Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 12:11 Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Vísir/Margrét Helga „Ég er alvön því að vera sætasta stelpan á ballinu, sjáðu til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, og skellir upp úr þegar hún er beðin um leggja mat á stöðuna sem er uppi að loknum borgarstjórnarkosningum. Viðreisn, með Þórdísi Lóu, í broddi fylkingar, er í lykilstöðu og getur horft bæði til vinstri og hægri þegar kemur að myndun meirihluta í borginni. Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Viðreisn er með 8,2% atkvæða og tryggði sér tvo borgarfulltrúa í borgarstjórn, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek og er stærsti nýi flokkurinn í borgarstjórn. Þórdís tók undir orð Kristjáns Kristjánssonar, þáttastjórnanda Sprengisands, um að Viðreisn væri í lykilstöðu til að velja á milli Dags B. Eggertssonar og Eyþór Arnalds. „Já, auðvitað erum við í oddastöðu en það eru miklu fleiri spil á borðinu líka. Við erum ótrúlega ánægð með niðurstöðurnar. Við lítum á þetta sem góðan sigur fyrir okkur. Við komum inn ný, um landið allt og Viðreisn hefur verið að gera frábæra hluti. Það er í rauninni mikið veganesti inn fyrir okkur næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum.“Þórdís Lóa segir að samstarfsflötur sé bæði með flokkunum á hægri væng og vinstri væng.Vísir/Margrét HelgaAðspurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna með Eyþóri og Sjálfstæðisflokknum segir Þórdís Lóa: „Já, ég er alveg viss um það,“ og bætir við að sérstaða flokksins sé fólgin í því að hann er á miðju hins pólitíska litrófs. „Við erum náttúrulega svolítið sérstök því við bæði horfum við á markaðsöflin og atvinnulífið en við erum líka með sterka velferðar-og jafnréttistaug og erum líka mjög sammála Vinstri grænum, sem dæmi, þegar kemur að umhverfismálum,“ segir Þórdís Lóa sem gefur ekkert uppi um það hvort henni hugnast betur að vinna til vinstri eða hægri. „Við erum, ef ég má nota það orð, „úrbanistar“. Við viljum þétta borgina, við viljum inn með úthverfin, við sjáum fyrir okkur borgarlínu og greiða götu einkabílsins í stokk,“ segir Þórdís Lóa en þessar áherslur eru mjög ráðandi í borgarskipulagi fráfarandi meirihluta í borgarstjórn. Þórdís Lóa segir að það sé alveg skýrt að Viðreisn gengur óbundin til þessara viðræðna en telur best að allir flokksleiðtogar ræði við sitt bakland áður en ákvarðanir eru teknar. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Ég er alvön því að vera sætasta stelpan á ballinu, sjáðu til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, og skellir upp úr þegar hún er beðin um leggja mat á stöðuna sem er uppi að loknum borgarstjórnarkosningum. Viðreisn, með Þórdísi Lóu, í broddi fylkingar, er í lykilstöðu og getur horft bæði til vinstri og hægri þegar kemur að myndun meirihluta í borginni. Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Viðreisn er með 8,2% atkvæða og tryggði sér tvo borgarfulltrúa í borgarstjórn, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek og er stærsti nýi flokkurinn í borgarstjórn. Þórdís tók undir orð Kristjáns Kristjánssonar, þáttastjórnanda Sprengisands, um að Viðreisn væri í lykilstöðu til að velja á milli Dags B. Eggertssonar og Eyþór Arnalds. „Já, auðvitað erum við í oddastöðu en það eru miklu fleiri spil á borðinu líka. Við erum ótrúlega ánægð með niðurstöðurnar. Við lítum á þetta sem góðan sigur fyrir okkur. Við komum inn ný, um landið allt og Viðreisn hefur verið að gera frábæra hluti. Það er í rauninni mikið veganesti inn fyrir okkur næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum.“Þórdís Lóa segir að samstarfsflötur sé bæði með flokkunum á hægri væng og vinstri væng.Vísir/Margrét HelgaAðspurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna með Eyþóri og Sjálfstæðisflokknum segir Þórdís Lóa: „Já, ég er alveg viss um það,“ og bætir við að sérstaða flokksins sé fólgin í því að hann er á miðju hins pólitíska litrófs. „Við erum náttúrulega svolítið sérstök því við bæði horfum við á markaðsöflin og atvinnulífið en við erum líka með sterka velferðar-og jafnréttistaug og erum líka mjög sammála Vinstri grænum, sem dæmi, þegar kemur að umhverfismálum,“ segir Þórdís Lóa sem gefur ekkert uppi um það hvort henni hugnast betur að vinna til vinstri eða hægri. „Við erum, ef ég má nota það orð, „úrbanistar“. Við viljum þétta borgina, við viljum inn með úthverfin, við sjáum fyrir okkur borgarlínu og greiða götu einkabílsins í stokk,“ segir Þórdís Lóa en þessar áherslur eru mjög ráðandi í borgarskipulagi fráfarandi meirihluta í borgarstjórn. Þórdís Lóa segir að það sé alveg skýrt að Viðreisn gengur óbundin til þessara viðræðna en telur best að allir flokksleiðtogar ræði við sitt bakland áður en ákvarðanir eru teknar.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira