„Pabbi kemur einn daginn strákar, pabbi kemur einn daginn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. október 2018 12:30 Snorri Snorrason hefur gengið í gegnum margt á lífsleiðinni. Snorri Snorrason var þekktur glæpamaður í Reykjavík í fjölda ára og er í dag fjögurra barna faðir sem hefur misst öll sín börn inn í kerfið. Í dag hefur Snorri verið edrú í 19 mánuði og vill bæta samskiptin. Í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir litríka sögu Snorra en hann fékk fyrsta sopann hjá foreldrunum sem barn, var laminn af föður sínum, byrjaði að drekka og dópa og eignaðist fjögur börn sem hann hefur ekki tekið þátt í að ala upp. „Brynja er tekin af okkur þriggja mánaða gömul, sem betur fer segi ég í dag, sem betur fer,“ segir Snorri en hann eignaðist Brynju Mist með barnsmóður sinni árið 1997. Oft hefur verið lýst eftir Brynju Mist í íslenskum fjölmiðlum í gegnum um tíðina en Snorri sagði í þætti gærkvöldsins að hún væri komin á góðan stað og segist hann heyra í henni daglega í síma. „Þau hefðu átt að grípa inn í strax vegna þess við vorum hvorugt fær um þetta. Hún var sett í fóstur og ég var rosalega reiður í þetta dæmi vegna þess að ég var svolítið blindur á sjálfan mig. Ég hótaði starfsmanni barnaverndar ekki gott,“ segir Snorri og bætir við að hann hafi hótað að skjóta hann næst þegar þeir myndu hittast.Snorri sagði sögu sína í Fósturbörnum í gær.„Þó ég hafi ekkert meint með þessu þá var bara reiðin svo mikil. Vitaskuld olli þetta miklum ótta og ég skil það vel,“ segir Snorri en í kjölfarið hafði lögreglan samband og spurði hvort hann hefði verið að hóta starfsmanni Barnaverndar. „Ég sagði nei, ég var að lofa þessu. Það hjálpaði ekki til og varð til þess að það var mikið fylgst með mér á eftir. Þarna var ég bara rosalega geðveikur og blindur. Þarna var ofboðslega mikil neysla, alveg ofboðslega mikið amfetamín í gangi, mikið meira en ég get ímyndað mér.“ Fjórum árum síðar eignaðist Snorri tvíbura með sömu konu. „Það gengur vel með þá. Við förum í Byrgið þegar hún verður ólétt af þeim, til þess að verða edrú. Við áttum heima á Bragagötunni og vorum svona í nettri neyslu, sprautuðum okkur um helgar og reyktum á virku dögunum, nokkurn veginn edrú. Þá fór Barnaverndarnefnd að koma inn í málið og við skiljum eftir smá læti. Ég samþykki það að hún fái fullt forræði yfir strákunum og þá beitir hún mikilli tálmun gagnvart drengjunum.“Fær um margt, en ekki þetta Snorri segir að konan hafi í kjölfarið tekið upp á því að kæra hann fyrir að misnota drengina tveggja ára gamla. „Hún ber þetta út um allan bæ. Ég fer í yfirheyrslu upp í Hafnarfirði og á innan við viku er búið að vísa þessu máli frá af hálfu ríkissaksóknara, vegna augljósra galla á málinu og að þetta sé bara bull. Hún heldur áfram og ég verð fyrir gríðarlegu ofbeldi út af þessu, sérstaklega frá undirheimunum. Ég hugleiddi allskonar ofbeldisverk og jafnvel að fá mér byssu og skjóta fullt af fólki. Bara til að koma inn í réttarsal og segja að ég væri fær um margt en að misnota börnin mín, aldrei. Mér fannst þetta svolítið alvarlegt og hrottafengið. Alltaf þegar ég var lítið dópaður áður en ég fór að sofa sagði ég alltaf: pabbi kemur einn daginn strákar, pabbi kemur einn daginn. Ég grét því ég gat ekki verið edrú, ég gat ekki verið allsgáður.“ Fósturbörn Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Snorri Snorrason var þekktur glæpamaður í Reykjavík í fjölda ára og er í dag fjögurra barna faðir sem hefur misst öll sín börn inn í kerfið. Í dag hefur Snorri verið edrú í 19 mánuði og vill bæta samskiptin. Í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir litríka sögu Snorra en hann fékk fyrsta sopann hjá foreldrunum sem barn, var laminn af föður sínum, byrjaði að drekka og dópa og eignaðist fjögur börn sem hann hefur ekki tekið þátt í að ala upp. „Brynja er tekin af okkur þriggja mánaða gömul, sem betur fer segi ég í dag, sem betur fer,“ segir Snorri en hann eignaðist Brynju Mist með barnsmóður sinni árið 1997. Oft hefur verið lýst eftir Brynju Mist í íslenskum fjölmiðlum í gegnum um tíðina en Snorri sagði í þætti gærkvöldsins að hún væri komin á góðan stað og segist hann heyra í henni daglega í síma. „Þau hefðu átt að grípa inn í strax vegna þess við vorum hvorugt fær um þetta. Hún var sett í fóstur og ég var rosalega reiður í þetta dæmi vegna þess að ég var svolítið blindur á sjálfan mig. Ég hótaði starfsmanni barnaverndar ekki gott,“ segir Snorri og bætir við að hann hafi hótað að skjóta hann næst þegar þeir myndu hittast.Snorri sagði sögu sína í Fósturbörnum í gær.„Þó ég hafi ekkert meint með þessu þá var bara reiðin svo mikil. Vitaskuld olli þetta miklum ótta og ég skil það vel,“ segir Snorri en í kjölfarið hafði lögreglan samband og spurði hvort hann hefði verið að hóta starfsmanni Barnaverndar. „Ég sagði nei, ég var að lofa þessu. Það hjálpaði ekki til og varð til þess að það var mikið fylgst með mér á eftir. Þarna var ég bara rosalega geðveikur og blindur. Þarna var ofboðslega mikil neysla, alveg ofboðslega mikið amfetamín í gangi, mikið meira en ég get ímyndað mér.“ Fjórum árum síðar eignaðist Snorri tvíbura með sömu konu. „Það gengur vel með þá. Við förum í Byrgið þegar hún verður ólétt af þeim, til þess að verða edrú. Við áttum heima á Bragagötunni og vorum svona í nettri neyslu, sprautuðum okkur um helgar og reyktum á virku dögunum, nokkurn veginn edrú. Þá fór Barnaverndarnefnd að koma inn í málið og við skiljum eftir smá læti. Ég samþykki það að hún fái fullt forræði yfir strákunum og þá beitir hún mikilli tálmun gagnvart drengjunum.“Fær um margt, en ekki þetta Snorri segir að konan hafi í kjölfarið tekið upp á því að kæra hann fyrir að misnota drengina tveggja ára gamla. „Hún ber þetta út um allan bæ. Ég fer í yfirheyrslu upp í Hafnarfirði og á innan við viku er búið að vísa þessu máli frá af hálfu ríkissaksóknara, vegna augljósra galla á málinu og að þetta sé bara bull. Hún heldur áfram og ég verð fyrir gríðarlegu ofbeldi út af þessu, sérstaklega frá undirheimunum. Ég hugleiddi allskonar ofbeldisverk og jafnvel að fá mér byssu og skjóta fullt af fólki. Bara til að koma inn í réttarsal og segja að ég væri fær um margt en að misnota börnin mín, aldrei. Mér fannst þetta svolítið alvarlegt og hrottafengið. Alltaf þegar ég var lítið dópaður áður en ég fór að sofa sagði ég alltaf: pabbi kemur einn daginn strákar, pabbi kemur einn daginn. Ég grét því ég gat ekki verið edrú, ég gat ekki verið allsgáður.“
Fósturbörn Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira