Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. nóvember 2018 06:15 Ráðherra ræddi við dómara og lögmenn í upphafi fundar. Fréttablaðið/Eyþór Dómsmálaráðherra telur frumvarp um breytingar á því hvernig birtingu dóma er háttað ekki koma í veg fyrir að einkaaðilar geti haldið úti gagnagrunnum með dómasöfnum dómstólanna. Fyrirhugaðar reytingar taki eingöngu til ríkisvaldsins. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen á opnum fundi dómstólasýslunnar í gær um tilgang birtingar dóma á internetinu og fyrirhugaðar breytingar á reglum þar að lútandi. Á fundinum vísaði Sigríður til áhyggja fjölmiðla af því að frumvarpið mæli fyrir um þrengri aðgang manna að upplýsingum frá dómstólum og sagði ráðherra þær áhyggjur óþarfar. „Þetta lýtur bara að birtingu ríkisvaldsins á internetinu,“ sagði Sigríður og benti á að áfram verði opinn aðgangur að réttarhöldum og allir sem vilji muni áfram geta fengið endurrit sakadóma hjá dómstólum. Fjölmiðlar geti þannig óháð frumvarpinu fjallað um dóma og nafngreint þá sem þeir vilji. Þá geti menn einnig haldið úti skrám og gagnabönkum með dómum eins og áður. „Spurningin er hins vegar, finnst mér, hvort það er hlutverk ríkisvaldsins að halda þessa opinberu skrá á internetinu,“ sagði Sigríður. Vefsíðan fonsjuris.is er rekin af einkaaðilum og þar er haldið úti safni opinberra upplýsinga á sviði lögfræði. Hægt er að fá aðgang að vefnum gegn gjaldi en á honum eru birtir allir dómar Hæstaréttar frá upphafi, dómar annarra dómstóla sem birtir hafa verið auk úrskurða fjölda kærunefnda og ritrýndra fræðigreina á íslensku. Fonsjuris segir að fræðimenn og lögmenn fái aðgang fyrir 9.900 kr. á mánuði. „Ef fylgt er reglum um rétta birtingu dóma get ég ekki séð að það skipti máli hver birtir dómana en það þarf hins vegar að gera í samræmi við lög,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. „Við erum bara komin með persónuverndarlöggjöfina í fangið og burt séð frá skoðunum okkar þá má ekki birta hvað sem er, ekki í dómum frekar en annars staðar,“ segir Helga. Þau frumvarpsdrög sem voru til umræðu á fundinum gera meðal annars ráð fyrir því að hætt verði að nafngreina þá sem dæmdir eru fyrir refsiverða háttsemi og öll nöfn verði afmáð úr dómum í sakamálum. Hætt verði að birta héraðsdóma í kynferðisbrotamálum, málum er varða brot í nánu sambandi og mál um nálgunarbann. Verði dómum í málaflokkum þessum áfrýjað verði eingöngu birt reifun dóms þegar endanlegur dómur er genginn. Þá gera drögin ráð fyrir því að dómstólasýslunni verði heimilt að setja reglur til að takmarka myndatökur í dómhúsum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Dómsmálaráðherra telur frumvarp um breytingar á því hvernig birtingu dóma er háttað ekki koma í veg fyrir að einkaaðilar geti haldið úti gagnagrunnum með dómasöfnum dómstólanna. Fyrirhugaðar reytingar taki eingöngu til ríkisvaldsins. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen á opnum fundi dómstólasýslunnar í gær um tilgang birtingar dóma á internetinu og fyrirhugaðar breytingar á reglum þar að lútandi. Á fundinum vísaði Sigríður til áhyggja fjölmiðla af því að frumvarpið mæli fyrir um þrengri aðgang manna að upplýsingum frá dómstólum og sagði ráðherra þær áhyggjur óþarfar. „Þetta lýtur bara að birtingu ríkisvaldsins á internetinu,“ sagði Sigríður og benti á að áfram verði opinn aðgangur að réttarhöldum og allir sem vilji muni áfram geta fengið endurrit sakadóma hjá dómstólum. Fjölmiðlar geti þannig óháð frumvarpinu fjallað um dóma og nafngreint þá sem þeir vilji. Þá geti menn einnig haldið úti skrám og gagnabönkum með dómum eins og áður. „Spurningin er hins vegar, finnst mér, hvort það er hlutverk ríkisvaldsins að halda þessa opinberu skrá á internetinu,“ sagði Sigríður. Vefsíðan fonsjuris.is er rekin af einkaaðilum og þar er haldið úti safni opinberra upplýsinga á sviði lögfræði. Hægt er að fá aðgang að vefnum gegn gjaldi en á honum eru birtir allir dómar Hæstaréttar frá upphafi, dómar annarra dómstóla sem birtir hafa verið auk úrskurða fjölda kærunefnda og ritrýndra fræðigreina á íslensku. Fonsjuris segir að fræðimenn og lögmenn fái aðgang fyrir 9.900 kr. á mánuði. „Ef fylgt er reglum um rétta birtingu dóma get ég ekki séð að það skipti máli hver birtir dómana en það þarf hins vegar að gera í samræmi við lög,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. „Við erum bara komin með persónuverndarlöggjöfina í fangið og burt séð frá skoðunum okkar þá má ekki birta hvað sem er, ekki í dómum frekar en annars staðar,“ segir Helga. Þau frumvarpsdrög sem voru til umræðu á fundinum gera meðal annars ráð fyrir því að hætt verði að nafngreina þá sem dæmdir eru fyrir refsiverða háttsemi og öll nöfn verði afmáð úr dómum í sakamálum. Hætt verði að birta héraðsdóma í kynferðisbrotamálum, málum er varða brot í nánu sambandi og mál um nálgunarbann. Verði dómum í málaflokkum þessum áfrýjað verði eingöngu birt reifun dóms þegar endanlegur dómur er genginn. Þá gera drögin ráð fyrir því að dómstólasýslunni verði heimilt að setja reglur til að takmarka myndatökur í dómhúsum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira