Innri endurskoðun segir óásættanlegt sé að upplýsingagjöf til borgarráðs sé þannig háttað í upplýsingum byggir ráðið ákvarðanir sínar.
Þá segir Innri endurskoðun að upplýsingastreymi verkefnisins hafi verið ófullnægjandi á allflestum stigum. Svo virðist sem verkefnastjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem hafði umsjón með verkefninu hafi ekki upplýst sinn yfirmann um stöðu mála, en um er að ræða Hrólf Jónsson sem sagði við fjölmiðla í haust að hann bæri ábyrgð á þessu máli, en hann lét af störfum nokkru áður.
„Þeim ber þó ekki saman um það atriði og sama máli gegnir um ákvarðanatöku í tengslum við verkefnið, til dæmis varðandi breytingar á hugmyndum um útfærslu. Til dæmis má nefna breytingu á kaffistofu í vínveitingastað og breytingu á einföldum trépalli í hönnunarlóð. Verkefnastjóri kveðst hafa borið allar stærri ákvarðanir undir fyrrum skrifstofustjórann en hann segist lítið hafa verið inni í þessum málum.“

Telja ekki rétt að tala um framúrkeyrslu
Frumkostnaðaráætlun Braggans nam 158 milljónum króna sem hefur verið borin saman við raunkostnaðinn 425 milljónir króna og talað um það sem framúrkeyrslu. Innri endurskoðun segir þetta ekki rétt því þegar frumkostnaðaráætlunin var gerð lá ekki fyrir sú útfærsla sem nú er á byggingunni.„Metið hefur verið að breytingar á upphaflegum hugmyndum sem lagðar voru fyrir borgarráð í júlí 2015 ásamt frumkostnaðaráætluninni hafi kostað 94 m.kr. Auk þess var kostnaður vegna verndunarsjónarmiða sem ekki var gert ráð fyrir í frumkostnaðaráætlun 71 m.kr. og síðan bætast við 21 m.kr. vegna hreinsunar út úr húsunum og umsýslukostnaðar innan borgarkerfisins. Frumkostnaðaráætlunin að viðbættum ofantöldum liðum gerir samtals 344 m.kr,“ segir í niðurstöðu Innri endurskoðunar.
Leigan of lág
Þá var gerður samningum við Grunnstoð, dótturfélag Háskólans í Reykjavík, um leigu á fasteignunum. Samningurinn er skýr að mati Innri endurskoðunar og tekur á öllum nauðsynlegum atriðum slíks samnings, en í honum er kveðið á um afhendingu húsnæðisins tæpu ári eftir undirritun.Innheimta húsaleigu hófst í júlí 2018 og er hún í samræmi við samninginn eða 670 þúsund krónur á mánuði.

Miðað við þær forsendur sem skrifstofa eigna og atvinnuþróunar gaf sér 2015 og raunkostnað framkvæmdanna verður meðgjöf Reykjavíkurborgar til Háskólans í Reykjavík/Grunnstoðar 257 milljónir króna en leigugreiðslur þyrftu að vera um 1.6 milljónir króna á mánuði til að núvirði verkefnisins verði jákvætt.
Ekki heppilegt að ráða arkitekt sem verkefnisstjóra
Innri endurskoðun segir einn af arkitektum bygginganna hafa verið ráðinn sem verkefnisstjóri á byggingarstað en það var ekki talin heppileg ráðstöfun með tilliti til hagsmunaárekstra. Segir Innri endurskoðun verkefnisstjóra hafa haft það hlutverk að sinna eftirliti með verktökum og staðfesta reikninga þeirra, en þar sem viðvera arkitektsins var takmörkuð er óvíst að eftirlitið hafi verið jafnmikið og það hefði þurft að vera.