Myndbandið, sem er ekki í frábærum gæðum, var birt af TMZ og sjá má útlit Jókersins vel.
Það er erfitt að segja til um hvert að trúðarnir eigi að vera gengismeðlimir Jókersins eða stuðningsmenn hans til framboðs borgarstjóra Gotham. Enn sem komið er, er lítið sem ekkert vitað um söguþráð myndarinnar, sem til stendur að frumsýna þann 4. október á næsta ári.