Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 17:38 Ragnar Þór Pétursson á kennaraþinginu í dag. vísir/vilhelm Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. Ragnar Þór tók við sem formaður Kennarasambandsins á þinginu í dag. Greidd voru atkvæði um þingsályktunartillöguna og féllu þau þannig að 94 greiddu atkvæði með því að vísa tillögunni frá, 78 greiddu atkvæði gegn því og sex sátu hjá. Áskorunin sneri að því að Ragnar tæki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fengi endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona jafnréttisnefndar KÍ, fór fyrir hópi kvenna sem lagði tillöguna fram. Hún segir að það hafi verið opnað fyrir umræður um ályktunina og að stuðningsfólk Ragnars Þórs hefði farið mikinn í ræðustól. Þingfulltrúi hafi svo lagt fram frávísunartillögu og voru greidd atkvæði um það sem fóru eins og áður segir á þann veg að ályktuninni um áskorunina var vísað frá. Hún segir að það hafi komið sér á óvart að frávísunartillaga skyldi lögð fram. „Já, ég hélt að þingfulltrúar vildu greiða atkvæði um ályktunina og láta þá stuðning sinn við ástandið eins og það er í ljós með því að greiða atkvæði gegn ályktuninni. En svo ákvað fólk að það vildi ekki taka afstöðu til ályktunarinnar. Ég held að það sé klofningur vegna þessa og í afstöðunni til hans. Þetta er ekki friðvænlegt,“ segir Hanna Björg. Hún segir að konurnar sem lögðu þingsályktunina séu jafn ósáttar nú sem áður. Þá segist hún vita að það sé hópur kjósenda Ragnars Þórs sem myndu ekki kjósa hann aftur ef gengið yrði aftur til kosninga um formann KÍ.Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn hennar breytt þar sem fyrri fyrirsögn „Áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi“ var ekki efnislega rétt. Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. Ragnar Þór tók við sem formaður Kennarasambandsins á þinginu í dag. Greidd voru atkvæði um þingsályktunartillöguna og féllu þau þannig að 94 greiddu atkvæði með því að vísa tillögunni frá, 78 greiddu atkvæði gegn því og sex sátu hjá. Áskorunin sneri að því að Ragnar tæki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fengi endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona jafnréttisnefndar KÍ, fór fyrir hópi kvenna sem lagði tillöguna fram. Hún segir að það hafi verið opnað fyrir umræður um ályktunina og að stuðningsfólk Ragnars Þórs hefði farið mikinn í ræðustól. Þingfulltrúi hafi svo lagt fram frávísunartillögu og voru greidd atkvæði um það sem fóru eins og áður segir á þann veg að ályktuninni um áskorunina var vísað frá. Hún segir að það hafi komið sér á óvart að frávísunartillaga skyldi lögð fram. „Já, ég hélt að þingfulltrúar vildu greiða atkvæði um ályktunina og láta þá stuðning sinn við ástandið eins og það er í ljós með því að greiða atkvæði gegn ályktuninni. En svo ákvað fólk að það vildi ekki taka afstöðu til ályktunarinnar. Ég held að það sé klofningur vegna þessa og í afstöðunni til hans. Þetta er ekki friðvænlegt,“ segir Hanna Björg. Hún segir að konurnar sem lögðu þingsályktunina séu jafn ósáttar nú sem áður. Þá segist hún vita að það sé hópur kjósenda Ragnars Þórs sem myndu ekki kjósa hann aftur ef gengið yrði aftur til kosninga um formann KÍ.Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn hennar breytt þar sem fyrri fyrirsögn „Áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi“ var ekki efnislega rétt.
Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32