Sér ekki eftir því að hafa staðið upp og sagt frá Benedikt Bóas skrifar 28. febrúar 2018 08:00 „Það besta við þessa #metoo-byltingu er hvað hún er tímasett vel og hún hefði ekki gerst nema vera tímabær. En þá er líka mikilvægt að hlusta á alla og að það séu fjölbreytt sjónarhorn,“ segir Björk í viðtali við Glamour. Silja Magg „Femínismi, ef eitthvað er, þarf að vera sveigjanlegur og opinn, og ekki stífur og harður. Maður má ekki breytast í einhvern bitran krepptan hnefa,“ segir Björk Guðmundsdóttir meðal annars í viðtali við tímaritið Glamour sem kemur í búðir í dag. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri blaðsins, tók viðtalið. Björk prýðir forsíðuna undir myndum frá Silju Magg og ræðir um ýmis málefni, meðal annars um femínisma, kvennabaráttuna, #metoo-byltinguna og hvernig það sé að vera kona í tónlist. Björk bendir á að kynslóð móður hennar hafi háð baráttu sem hennar kynslóð hafi notið góðs af. Hún hafi þó ekki viljað bara öskra, kvarta og kveina heldur einnig framkvæma. „Ég gerði það í 20 ár, var ekkert að kvarta. Það var ekkert auðvelt og ekkert erfitt, það var mikill meðbyr á þessum tíma,“ segir hún og heldur áfram: „Það var réttur jarðvegur sem móðir mín og hennar kynslóð börðust fyrir á undan. Maður fann alveg allt í kring að þetta var í fyrsta sinn sem kona gerði hitt og þetta. En svo byrjaði ég í fyrsta skipti að finna fyrir þessu fyrir 5-6 árum og þá var það frá kynslóðinni sem er á þrítugsaldri núna, fædd í kringum 1990. Þá voru þær að segja við mig: „Af hverju ert þú að láta eins og þetta sé ekkert mál?“ Eins og ég hefði svikið málstaðinn. „Þetta er mál og hættu að láta eins og þetta sé ekkert mál.“ Þá fór ég að hugsa, ég er búin að vera 20 ár að vinna eftir því að trikkið sé að láta eins og þetta sé ekkert mál og svo allt í einu breytist loftslagið og þá verður maður að breytast með.“ Hún bendir á að skömmu eftir að Vulnicura kom út hafi hún farið í viðtal við Pitchfork, sem margir hafa vitnað í síðan. Þá hafi hún skynjað að femínisminn hafði breyst. „Þetta fann ég að gæti breytt einhverju, gæti í alvörunni náð árangri. Og síðan þá hef ég, síðustu 3-4 ár, staðið upp og sagt hluti, ég sé ekkert eftir því.“ Birtist í Fréttablaðinu Björk MeToo Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira
„Femínismi, ef eitthvað er, þarf að vera sveigjanlegur og opinn, og ekki stífur og harður. Maður má ekki breytast í einhvern bitran krepptan hnefa,“ segir Björk Guðmundsdóttir meðal annars í viðtali við tímaritið Glamour sem kemur í búðir í dag. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri blaðsins, tók viðtalið. Björk prýðir forsíðuna undir myndum frá Silju Magg og ræðir um ýmis málefni, meðal annars um femínisma, kvennabaráttuna, #metoo-byltinguna og hvernig það sé að vera kona í tónlist. Björk bendir á að kynslóð móður hennar hafi háð baráttu sem hennar kynslóð hafi notið góðs af. Hún hafi þó ekki viljað bara öskra, kvarta og kveina heldur einnig framkvæma. „Ég gerði það í 20 ár, var ekkert að kvarta. Það var ekkert auðvelt og ekkert erfitt, það var mikill meðbyr á þessum tíma,“ segir hún og heldur áfram: „Það var réttur jarðvegur sem móðir mín og hennar kynslóð börðust fyrir á undan. Maður fann alveg allt í kring að þetta var í fyrsta sinn sem kona gerði hitt og þetta. En svo byrjaði ég í fyrsta skipti að finna fyrir þessu fyrir 5-6 árum og þá var það frá kynslóðinni sem er á þrítugsaldri núna, fædd í kringum 1990. Þá voru þær að segja við mig: „Af hverju ert þú að láta eins og þetta sé ekkert mál?“ Eins og ég hefði svikið málstaðinn. „Þetta er mál og hættu að láta eins og þetta sé ekkert mál.“ Þá fór ég að hugsa, ég er búin að vera 20 ár að vinna eftir því að trikkið sé að láta eins og þetta sé ekkert mál og svo allt í einu breytist loftslagið og þá verður maður að breytast með.“ Hún bendir á að skömmu eftir að Vulnicura kom út hafi hún farið í viðtal við Pitchfork, sem margir hafa vitnað í síðan. Þá hafi hún skynjað að femínisminn hafði breyst. „Þetta fann ég að gæti breytt einhverju, gæti í alvörunni náð árangri. Og síðan þá hef ég, síðustu 3-4 ár, staðið upp og sagt hluti, ég sé ekkert eftir því.“
Birtist í Fréttablaðinu Björk MeToo Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira