Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2018 12:03 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi. Fréttablaðið/Eyþór Tekjur.is, hvar fletta má upp tekjum einstaklinga á Íslandi samkvæmt skattframtali sem tekur til ársins 2016 ætlar að reynast afar umdeildur. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Skaganum, er einn þeirra sem fagnar ákaft þessu framtaki: „Það er morgunljóst í mínum huga að það er gríðarlegur fengur í þeim upplýsingum sem koma fram í gögnum frá tekjur.is. En í þessum gögnum kemur fram sú misskipting og óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað,“ segir Vilhjálmur í pistli sem hann birti á Facebook í morgun.Drífa Snædal segir að með leyndinni þrífist misréttið.Vísir/VilhelmÍ sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. „Í leyndinni hvílir misréttið. Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði. Þess má geta að frá því ég hóf störf hjá SGS hafa upplýsingar um tekjur þeirra sem eru þar á launaskrá verið birtar á heimasíðunni enda ekki launungarmál,“ segir Drífa á sinni Facebooksíðu. Meðal þeirra sem hafa mótmælt því að vefurinn sé opinn eru Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM, fyrrverandi formaður Heimdallar, sem lagði inn formlega kvörtun til Persónuverndar þegar á föstudag. En ungir Sjálfstæðismenn hafa löngum barist gegn því að skattayfirvöld veiti opinberlega upplýsingar um tekjur einstaklinga. Þannig má segja að í þessu máli kristallist átök milli hægri vængs stjórnmálanna, frjálshyggjumanna og svo verkalýðsforystunnar. Kjaramál Tengdar fréttir Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Tekjur.is, hvar fletta má upp tekjum einstaklinga á Íslandi samkvæmt skattframtali sem tekur til ársins 2016 ætlar að reynast afar umdeildur. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Skaganum, er einn þeirra sem fagnar ákaft þessu framtaki: „Það er morgunljóst í mínum huga að það er gríðarlegur fengur í þeim upplýsingum sem koma fram í gögnum frá tekjur.is. En í þessum gögnum kemur fram sú misskipting og óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað,“ segir Vilhjálmur í pistli sem hann birti á Facebook í morgun.Drífa Snædal segir að með leyndinni þrífist misréttið.Vísir/VilhelmÍ sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. „Í leyndinni hvílir misréttið. Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði. Þess má geta að frá því ég hóf störf hjá SGS hafa upplýsingar um tekjur þeirra sem eru þar á launaskrá verið birtar á heimasíðunni enda ekki launungarmál,“ segir Drífa á sinni Facebooksíðu. Meðal þeirra sem hafa mótmælt því að vefurinn sé opinn eru Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM, fyrrverandi formaður Heimdallar, sem lagði inn formlega kvörtun til Persónuverndar þegar á föstudag. En ungir Sjálfstæðismenn hafa löngum barist gegn því að skattayfirvöld veiti opinberlega upplýsingar um tekjur einstaklinga. Þannig má segja að í þessu máli kristallist átök milli hægri vængs stjórnmálanna, frjálshyggjumanna og svo verkalýðsforystunnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41
Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14