Khloe Kardashian mun leyfa Tristan Thompson að vera viðstaddan fæðingu dóttur þeirra. Þetta kemur fram í hinum virta slúðurmiðli TMZ.
Fjölmiðlar um heim allan hafa greint frá ítrekuðu framhjáhaldi körfuboltamannsins sem hefur síðustu ár verið í sambandi með raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian.
Khloe á von á sér á allra næstu dögum og hafa aðdáendur hennar bugðist mjög harkalega við framhjáhaldsfréttum um Thompson.
TMZ greinir frá því að Khloe muni ekki standa í vegi fyrir því að Thompson verði viðstaddur fæðingu barnsins.
Heimildarmenn TMZ segja að Khloe sé niðurbrotin og eigi mjög erfitt með að takast á við síðustu atburði.
Erlendir miðlar greina frá því að raunveruleikastjarnan hafi upplifað fyrstu samdráttarverkina í gær og því er lítil stúlka á leiðinni í heiminn.

