Hvorki hægt að hrópa húh né húrra fyrir veðrinu um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2018 12:00 Myndin er tekin á Ingólfstorgi þegar Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Þá, eins og nú, var settur upp risaskjár á Ingólfstorgi en það er ekki víst að það viðri neitt sérstaklega vel á torginu á morgun þar sem fólk gæti átt von á skúrum og ekkert neitt miklum hita. vísir/hanna Það verður ekkert sérstakt veður um helgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Á morgun þreytir íslenska karlalandsliðið frumraun sína á HM í knattspyrnu í Rússlandi gegn Argentínu og á sunnudag er sjálfur þjóðhátíðardagurinn, 17. júní. Risaskjám hefur verið komið upp víða til þess að fylgjast með leiknum á morgun og þá er það hefð hjá mörgum að mæta í skrúðgöngu á 17. júní. Miðað við spána ætti fólk að huga að regngallanum og regnhlífunum, þó að það sé eflaust snúið að ætla að horfa á fótboltaleik úti með fjölda manns með regnhlíf yfir hausnum.Óútreiknanlegar skúrir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á morgun verði hæg austlæg átt á suðvesturhorninu. „Það verða skúrir og það geta orðið nokkuð þéttar skúrir þarna um miðjan dag einmitt þarna þegar leikurinn er. Svo er það hins vegar með skúrir að þær falla þar sem þær vilja en ekki þar sem við viljum. Það er útilokað að tímasetja þær eða staðsetja þær alveg nákvæmlega. Það er að sjá svona í fyrramálið að það komi dálítið skúraloft hérna yfir suðvesturhornið. Við getum verið heppin og að miðbærinn hangi þurr en svo er ekkert sjálfgefið að það verði heldur. Þær lifa svolítið sínu eigin lífi,“ segir Óli. Það verður svo áfram kalt og einhverjar skúraleiðingar fyrir norðan líka á morgun. „Þannig að víðast hvar verður einhver úrkoma. Það er kannski helst hérna í kringum Snæfellsnesið og á Breiðafirði þar sem ætti að vera meira og minna alveg þurrt, allavega fram á kvöld.“Ekki merkilegar hitatölur Óli segir að hitatölurnar séu síðan ekki merkilegar. „Svona 4 til 9 gráður fyrir norðan. Það verður aðeins hlýrra hérna syðra, nær kannski 10 til 12 gráðum þar sem skást er þannig að þetta verður nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Óli segir að þjóðhátíðardagurinn verði síðan líklega nokkuð góður, sérstaklega fyrir norðan, og þá framan af degi en búast má við einhverjum síðdegisskúrum. „Hins vegar verða einhverjar skúrir um landið sunnanvert allan daginn og svo undir kvöld þá kemur úrkomubakki hérna upp að suðurströndinni og siglir svona hægt og rólega inn að landi um kvöldið. Þannig að það þarf ekki að vera neitt mikil úrkoma hérna í Reykjavík en það verður næstum örugglega ekki þurrt þó að það verði þurrir kaflar inn á milli,“ segir Óli. Hlýrra loft sígur síðan inn á landið á sunnudag þó að það verði ekkert sérstaklega hlýtt. „Það verða víða 10 til 14 stig svo þetta er ekkert alslætm en ekkert æðislegt.“ Aðspurður hvenær styttir upp segir Óli að það gæti orðið um miðja næstu viku; það sé lítil úrkoma í kortunum á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en sú veðurspá getur vissulega breyst.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar. Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Það verður ekkert sérstakt veður um helgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Á morgun þreytir íslenska karlalandsliðið frumraun sína á HM í knattspyrnu í Rússlandi gegn Argentínu og á sunnudag er sjálfur þjóðhátíðardagurinn, 17. júní. Risaskjám hefur verið komið upp víða til þess að fylgjast með leiknum á morgun og þá er það hefð hjá mörgum að mæta í skrúðgöngu á 17. júní. Miðað við spána ætti fólk að huga að regngallanum og regnhlífunum, þó að það sé eflaust snúið að ætla að horfa á fótboltaleik úti með fjölda manns með regnhlíf yfir hausnum.Óútreiknanlegar skúrir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á morgun verði hæg austlæg átt á suðvesturhorninu. „Það verða skúrir og það geta orðið nokkuð þéttar skúrir þarna um miðjan dag einmitt þarna þegar leikurinn er. Svo er það hins vegar með skúrir að þær falla þar sem þær vilja en ekki þar sem við viljum. Það er útilokað að tímasetja þær eða staðsetja þær alveg nákvæmlega. Það er að sjá svona í fyrramálið að það komi dálítið skúraloft hérna yfir suðvesturhornið. Við getum verið heppin og að miðbærinn hangi þurr en svo er ekkert sjálfgefið að það verði heldur. Þær lifa svolítið sínu eigin lífi,“ segir Óli. Það verður svo áfram kalt og einhverjar skúraleiðingar fyrir norðan líka á morgun. „Þannig að víðast hvar verður einhver úrkoma. Það er kannski helst hérna í kringum Snæfellsnesið og á Breiðafirði þar sem ætti að vera meira og minna alveg þurrt, allavega fram á kvöld.“Ekki merkilegar hitatölur Óli segir að hitatölurnar séu síðan ekki merkilegar. „Svona 4 til 9 gráður fyrir norðan. Það verður aðeins hlýrra hérna syðra, nær kannski 10 til 12 gráðum þar sem skást er þannig að þetta verður nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Óli segir að þjóðhátíðardagurinn verði síðan líklega nokkuð góður, sérstaklega fyrir norðan, og þá framan af degi en búast má við einhverjum síðdegisskúrum. „Hins vegar verða einhverjar skúrir um landið sunnanvert allan daginn og svo undir kvöld þá kemur úrkomubakki hérna upp að suðurströndinni og siglir svona hægt og rólega inn að landi um kvöldið. Þannig að það þarf ekki að vera neitt mikil úrkoma hérna í Reykjavík en það verður næstum örugglega ekki þurrt þó að það verði þurrir kaflar inn á milli,“ segir Óli. Hlýrra loft sígur síðan inn á landið á sunnudag þó að það verði ekkert sérstaklega hlýtt. „Það verða víða 10 til 14 stig svo þetta er ekkert alslætm en ekkert æðislegt.“ Aðspurður hvenær styttir upp segir Óli að það gæti orðið um miðja næstu viku; það sé lítil úrkoma í kortunum á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en sú veðurspá getur vissulega breyst.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar.
Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira