Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 19. september 2018 18:57 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Hanna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. Ferðin var í boði bandaríska sendiráðsins á Íslandi en á meðal þeirra sem fóru í þessa ferð voru Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem báðar eru í utanríkismálanefnd. Bryndís sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenskum stjórnmálamönnum hefði verið boðið um borð í flugmóðurskipið USS Harry Truman til að kynna sér starfsemi sem er um borð í skipinu. Sagði Bryndís að henni finnist gott að vita til þess að Bandaríkjamenn séu að kveikja á því hvað Ísland sé í raun mikilvægt þegar kemur að staðsetningu í Atlantshafinu. Herflugvélin á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞorgerður Katrín sagði þessa ferð alls ekki hafa verið einhverja leyniferð. Hún sagðist hafa látið alla vita að hún færi um borð í skipið og sagði það brýnt og gott að ráðherra og næstum allir þingmenn úr utanríkismálanefnd hefðu farið og kynnt sér starfsemina í skipinu. Sagði Þorgerður jafnframt að bandaríski herinn muni fjölga varnaræfingum í grennd við Ísland og að herfloti NATO muni fjölga ferðum sínum í lögsögu Íslands. Því sé sjálfsagt og eðlilegt að kynna sér starfið sem fer fram innan bandaríska hersins og fá upplýsingar um það hvernig herinn sjái fyrir sér þróun á herstarfsemi hér við land. Þorgerður sagðist hafa heyrt það á mönnum um borð í skipinu að þeir væru ekki sáttir við þá ákvörðun að draga herafla Bandaríkjanna frá Íslandi árið 2006 og að þeir séu að skipuleggja sig með aukin umsvif Rússa í Atlantshafinu í huga. Var skipið statt um 150 mílur suður af landinu innan íslenskrar lögsögu. Samningur Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll kveður á um að flugvöllurinn verði ekki notaður undir hernaðarstarfsemi nema í undantekningartilvikum, það er sem varaflugvöllur eða í tengslum við björgunaraðgerðir. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borginni hefði ekki verið tilkynnt um flug þessara tveggja herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag en bætti við að það væri ekki endilega nauðsynlegt. Hins vegar myndi borgin afla upplýsinga um flugið í dag, í hvaða tilgangi það var og hvort það samræmist samningnum. Ásamt Bryndís og Þorgerði fóru Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson um borð í skipið ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem bæði eiga sæti í utanríkismálanefnd, afþökkuðu bæði boð um að fara í flugmóðurskipið. Sagðist Logi Már hafa takmarkaðan áhuga á því og sagði Rósa Björk að það samræmdist ekki pólitískum skoðunum hennar. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins afþakkaði einnig boðið en hann segir í samtali við Vísi að hann hefði verið upptekinn við þingstörf, annars hefði hann þegið boðið. Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. Ferðin var í boði bandaríska sendiráðsins á Íslandi en á meðal þeirra sem fóru í þessa ferð voru Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem báðar eru í utanríkismálanefnd. Bryndís sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenskum stjórnmálamönnum hefði verið boðið um borð í flugmóðurskipið USS Harry Truman til að kynna sér starfsemi sem er um borð í skipinu. Sagði Bryndís að henni finnist gott að vita til þess að Bandaríkjamenn séu að kveikja á því hvað Ísland sé í raun mikilvægt þegar kemur að staðsetningu í Atlantshafinu. Herflugvélin á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞorgerður Katrín sagði þessa ferð alls ekki hafa verið einhverja leyniferð. Hún sagðist hafa látið alla vita að hún færi um borð í skipið og sagði það brýnt og gott að ráðherra og næstum allir þingmenn úr utanríkismálanefnd hefðu farið og kynnt sér starfsemina í skipinu. Sagði Þorgerður jafnframt að bandaríski herinn muni fjölga varnaræfingum í grennd við Ísland og að herfloti NATO muni fjölga ferðum sínum í lögsögu Íslands. Því sé sjálfsagt og eðlilegt að kynna sér starfið sem fer fram innan bandaríska hersins og fá upplýsingar um það hvernig herinn sjái fyrir sér þróun á herstarfsemi hér við land. Þorgerður sagðist hafa heyrt það á mönnum um borð í skipinu að þeir væru ekki sáttir við þá ákvörðun að draga herafla Bandaríkjanna frá Íslandi árið 2006 og að þeir séu að skipuleggja sig með aukin umsvif Rússa í Atlantshafinu í huga. Var skipið statt um 150 mílur suður af landinu innan íslenskrar lögsögu. Samningur Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll kveður á um að flugvöllurinn verði ekki notaður undir hernaðarstarfsemi nema í undantekningartilvikum, það er sem varaflugvöllur eða í tengslum við björgunaraðgerðir. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borginni hefði ekki verið tilkynnt um flug þessara tveggja herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag en bætti við að það væri ekki endilega nauðsynlegt. Hins vegar myndi borgin afla upplýsinga um flugið í dag, í hvaða tilgangi það var og hvort það samræmist samningnum. Ásamt Bryndís og Þorgerði fóru Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson um borð í skipið ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem bæði eiga sæti í utanríkismálanefnd, afþökkuðu bæði boð um að fara í flugmóðurskipið. Sagðist Logi Már hafa takmarkaðan áhuga á því og sagði Rósa Björk að það samræmdist ekki pólitískum skoðunum hennar. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins afþakkaði einnig boðið en hann segir í samtali við Vísi að hann hefði verið upptekinn við þingstörf, annars hefði hann þegið boðið.
Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57