Sjálf er ég krumminn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 08:00 „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir Ellen Freydís. Fréttablaðið/Ernir Söngkonan Ellen Freydís Martin heldur fyrstu tónleika sína á Íslandi síðan hún flutti til Austurríkis fyrir 25 árum. Saman mynda hún og félagar hennar sveitina Krumma og hina Alpafuglana. „Það er langþráður draumur að rætast hjá mér. Mig hefur alltaf langað að hafa fallega tónleika á Íslandi og bjóða móður minni. Nú er komið að því,“ segir Ellen Freydís Martin með söngkonurödd. Hún er komin frá Austurríki ásamt fjögurra manna sveit til að halda þrenna tónleika á landinu. Þeir fyrstu eru í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun, 4. júlí, klukkan 20. Íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum eru í öndvegi. „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir hún glaðlega. Það er líka þjóðlegt að spyrja um upprunann. Ellen Freydís kveðst næstyngst fimm barna þeirra Agnesar Gestsdóttur og Marteins Jónssonar tannsmiðs, sem flutti hingað til lands sem bandarískur hermaður og hét Donald Luis Martin. „Pabbi lést síðasta haust, svo hann missir af tónleikunum, því miður,“ segir hún. Krummi og hinir Alpafuglarnir.Myndlist heillaði hana í fyrstu og hún lærði grafík en eftir að hún kynntist manni sínum dr. Orthulf Prunner sem var organisti í Háteigskirkju í sextán ár, sneri hún sér að söngnámi bæði hér á landi og í óperudeild Juilliard-háskólans í New York. „Samstarfsfólk mitt í Austurríki langaði líka að heyra eitthvað frá mér og mínu heimalandi, og varð yfir sig hrifið af þessum gömlu lögum okkar, við erum með fiðlu, harmóníku, trommur, lágfiðlu og víólu, auk söngsins og útsettum þau með tilliti til þess.“ Krummi og hinir Alpafuglarnir, kallar hópurinn sig. „Sjálf er ég er krumminn!“ segir Ellen Freydís stolt. Tónleikar númer tvö verða í Hannesarholti 5. júlí klukkan 20 (miðar fást á tix.is) og þeir þriðju á föstudag í Frystiklefanum á Rifi klukkan 21. „Svo langar okkur að hafa götutónleika á Lækjartorgi 8. júlí,“ segir Ellen Freydís. „Við höfum gert það í Vínarborg og fengið góðar undirtektir.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Söngkonan Ellen Freydís Martin heldur fyrstu tónleika sína á Íslandi síðan hún flutti til Austurríkis fyrir 25 árum. Saman mynda hún og félagar hennar sveitina Krumma og hina Alpafuglana. „Það er langþráður draumur að rætast hjá mér. Mig hefur alltaf langað að hafa fallega tónleika á Íslandi og bjóða móður minni. Nú er komið að því,“ segir Ellen Freydís Martin með söngkonurödd. Hún er komin frá Austurríki ásamt fjögurra manna sveit til að halda þrenna tónleika á landinu. Þeir fyrstu eru í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun, 4. júlí, klukkan 20. Íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum eru í öndvegi. „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir hún glaðlega. Það er líka þjóðlegt að spyrja um upprunann. Ellen Freydís kveðst næstyngst fimm barna þeirra Agnesar Gestsdóttur og Marteins Jónssonar tannsmiðs, sem flutti hingað til lands sem bandarískur hermaður og hét Donald Luis Martin. „Pabbi lést síðasta haust, svo hann missir af tónleikunum, því miður,“ segir hún. Krummi og hinir Alpafuglarnir.Myndlist heillaði hana í fyrstu og hún lærði grafík en eftir að hún kynntist manni sínum dr. Orthulf Prunner sem var organisti í Háteigskirkju í sextán ár, sneri hún sér að söngnámi bæði hér á landi og í óperudeild Juilliard-háskólans í New York. „Samstarfsfólk mitt í Austurríki langaði líka að heyra eitthvað frá mér og mínu heimalandi, og varð yfir sig hrifið af þessum gömlu lögum okkar, við erum með fiðlu, harmóníku, trommur, lágfiðlu og víólu, auk söngsins og útsettum þau með tilliti til þess.“ Krummi og hinir Alpafuglarnir, kallar hópurinn sig. „Sjálf er ég er krumminn!“ segir Ellen Freydís stolt. Tónleikar númer tvö verða í Hannesarholti 5. júlí klukkan 20 (miðar fást á tix.is) og þeir þriðju á föstudag í Frystiklefanum á Rifi klukkan 21. „Svo langar okkur að hafa götutónleika á Lækjartorgi 8. júlí,“ segir Ellen Freydís. „Við höfum gert það í Vínarborg og fengið góðar undirtektir.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira