurður. Fólk í slíkri stöðu sé ekki að prófa eitthvað nýtt hafi það þegar fundið hið eina rétta. Varðandi útboðsmálið segir Sigurður að hafi SÍ áttað sig á að eitthvert klúður væri í gangi sem bitnaði á fastaviðskiptavinum þeirra bæri þeim skylda til að bjarga málunum og útvega rétta leggi. Senda hefði átti hlutaðeigandi bréf og láta vita af vandanum. „Í kjölfarið hefði svo átt að fylgja spurning um hvort við sættum okkur við aðra leggi. Það hefði verið lágmarks andmælaréttur okkar. Svarið frá mér hefði að sjálfsögðu verið nei: Reddið þessu. Samkvæmt mínum kokkabókum er SÍ þjónustufyrirtæki fyrir okkur, ekki öfugt,“ segir Sigurður. Skilja mátti af orðum Sigurðar í Fréttablaðinu á fimmtudag að það hefðu verið bæklunarhjúkrunarfræðingar og bæklunarlæknar sem veittu SÍ ráðgjöf við innkaupin. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir þetta óheppilegan misskilning. „Það eru sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar á því sviði sem skoða þessi tilvik. Slíkt fagfólk var einnig í valhópnum sem valdi þá vöru sem nú er almennt í boði,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. „Ég sé að Sjúkratryggingar Íslands hafa vaknað úr dvala og nota gamla lummu sem ég þekki í svarinu,“ segir Sigurður Halldór Jesson um skýringar forstjóra SÍ varðandi innkaup á þvagleggjum. Fram hefur komið að Sigurður er ósáttur við að tiltekin tegund þvagleggja sem henta honum best standi ekki til boða eftir útboð SÍ í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær sagði María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, að þessir þvagleggir hefðu ekki verið boðnir í útboðinu og því ekki hægt að semja um kaup á þeim. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ,“ sagði forstjórinn. Sigurður segir undanþáguleiðina hins vegar vera þyrnum stráða og útheimta mikla skriffinnsku. Hann nefnir dæmi um mænuskaddaðan þvagleggjanotanda sem hafi þrætt sig í langan tíma og hafi reynt að fara undanþáguleiðina. Málið sé enn í ferli. „Það síðasta sem SÍ lagði fyrir hann var að prófa alla aðra þvagleggi sem eru í boði en þá sem hann vill. Þetta þarf hann að gera áður en þeir íhuga að skoða málið. Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanotendur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru,“ segir Sigurður. Fólk í slíkri stöðu sé ekki að prófa eitthvað nýtt hafi það þegar fundið hið eina rétta. Varðandi útboðsmálið segir Sigurður að hafi SÍ áttað sig á að eitthvert klúður væri í gangi sem bitnaði á fastaviðskiptavinum þeirra bæri þeim skylda til að bjarga málunum og útvega rétta leggi. Senda hefði átti hlutaðeigandi bréf og láta vita af vandanum. „Í kjölfarið hefði svo átt að fylgja spurning um hvort við sættum okkur við aðra leggi. Það hefði verið lágmarks andmælaréttur okkar. Svarið frá mér hefði að sjálfsögðu verið nei: Reddið þessu. Samkvæmt mínum kokkabókum er SÍ þjónustufyrirtæki fyrir okkur, ekki öfugt,“ segir Sigurður. Skilja mátti af orðum Sigurðar í Fréttablaðinu á fimmtudag að það hefðu verið bæklunarhjúkrunarfræðingar og bæklunarlæknar sem veittu SÍ ráðgjöf við innkaupin. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir þetta óheppilegan misskilning. „Það eru sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar á því sviði sem skoða þessi tilvik. Slíkt fagfólk var einnig í valhópnum sem valdi þá vöru sem nú er almennt í boði,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30