Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 20:53 Lilja Dögg Alfreðsdóttir starfaði með þeim Gunnari Braga og Sigmundi Davíð þegar þeir voru í Framsóknarflokknum. vísir/vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins séu óafsakanlegar. Hún segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún vísar í upptökur af umræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins á hótelbar fyrr í mánuðinum. „Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja í færslu sinni. Á upptökunum mátti heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kallaði Lilju „helvítis tík“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagði henni ekki vera treystandi. Þá mátti heyra Bergþór Ólason enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hafi „ekki fengið að ríða“.Hefði hringt í sumar Þeir Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð störfuðu báðir með Lilju í Framsóknarflokknum á sínum tíma. Eftir birtingu Panamaskjalanna og afsögn Sigmundar Davíðs var Lilja gerð að utanríkisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Í upptökunum mátti einnig heyra Gunnar Braga hrópa: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund Davíð í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir Sigmundur og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð. Lilja er stödd er í Osló þar sem hún sækir hátíðarsamkomu í Óslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins séu óafsakanlegar. Hún segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún vísar í upptökur af umræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins á hótelbar fyrr í mánuðinum. „Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja í færslu sinni. Á upptökunum mátti heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kallaði Lilju „helvítis tík“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagði henni ekki vera treystandi. Þá mátti heyra Bergþór Ólason enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hafi „ekki fengið að ríða“.Hefði hringt í sumar Þeir Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð störfuðu báðir með Lilju í Framsóknarflokknum á sínum tíma. Eftir birtingu Panamaskjalanna og afsögn Sigmundar Davíðs var Lilja gerð að utanríkisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Í upptökunum mátti einnig heyra Gunnar Braga hrópa: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund Davíð í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir Sigmundur og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð. Lilja er stödd er í Osló þar sem hún sækir hátíðarsamkomu í Óslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira