Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2018 06:00 "Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir Sigurður Örn Hektorsson yfirlæknir og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. Fréttablaðið/Sigtryggur ari „Sístækkandi hópur fólks sem misnotar róandi ávanabindandi lyf og sterk verkjalyf er áhyggjuefni. Fólk þróar fljótt með sér vanabindingu í lyfin,“ segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Sigurður Örn greinir ákveðna þróun í neyslu vímugjafa. Aukinni neyslu á harðari vímugjöfum fylgi ofnotkun á róandi lyfjum. „Við sjáum vaxandi sprautuneyslu hjá yngra fólki á síðustu misserum og meiri neyslu harðari vímuefna á borð við kókaín, amfetamín og rítalín,“ segir hann. „Aukningunni fylgir ofnotkun á róandi lyfjum, það er töluvert breytt mynstur sem við sjáum sem þarf að bregðast strax við.“ Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja.Sjá einnig: Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Sigurður Örn er meðal sérfræðinga í starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra um gerð tillagna til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópurinn skilaði tillögum í níu liðum í lok maí. Meðal annars lagði starfshópurinn til að aðgangur að ávanabindandi lyfjum yrði takmarkaður, fræðsla aukin bæði hjá fagstéttum og almenningi og eftirlit hert með ávísanavenjum lækna. „Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir hann og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. „Við skerum okkur úr meðal þjóða hvað varðar mikla lyfjanotkun. Hér hafa skapast væntingar um lyf sem alhliða lausn,“ segir Sigurður Örn. „Þegar slíkar væntingar eru ráðandi og mikið magn lyfjanna í umferð eykst hættan á rangri notkun þeirra,“ segir hann. „Við þurfum nauðsynlega að opna umræðuna um þessi lyf og lyfjamenningu. Ég starfaði lengi sem heimilislæknir og það er mikill þrýstingur á lækna að skrifa út þessi lyf,“ segir hann. „Við þurfum að gæta að góðum meðferðarúrræðum fyrir þá sem glíma við fíkn. Í Bandaríkjunum hefur verið mikil herferð gegn ópíóðalyfjum og lyfjaávísunum. Þeir hafa náð umtalsverðum árangri. En á sama tíma eru dauðsföll vegna ólöglegra lyfja fleiri,“ segir Sigurður Örn. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Sístækkandi hópur fólks sem misnotar róandi ávanabindandi lyf og sterk verkjalyf er áhyggjuefni. Fólk þróar fljótt með sér vanabindingu í lyfin,“ segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Sigurður Örn greinir ákveðna þróun í neyslu vímugjafa. Aukinni neyslu á harðari vímugjöfum fylgi ofnotkun á róandi lyfjum. „Við sjáum vaxandi sprautuneyslu hjá yngra fólki á síðustu misserum og meiri neyslu harðari vímuefna á borð við kókaín, amfetamín og rítalín,“ segir hann. „Aukningunni fylgir ofnotkun á róandi lyfjum, það er töluvert breytt mynstur sem við sjáum sem þarf að bregðast strax við.“ Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja.Sjá einnig: Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Sigurður Örn er meðal sérfræðinga í starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra um gerð tillagna til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópurinn skilaði tillögum í níu liðum í lok maí. Meðal annars lagði starfshópurinn til að aðgangur að ávanabindandi lyfjum yrði takmarkaður, fræðsla aukin bæði hjá fagstéttum og almenningi og eftirlit hert með ávísanavenjum lækna. „Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir hann og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. „Við skerum okkur úr meðal þjóða hvað varðar mikla lyfjanotkun. Hér hafa skapast væntingar um lyf sem alhliða lausn,“ segir Sigurður Örn. „Þegar slíkar væntingar eru ráðandi og mikið magn lyfjanna í umferð eykst hættan á rangri notkun þeirra,“ segir hann. „Við þurfum nauðsynlega að opna umræðuna um þessi lyf og lyfjamenningu. Ég starfaði lengi sem heimilislæknir og það er mikill þrýstingur á lækna að skrifa út þessi lyf,“ segir hann. „Við þurfum að gæta að góðum meðferðarúrræðum fyrir þá sem glíma við fíkn. Í Bandaríkjunum hefur verið mikil herferð gegn ópíóðalyfjum og lyfjaávísunum. Þeir hafa náð umtalsverðum árangri. En á sama tíma eru dauðsföll vegna ólöglegra lyfja fleiri,“ segir Sigurður Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00
Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent