Ein og hálf milljón króna í ruslið á einu skólaári Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 21:00 Nemendur í sjötta bekk Háteigsskóla hafa á síðustu vikum vigtað matinn sem samnemendur þeirra henda eftir hádegismat og reiknað út kostnað matarsóunar. Þau telja að fara mætti betur með peninga, mat og umhverfið. Kennari segir hugmyndina hafa kviknað hjá krökkunum sjálfum við lestur námsefnis um jökla. „Þá fórum við aðeins yfir í það hvað það kostaði mikið vatn að framleiða matvörurnar okkar og fórum svo að velta fyrir okkur hvað við værum að henda miklum mat," segir Heiðrún Helga Ólafsdóttir, kennari. Yfir tveggja vikna tímabil vigtuðu því krakkarnir allt það sem samnemendur þeirra í öðrum til sjöunda bekk hentu. „Svo gerðum við veggspjöld og erum að fara að segja frá þessu í öðrum bekkjum," segir Úlfrún Kristínardóttir, nemandi í sjötta bekk.Nemendurnir unnu veggspjöld um matarsóun.Niðurstaðan var að yfir eina viku hentu nemendurnir 28,7 kílógrömmum af mat og miðað við matarkostnaðinn sem kokkurinn gaf upp eru það 42 þúsund krónur í ruslið eða um ein og hálf milljón króna á einu skólaári. „Ef við hendum svona miklum mat þá erum við bara að henda peninugm. Það eru mamma okkar og pabbi sem eru að borga þennan mat. Ef við ætlum bara að henda og henda er það ekkert gott fyrir jörðina," segir Daníela Hjördís Magnúsdóttir. Victor Anh Duc Le, bekkjarbróðir hennar, tekur undir. „Ef við hendum þessu erum við að eyða mjög miklu af öllu; pening, tíma og dýrum." Krakkarnir hafa nú rætt við samnemendur og hvatt þá til að huga að matarsóun. Til stendur að draga vigtina aftur fram í lok mánaðarins og mæla mögulegan árangur. „Þriðjungur af mat sem við fáum er eiginlega bara hent. Svo við verðum að minnka þessa tölu. Vonandi verður það svona helmingur eða einn þriðji," segir Ari Páll Egilsson, vongóður að lokum. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Nemendur í sjötta bekk Háteigsskóla hafa á síðustu vikum vigtað matinn sem samnemendur þeirra henda eftir hádegismat og reiknað út kostnað matarsóunar. Þau telja að fara mætti betur með peninga, mat og umhverfið. Kennari segir hugmyndina hafa kviknað hjá krökkunum sjálfum við lestur námsefnis um jökla. „Þá fórum við aðeins yfir í það hvað það kostaði mikið vatn að framleiða matvörurnar okkar og fórum svo að velta fyrir okkur hvað við værum að henda miklum mat," segir Heiðrún Helga Ólafsdóttir, kennari. Yfir tveggja vikna tímabil vigtuðu því krakkarnir allt það sem samnemendur þeirra í öðrum til sjöunda bekk hentu. „Svo gerðum við veggspjöld og erum að fara að segja frá þessu í öðrum bekkjum," segir Úlfrún Kristínardóttir, nemandi í sjötta bekk.Nemendurnir unnu veggspjöld um matarsóun.Niðurstaðan var að yfir eina viku hentu nemendurnir 28,7 kílógrömmum af mat og miðað við matarkostnaðinn sem kokkurinn gaf upp eru það 42 þúsund krónur í ruslið eða um ein og hálf milljón króna á einu skólaári. „Ef við hendum svona miklum mat þá erum við bara að henda peninugm. Það eru mamma okkar og pabbi sem eru að borga þennan mat. Ef við ætlum bara að henda og henda er það ekkert gott fyrir jörðina," segir Daníela Hjördís Magnúsdóttir. Victor Anh Duc Le, bekkjarbróðir hennar, tekur undir. „Ef við hendum þessu erum við að eyða mjög miklu af öllu; pening, tíma og dýrum." Krakkarnir hafa nú rætt við samnemendur og hvatt þá til að huga að matarsóun. Til stendur að draga vigtina aftur fram í lok mánaðarins og mæla mögulegan árangur. „Þriðjungur af mat sem við fáum er eiginlega bara hent. Svo við verðum að minnka þessa tölu. Vonandi verður það svona helmingur eða einn þriðji," segir Ari Páll Egilsson, vongóður að lokum.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira