Sjálf er ég krumminn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 08:00 „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir Ellen Freydís. Fréttablaðið/Ernir Söngkonan Ellen Freydís Martin heldur fyrstu tónleika sína á Íslandi síðan hún flutti til Austurríkis fyrir 25 árum. Saman mynda hún og félagar hennar sveitina Krumma og hina Alpafuglana. „Það er langþráður draumur að rætast hjá mér. Mig hefur alltaf langað að hafa fallega tónleika á Íslandi og bjóða móður minni. Nú er komið að því,“ segir Ellen Freydís Martin með söngkonurödd. Hún er komin frá Austurríki ásamt fjögurra manna sveit til að halda þrenna tónleika á landinu. Þeir fyrstu eru í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun, 4. júlí, klukkan 20. Íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum eru í öndvegi. „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir hún glaðlega. Það er líka þjóðlegt að spyrja um upprunann. Ellen Freydís kveðst næstyngst fimm barna þeirra Agnesar Gestsdóttur og Marteins Jónssonar tannsmiðs, sem flutti hingað til lands sem bandarískur hermaður og hét Donald Luis Martin. „Pabbi lést síðasta haust, svo hann missir af tónleikunum, því miður,“ segir hún. Krummi og hinir Alpafuglarnir.Myndlist heillaði hana í fyrstu og hún lærði grafík en eftir að hún kynntist manni sínum dr. Orthulf Prunner sem var organisti í Háteigskirkju í sextán ár, sneri hún sér að söngnámi bæði hér á landi og í óperudeild Juilliard-háskólans í New York. „Samstarfsfólk mitt í Austurríki langaði líka að heyra eitthvað frá mér og mínu heimalandi, og varð yfir sig hrifið af þessum gömlu lögum okkar, við erum með fiðlu, harmóníku, trommur, lágfiðlu og víólu, auk söngsins og útsettum þau með tilliti til þess.“ Krummi og hinir Alpafuglarnir, kallar hópurinn sig. „Sjálf er ég er krumminn!“ segir Ellen Freydís stolt. Tónleikar númer tvö verða í Hannesarholti 5. júlí klukkan 20 (miðar fást á tix.is) og þeir þriðju á föstudag í Frystiklefanum á Rifi klukkan 21. „Svo langar okkur að hafa götutónleika á Lækjartorgi 8. júlí,“ segir Ellen Freydís. „Við höfum gert það í Vínarborg og fengið góðar undirtektir.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Söngkonan Ellen Freydís Martin heldur fyrstu tónleika sína á Íslandi síðan hún flutti til Austurríkis fyrir 25 árum. Saman mynda hún og félagar hennar sveitina Krumma og hina Alpafuglana. „Það er langþráður draumur að rætast hjá mér. Mig hefur alltaf langað að hafa fallega tónleika á Íslandi og bjóða móður minni. Nú er komið að því,“ segir Ellen Freydís Martin með söngkonurödd. Hún er komin frá Austurríki ásamt fjögurra manna sveit til að halda þrenna tónleika á landinu. Þeir fyrstu eru í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun, 4. júlí, klukkan 20. Íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum eru í öndvegi. „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir hún glaðlega. Það er líka þjóðlegt að spyrja um upprunann. Ellen Freydís kveðst næstyngst fimm barna þeirra Agnesar Gestsdóttur og Marteins Jónssonar tannsmiðs, sem flutti hingað til lands sem bandarískur hermaður og hét Donald Luis Martin. „Pabbi lést síðasta haust, svo hann missir af tónleikunum, því miður,“ segir hún. Krummi og hinir Alpafuglarnir.Myndlist heillaði hana í fyrstu og hún lærði grafík en eftir að hún kynntist manni sínum dr. Orthulf Prunner sem var organisti í Háteigskirkju í sextán ár, sneri hún sér að söngnámi bæði hér á landi og í óperudeild Juilliard-háskólans í New York. „Samstarfsfólk mitt í Austurríki langaði líka að heyra eitthvað frá mér og mínu heimalandi, og varð yfir sig hrifið af þessum gömlu lögum okkar, við erum með fiðlu, harmóníku, trommur, lágfiðlu og víólu, auk söngsins og útsettum þau með tilliti til þess.“ Krummi og hinir Alpafuglarnir, kallar hópurinn sig. „Sjálf er ég er krumminn!“ segir Ellen Freydís stolt. Tónleikar númer tvö verða í Hannesarholti 5. júlí klukkan 20 (miðar fást á tix.is) og þeir þriðju á föstudag í Frystiklefanum á Rifi klukkan 21. „Svo langar okkur að hafa götutónleika á Lækjartorgi 8. júlí,“ segir Ellen Freydís. „Við höfum gert það í Vínarborg og fengið góðar undirtektir.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira