„Ég reiknaði ekki með sjóveikinni og ógleðinni (nei, ég er ekki ólétt, bara að æfa snúninga), ekki með blöðrunum, skrefablindunni og bjúgnum (eða voru það kannski Saltabomburnar sem ég úðaði í mig eftir æfingu?).“
Hún segist loksins hafa komist mistakalaust í gegnum æfingu í gær og hafi það verið áttunda æfingin.
„Og þá er ég bara að tala um sporin. Ég á eftir að finna tíguleikann. Sem mér skilst að valsinn snúist um. Vonandi get ég því bægt frá þessari bráðu sköflungabólgu sem mér sýndist í gær að gæti þurft að heltaka mig svo ég gæti dregið mig út úr keppni og haldið haus. Ég vona að ég komist allavega í gegnum sporin í sjónvarpinu eftir 10 daga. Þótt það verði með þjáningarfullum einbeitingarsvip. Ég lofa allavega engu um tignarlegar handahreyfingar og snarpa höfuðsnúninga.“