Paul McCartney tróð óvænt upp á fornum slóðum Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2018 19:39 Paul McCartney kom aðdáendum í heimaborginni Liverpool á óvart í vikunni með óvæntum tónleikum í Cavern klúbbnum þar sem Bítlarnir slógu fyrst í gegn í upphafi sjöunda áratugarins. McCartney boðaði tónleikana á Twitter að morgni fimmtudags og tónleikarnir fóru síðan fram klukkan tvö síðdegis. En algegnt var að The Beatles spiluðu í Cavern klúbbnum í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. Cavern kjallara klúbburinn sem nú stendur er ekki sá sami og Bítlarnir tróðu fyrst upp í árið 1961. Fyllt var upp í þann kjallara árið 1973 en nýr klúbbur undir sama nafni á sömu slóðum var opnaður árið 1984 og voru múrsteinar úr gamla klúbbnum meðal annars notaðir við byggingu hans. Frítt var inn á tónleika McCartney á fimmtudag og biðu margir klukkustundum saman eftir miða. Gamla kempan sem orðin er 76 ára var í banastuði. Lottie Ryan sem er 27 ára og var því ekki fædd þegar Bítlarnir hættu gat ekki leynt ánægju sinni þegar hún var komin með miða í hendurnar. „Mig dreymir um að fara aftur í tímann til sjöunda áratugarins og sjá Bítlana spila í Cavern. Ég kemst ekki nær því en þetta. Ég er rosalega spennt,” sagði Ryan skömmu fyrir tónleikana. Það var greinilegt að Bítlarnir höfða enn sterkt til ungu kynslóðarinnar í heimaborginni Liverpool enda eru fjórmenningarnir frægustu synir borgarinnar og heimili þeirra orðin að söfnum í þjóðareign. McCartney sjálfur var hæstánægður með uppákomuna en hann vakti í leiðinni athygli á væntanlegri plötu sinni Egypt Station sem kemur út í September. „Þegar við vorum að spila hér fyrir mjög mörgum árum vissum við ekki hvort við ættum einhverja framtíð fyrir okkur. En ég held að við höfum gert það ágætt. Það er mjög sérstakt fyrir mig að koma hingað aftur með núverandi hljómsveit og aðstoðarmenn, algerlega frábært,” sagði McCartney þegar hann ávarpaði tónleikagesti. Allison Devine sem er 57 ára var á tónleikunum og var því 9 ára þegar Bítlarnir hættu. Hún sagði skipta hana miklu máli að sjá gamla bítilinn troða upp í Cavern. „Hann er svo mikill show-maður og hann gaf okkur hreint frábæra tónleika. Þeir voru hverrar mínútu virði,” sagði Devine að tónleikunum loknum Og hinn 26 ára gamli Púllari Ian Morris var í sjöunda himni. „Hann er alger goðsögn, ekki rétt. Bítlarnir hafa haft áhrif á tónlist í öllum heiminum. Þetta var einstakt tækifæri til að sjá goðsögn í eigin persónu. Þetta er æðislegt,” sagði Morris. Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Paul McCartney kom aðdáendum í heimaborginni Liverpool á óvart í vikunni með óvæntum tónleikum í Cavern klúbbnum þar sem Bítlarnir slógu fyrst í gegn í upphafi sjöunda áratugarins. McCartney boðaði tónleikana á Twitter að morgni fimmtudags og tónleikarnir fóru síðan fram klukkan tvö síðdegis. En algegnt var að The Beatles spiluðu í Cavern klúbbnum í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. Cavern kjallara klúbburinn sem nú stendur er ekki sá sami og Bítlarnir tróðu fyrst upp í árið 1961. Fyllt var upp í þann kjallara árið 1973 en nýr klúbbur undir sama nafni á sömu slóðum var opnaður árið 1984 og voru múrsteinar úr gamla klúbbnum meðal annars notaðir við byggingu hans. Frítt var inn á tónleika McCartney á fimmtudag og biðu margir klukkustundum saman eftir miða. Gamla kempan sem orðin er 76 ára var í banastuði. Lottie Ryan sem er 27 ára og var því ekki fædd þegar Bítlarnir hættu gat ekki leynt ánægju sinni þegar hún var komin með miða í hendurnar. „Mig dreymir um að fara aftur í tímann til sjöunda áratugarins og sjá Bítlana spila í Cavern. Ég kemst ekki nær því en þetta. Ég er rosalega spennt,” sagði Ryan skömmu fyrir tónleikana. Það var greinilegt að Bítlarnir höfða enn sterkt til ungu kynslóðarinnar í heimaborginni Liverpool enda eru fjórmenningarnir frægustu synir borgarinnar og heimili þeirra orðin að söfnum í þjóðareign. McCartney sjálfur var hæstánægður með uppákomuna en hann vakti í leiðinni athygli á væntanlegri plötu sinni Egypt Station sem kemur út í September. „Þegar við vorum að spila hér fyrir mjög mörgum árum vissum við ekki hvort við ættum einhverja framtíð fyrir okkur. En ég held að við höfum gert það ágætt. Það er mjög sérstakt fyrir mig að koma hingað aftur með núverandi hljómsveit og aðstoðarmenn, algerlega frábært,” sagði McCartney þegar hann ávarpaði tónleikagesti. Allison Devine sem er 57 ára var á tónleikunum og var því 9 ára þegar Bítlarnir hættu. Hún sagði skipta hana miklu máli að sjá gamla bítilinn troða upp í Cavern. „Hann er svo mikill show-maður og hann gaf okkur hreint frábæra tónleika. Þeir voru hverrar mínútu virði,” sagði Devine að tónleikunum loknum Og hinn 26 ára gamli Púllari Ian Morris var í sjöunda himni. „Hann er alger goðsögn, ekki rétt. Bítlarnir hafa haft áhrif á tónlist í öllum heiminum. Þetta var einstakt tækifæri til að sjá goðsögn í eigin persónu. Þetta er æðislegt,” sagði Morris.
Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira