Dreymir um að komast í stofnfrumumeðferð í Kaliforníu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 11:04 Erla Kolbrún segir að meðferðin gæti gefið henni 70 til 100 prósent bata. Fréttablaðið/Anton Brink Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Erlu Kolbrúnu Óskarsdóttur, sem hefur barist við taugaverki í mörg ár vegna læknamistaka. Erla Kolbrún er lærður lyfjatæknir en hefur verið óvinnufær síðan árið 2012 þegar mistökin áttu sér stað. Erla Kolbrún heldur enn í vonina um betra líf og hefur fundið meðferð í Kaliforníu sem gæti bætt lífsgæði hennar. „Ég bara verð að prófa þetta,“ segir Erla Kolbrún í samtali við Vísi. Dr. Darren FX Clair býður upp á stofnfrumumeðferðir og segir Erla Kolbrún að hann sé svæfingalæknir og hafi í mörg ár unnið með sjúklingum með langa verkjasögu. „Ég frétti af þessari meðferð frá annarri þjáningarsystur sem ég kynntist þegar hún byrjaði að fylgja mér á Snapchat. Við erum báðar með taugaverki og erum með sömu lækna svo við fylgjumst vel með hvor annarri. Þessi læknir var með fyrirlestur hér á landi um daginn og mamma hvatti mig til þess að fara en ég komst ekki vegna verkja.“ Vinir Erlu Kolbrúnar hafa sett af stað söfnun til þess að hjálpa henni að komast út í þessa meðferð. Erla Kolbrún segir að Tryggingastofnun taki ekki þátt í kostnaðinum.Erla Kolbrún ræðir veikindi sín opinskátt á Snapchat undir nafninu Erlak85.Búin að reyna allt hér á landi „Verkirnir eru hrikalegir dag eftir dag eftir dag,“ segir Erla Kolbrún. Árið 2010 fékk hún endaþarmssig á meðgöngu og fór í aðgerð árið 2012 á Akranesi. „Mér var sagt að þetta væri einföld aðgerð og ég yrði fljót að jafna mig.“ Hún vaknaði kvalin og hefur þjáðst vegna verkja síðan. „Saumað hafði verið beint í vöðva í grindarholinu í stað þess að sauma í nærliggjandi bandvef og taugar höfðu skemmst í saumaskapnum.“ Erla Kolbrún segir að lyf hafi ekki áhrif á verkina og þeim hefur líka fylgt þunglyndi. Hún er reglulega lögð inn á Landspítalann vegna verkjakasta. „Ég er búin að reyna allt hér á landi en ekkert gagnast mér. Líf mitt er nánast óbærilegt sökum þessa, er verkjuð alla daga og sef 70 prósent af deginum.“Meðferðin kostar milljón Erla Kolbrún sagði sögu sína í viðtali á Vísi á síðasta ári en hún hefur einnig talað mjög opinskátt um sín mál á Snapchat. Hún er tveggja barna móðir og gift Andrési Þóri Helgasyni. Hún hefur unnið mikið í andlegu hliðinni og vonar núna að þessi stofnfrumumeðferð geti dregið úr verkjunum. „Andlega hliðin er góð eftir að ég lá inni á Kleppi og ég þakka fyrir Klepp á hverjum einasta degi. Það er virkilega flott starf þar og æðislegt fólk,“ útskýrir Erla Kolbrún en hún fór í fimm vikna meðferð þar í vor. Erla Kolbrún segir að það hafi ekki komið á óvart að Tryggingastofnun myndi ekki taka þátt í að greiða fyrir meðferðina í Kaliforníu. „Ég er búin að sjá það í gegnum mín veikindi að Ísland er langt eftir á með allt. Það kom því ekki á óvart að TR tæki ekki þátt í kostnaði fyrir svona nýja meðferð. Auðvitað var ég svekkt að vita að ég gæti ekki fengið aðstoð með þetta, miðað við það sem ég er búin að vera að ganga í gegnum eftir læknamistökin. Það er bara hræðilegt að þetta skuli vera svona.“ Hún vonast til þess að geta farið í þessa stofnfrumumeðferð í lok þessa árs. „Ef að söfnunin gengur vel þá mun ég komast út. Bara meðferðin kostar milljón og það er fyrir utan flug, hótel og bíl. Svo þarf ég að hafa aðstoðarmanneskju með mér.“Söfnunarreikningurinn er 140-26-1564, kennitala 090485-3429. Hér má lesa fræðslubækling Landspítalans um stofnfrumumeðferð. Tengdar fréttir Erla Kolbrún gafst upp og reyndi sjálfsvíg: Óvinnufær með verki allt lífið vegna læknamistaka Erla Kolbrún Óskarsdóttir fór í aðgerð vegna endaþarmssigs árið 2012 og hefur síðan þá þurft að kljást við afleiðingar læknamistaka á hverjum degi síðan. 24. september 2017 10:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira
Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Erlu Kolbrúnu Óskarsdóttur, sem hefur barist við taugaverki í mörg ár vegna læknamistaka. Erla Kolbrún er lærður lyfjatæknir en hefur verið óvinnufær síðan árið 2012 þegar mistökin áttu sér stað. Erla Kolbrún heldur enn í vonina um betra líf og hefur fundið meðferð í Kaliforníu sem gæti bætt lífsgæði hennar. „Ég bara verð að prófa þetta,“ segir Erla Kolbrún í samtali við Vísi. Dr. Darren FX Clair býður upp á stofnfrumumeðferðir og segir Erla Kolbrún að hann sé svæfingalæknir og hafi í mörg ár unnið með sjúklingum með langa verkjasögu. „Ég frétti af þessari meðferð frá annarri þjáningarsystur sem ég kynntist þegar hún byrjaði að fylgja mér á Snapchat. Við erum báðar með taugaverki og erum með sömu lækna svo við fylgjumst vel með hvor annarri. Þessi læknir var með fyrirlestur hér á landi um daginn og mamma hvatti mig til þess að fara en ég komst ekki vegna verkja.“ Vinir Erlu Kolbrúnar hafa sett af stað söfnun til þess að hjálpa henni að komast út í þessa meðferð. Erla Kolbrún segir að Tryggingastofnun taki ekki þátt í kostnaðinum.Erla Kolbrún ræðir veikindi sín opinskátt á Snapchat undir nafninu Erlak85.Búin að reyna allt hér á landi „Verkirnir eru hrikalegir dag eftir dag eftir dag,“ segir Erla Kolbrún. Árið 2010 fékk hún endaþarmssig á meðgöngu og fór í aðgerð árið 2012 á Akranesi. „Mér var sagt að þetta væri einföld aðgerð og ég yrði fljót að jafna mig.“ Hún vaknaði kvalin og hefur þjáðst vegna verkja síðan. „Saumað hafði verið beint í vöðva í grindarholinu í stað þess að sauma í nærliggjandi bandvef og taugar höfðu skemmst í saumaskapnum.“ Erla Kolbrún segir að lyf hafi ekki áhrif á verkina og þeim hefur líka fylgt þunglyndi. Hún er reglulega lögð inn á Landspítalann vegna verkjakasta. „Ég er búin að reyna allt hér á landi en ekkert gagnast mér. Líf mitt er nánast óbærilegt sökum þessa, er verkjuð alla daga og sef 70 prósent af deginum.“Meðferðin kostar milljón Erla Kolbrún sagði sögu sína í viðtali á Vísi á síðasta ári en hún hefur einnig talað mjög opinskátt um sín mál á Snapchat. Hún er tveggja barna móðir og gift Andrési Þóri Helgasyni. Hún hefur unnið mikið í andlegu hliðinni og vonar núna að þessi stofnfrumumeðferð geti dregið úr verkjunum. „Andlega hliðin er góð eftir að ég lá inni á Kleppi og ég þakka fyrir Klepp á hverjum einasta degi. Það er virkilega flott starf þar og æðislegt fólk,“ útskýrir Erla Kolbrún en hún fór í fimm vikna meðferð þar í vor. Erla Kolbrún segir að það hafi ekki komið á óvart að Tryggingastofnun myndi ekki taka þátt í að greiða fyrir meðferðina í Kaliforníu. „Ég er búin að sjá það í gegnum mín veikindi að Ísland er langt eftir á með allt. Það kom því ekki á óvart að TR tæki ekki þátt í kostnaði fyrir svona nýja meðferð. Auðvitað var ég svekkt að vita að ég gæti ekki fengið aðstoð með þetta, miðað við það sem ég er búin að vera að ganga í gegnum eftir læknamistökin. Það er bara hræðilegt að þetta skuli vera svona.“ Hún vonast til þess að geta farið í þessa stofnfrumumeðferð í lok þessa árs. „Ef að söfnunin gengur vel þá mun ég komast út. Bara meðferðin kostar milljón og það er fyrir utan flug, hótel og bíl. Svo þarf ég að hafa aðstoðarmanneskju með mér.“Söfnunarreikningurinn er 140-26-1564, kennitala 090485-3429. Hér má lesa fræðslubækling Landspítalans um stofnfrumumeðferð.
Tengdar fréttir Erla Kolbrún gafst upp og reyndi sjálfsvíg: Óvinnufær með verki allt lífið vegna læknamistaka Erla Kolbrún Óskarsdóttir fór í aðgerð vegna endaþarmssigs árið 2012 og hefur síðan þá þurft að kljást við afleiðingar læknamistaka á hverjum degi síðan. 24. september 2017 10:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira
Erla Kolbrún gafst upp og reyndi sjálfsvíg: Óvinnufær með verki allt lífið vegna læknamistaka Erla Kolbrún Óskarsdóttir fór í aðgerð vegna endaþarmssigs árið 2012 og hefur síðan þá þurft að kljást við afleiðingar læknamistaka á hverjum degi síðan. 24. september 2017 10:00