Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 21:44 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun viðmælenda við samningaborðið ekki breyta því hvað sé til skiptanna í komandi kjarasamningum. Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að kalla inn samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu og fara í samflot með VR og í morgun tilkynnti formaður Verkalýðsfélags Akraness að félagið myndi fylgja Eflingu. Félögin munu vísa deilu sinni við atvinnurekendur formlega til ríkissáttasemjara á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tímann verða að leiða í ljós hvaða áhrif þessar hræringar hafi á samningaviðræðurnar. „Aðgerðir eiga aldrei að vera markmið eins eða neins. Nú erum við að fara inn í jólahátíðina og ég held að við eigum að einsetja okkur að ná kjarasamningum án rósturs og aðgerða á vinnumarkaði. Það er atburðarás sem enginn vill hrinda af stað,“ segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir það vonbrigði að leiðir skilji. En aðildarfélögin nítján sameinuðust í fyrsta sinn í sögu sinni öll við samningaborðið í haust.Verður þetta keppni á milli hópa um hver nær betri samningi við Samtök atvinnulífsins? „Nei, nei. Það er engin keppni þarna á milli. Vegna þess að báðir aðilar og allir sem standa í samningagerð hafa bara eitt markmið. Það er að ná kjarasamningi til að bæta stöðu síns félagsfólks,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir annan hópinn ekki geta vænst þess að fá betri samning en hinn. „Hvernig sem verkalýðshreyfingin kýs að skipuleggja sig, hverja hún kýs að kalla að borðinu, breytir því ekki hvað er til skiptanna. Breytir því ekki hvernig gangurinn er í hagkerfinu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Verkalýðshreyfingin er einnig með kröfur á stjórnvöld í skatta- og húsnæðismálum. En átakshópur á vegum stjórnvalda skilar tillögum í húsnæðismálum hinn 20. janúar. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir hvað stjórnvöld eru seint á ferðinni með sín svör sem geti hamlað samningum. „Þannig að mér finnst að stjórnvöld þurfi að fara að hressast í að koma með eitthvað inn í þessar samningaviðræður. Þannig að það kannski strandar á þeim að lokum? Það gæti alveg gert það og þá er það mikill ábyrgðarhluti,“ segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun viðmælenda við samningaborðið ekki breyta því hvað sé til skiptanna í komandi kjarasamningum. Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að kalla inn samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu og fara í samflot með VR og í morgun tilkynnti formaður Verkalýðsfélags Akraness að félagið myndi fylgja Eflingu. Félögin munu vísa deilu sinni við atvinnurekendur formlega til ríkissáttasemjara á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tímann verða að leiða í ljós hvaða áhrif þessar hræringar hafi á samningaviðræðurnar. „Aðgerðir eiga aldrei að vera markmið eins eða neins. Nú erum við að fara inn í jólahátíðina og ég held að við eigum að einsetja okkur að ná kjarasamningum án rósturs og aðgerða á vinnumarkaði. Það er atburðarás sem enginn vill hrinda af stað,“ segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir það vonbrigði að leiðir skilji. En aðildarfélögin nítján sameinuðust í fyrsta sinn í sögu sinni öll við samningaborðið í haust.Verður þetta keppni á milli hópa um hver nær betri samningi við Samtök atvinnulífsins? „Nei, nei. Það er engin keppni þarna á milli. Vegna þess að báðir aðilar og allir sem standa í samningagerð hafa bara eitt markmið. Það er að ná kjarasamningi til að bæta stöðu síns félagsfólks,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir annan hópinn ekki geta vænst þess að fá betri samning en hinn. „Hvernig sem verkalýðshreyfingin kýs að skipuleggja sig, hverja hún kýs að kalla að borðinu, breytir því ekki hvað er til skiptanna. Breytir því ekki hvernig gangurinn er í hagkerfinu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Verkalýðshreyfingin er einnig með kröfur á stjórnvöld í skatta- og húsnæðismálum. En átakshópur á vegum stjórnvalda skilar tillögum í húsnæðismálum hinn 20. janúar. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir hvað stjórnvöld eru seint á ferðinni með sín svör sem geti hamlað samningum. „Þannig að mér finnst að stjórnvöld þurfi að fara að hressast í að koma með eitthvað inn í þessar samningaviðræður. Þannig að það kannski strandar á þeim að lokum? Það gæti alveg gert það og þá er það mikill ábyrgðarhluti,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00
Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30