Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 15:22 Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að endurgreiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Sú er niðurstaða Landsréttar í dómi sem féll í dag.Dómurinn er þannig staðfesting á dómi sem gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí í fyrra. Í dómsorði segir einfaldlega: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Arnþrúður Karlsdóttir, greiði stefndu, Guðfinnu Aðalheiði Karlsdóttur, 750.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.“ Arnþrúður áfrýjaði málinu sem er hið sérkennilegasta; Guðfinna segir að hún hafi lánað Arnþrúði féð meðan Arnþrúður hefur haldið því fram að um styrk til Útvarps Sögu væri að ræða. En, það þykir skipta máli að féð rataði inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Um er að ræða fjórar greiðslur frá Guðfinnu; tvær milljónir, þá tvær 500 þúsund króna greiðslur og svo ein sem nemur þrjú hundruð þúsund krónum.Einlægur aðdáandi og vinkona Arnþrúðar Vísir greindi frá málinu á sínum tíma og ræddi þá við tengdadóttur Guðfinnu, Thelmu Christel Kristjánsdóttur sem sagði tengdamóður sína andlega veika og að hún hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild. Hún sótti tíma hjá kírópraktor sem var með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma sagði tengdamóður sína einlægan aðdáanda Útvarps Sögu, hún hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt Útvarp Sögu um 150 þúsund krónur, þá inn á sérstakan styrktarreikning. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03 Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að endurgreiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Sú er niðurstaða Landsréttar í dómi sem féll í dag.Dómurinn er þannig staðfesting á dómi sem gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí í fyrra. Í dómsorði segir einfaldlega: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Arnþrúður Karlsdóttir, greiði stefndu, Guðfinnu Aðalheiði Karlsdóttur, 750.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.“ Arnþrúður áfrýjaði málinu sem er hið sérkennilegasta; Guðfinna segir að hún hafi lánað Arnþrúði féð meðan Arnþrúður hefur haldið því fram að um styrk til Útvarps Sögu væri að ræða. En, það þykir skipta máli að féð rataði inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Um er að ræða fjórar greiðslur frá Guðfinnu; tvær milljónir, þá tvær 500 þúsund króna greiðslur og svo ein sem nemur þrjú hundruð þúsund krónum.Einlægur aðdáandi og vinkona Arnþrúðar Vísir greindi frá málinu á sínum tíma og ræddi þá við tengdadóttur Guðfinnu, Thelmu Christel Kristjánsdóttur sem sagði tengdamóður sína andlega veika og að hún hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild. Hún sótti tíma hjá kírópraktor sem var með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma sagði tengdamóður sína einlægan aðdáanda Útvarps Sögu, hún hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt Útvarp Sögu um 150 þúsund krónur, þá inn á sérstakan styrktarreikning.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03 Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03
Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15