Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Formaður SFS segir kerfið óhagfellt útgerðinni. Frá 2010 til 2016 tók ríkið til sín um fimmtung umframhagnaðar í sjávarútvegi í gegnum auðlindarentu. Þetta er mat Stefáns B. Gunnlaugssonar, dósents við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hin 80 prósent auðlindarentunnar hafa skipst á milli núverandi eigenda útgerðarfyrirtækjanna og þeirra sem hafa selt kvótann frá sér. Stefán hefur unnið að rannsóknum á sviði fjármála um árabil. Veiðigjöldin voru fyrst sett á 2004 og komu þá í stað fyrri gjalda sem höfðu hvílt á útgerðinni. Veiðigjöld voru í upphafi lág en hækkuðu verulega í tíð vinstri stjórnarinnar eftir hrun og hafa hækkað áfram ef frá er talið árið 2015 . Tilgangur veiðigjalda er að skattleggja rentuna og greiða kostnað við stjórnun auðlindarinnar. Auðlindarenta er sá umframhagnaður er kemur til vegna nýtingar á takmarkaðri auðlind í eigu alls samfélagsins. „Í öðrum atvinnugreinum með fullkominni samkeppni leiðir umframhagnaður til þess að nýir aðilar hefja starfsemi. Núverandi aðilar á markaði stækka við sig. Aukin samkeppni leiðir síðan til þess að umframhagnaður hverfur,“ segir Stefán.Til að meta rentuna notaði Stefán tvær aðferðir. Önnur byggði á áætluðum kostnaði við fjármagn, bæði eigið og lánsfé, en sú seinni byggði á mun á arðsemi fjármagns hjá íslenskum sjávarútvegi og öðrum atvinnuvegum. Stefán reiknaði út nánast sömu auðlindarentu með báðum aðferðunum sem styrkir niðurstöðu hans talsvert. Engin auðlindarenta varð til í greininni fyrr en eftir hrun vegna þess að afli dróst saman allt frá 1990 og sjávarútvegsfyrirtækin hagræddu í rekstri eftir því. Hins vegar gerist það eftir hrun að afli eykst hratt án þess að fjöldi starfa aukist samhliða því. Einnig veiktist gengi krónunnar gríðarlega á þessum tíma sem jók á hagnað útgerðanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa oft gagnrýnt hvernig auðlindagjaldið er upp sett og að margar minni útgerðir eigi afar erfitt með að greiða af veiðigjöldin. „Eins og staðan er núna eru veiðigjöld of há þar sem við erum að greiða veiðigjöld af fiskveiðiárinu 2016. Íslenska krónan stendur gríðarlega sterkt og við hjá SFS finnum fyrir því að þetta sligi margar útgerðir,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður SFS. „Útgerðin hefur skilað miklum tekjum í þjóðarbúið og við erum stolt af því. Hins vegar er erfitt að greiða auðlindagjald tveimur árum eftir að fiskveiðiári lýkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. 28. febrúar 2018 07:00 Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS "Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. október 2017 19:45 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Frá 2010 til 2016 tók ríkið til sín um fimmtung umframhagnaðar í sjávarútvegi í gegnum auðlindarentu. Þetta er mat Stefáns B. Gunnlaugssonar, dósents við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hin 80 prósent auðlindarentunnar hafa skipst á milli núverandi eigenda útgerðarfyrirtækjanna og þeirra sem hafa selt kvótann frá sér. Stefán hefur unnið að rannsóknum á sviði fjármála um árabil. Veiðigjöldin voru fyrst sett á 2004 og komu þá í stað fyrri gjalda sem höfðu hvílt á útgerðinni. Veiðigjöld voru í upphafi lág en hækkuðu verulega í tíð vinstri stjórnarinnar eftir hrun og hafa hækkað áfram ef frá er talið árið 2015 . Tilgangur veiðigjalda er að skattleggja rentuna og greiða kostnað við stjórnun auðlindarinnar. Auðlindarenta er sá umframhagnaður er kemur til vegna nýtingar á takmarkaðri auðlind í eigu alls samfélagsins. „Í öðrum atvinnugreinum með fullkominni samkeppni leiðir umframhagnaður til þess að nýir aðilar hefja starfsemi. Núverandi aðilar á markaði stækka við sig. Aukin samkeppni leiðir síðan til þess að umframhagnaður hverfur,“ segir Stefán.Til að meta rentuna notaði Stefán tvær aðferðir. Önnur byggði á áætluðum kostnaði við fjármagn, bæði eigið og lánsfé, en sú seinni byggði á mun á arðsemi fjármagns hjá íslenskum sjávarútvegi og öðrum atvinnuvegum. Stefán reiknaði út nánast sömu auðlindarentu með báðum aðferðunum sem styrkir niðurstöðu hans talsvert. Engin auðlindarenta varð til í greininni fyrr en eftir hrun vegna þess að afli dróst saman allt frá 1990 og sjávarútvegsfyrirtækin hagræddu í rekstri eftir því. Hins vegar gerist það eftir hrun að afli eykst hratt án þess að fjöldi starfa aukist samhliða því. Einnig veiktist gengi krónunnar gríðarlega á þessum tíma sem jók á hagnað útgerðanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa oft gagnrýnt hvernig auðlindagjaldið er upp sett og að margar minni útgerðir eigi afar erfitt með að greiða af veiðigjöldin. „Eins og staðan er núna eru veiðigjöld of há þar sem við erum að greiða veiðigjöld af fiskveiðiárinu 2016. Íslenska krónan stendur gríðarlega sterkt og við hjá SFS finnum fyrir því að þetta sligi margar útgerðir,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður SFS. „Útgerðin hefur skilað miklum tekjum í þjóðarbúið og við erum stolt af því. Hins vegar er erfitt að greiða auðlindagjald tveimur árum eftir að fiskveiðiári lýkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. 28. febrúar 2018 07:00 Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS "Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. október 2017 19:45 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. 28. febrúar 2018 07:00
Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS "Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. október 2017 19:45
Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent