Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. apríl 2018 22:00 Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. Ein þeirra sem lögðu tillöguna fram spáir því að ófriður muni ríkja um embættið. Fimm kennarar lögðu fram ályktun á þingi Kennarasambandsins um að nýr formaður sambandsins tæki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fengi endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Á þingi Kennarasambandsins í dag kom fram frávísunartillaga um að ályktuninni yrði vísað frá og í atkvæðagreiðslu um málið féllu atkvæðu þannig að að 94 greiddu atkvæði með því að ályktuninni frá, 78 greiddu atkvæði gegn því og sex sátu hjá. Nýr formaður fagnar því að málinu hafi verið vísað frá. „Ég mun gera mitt ítrasta til þess að sýna þeirri afstöðu virðingu sem síðasta atkvæðagreiðslan snerist um. Ég heyrði þetta alveg. Ég skil ykkur alveg. Þið hafið alveg lög að mæla og ég mun leggja mig allan fram um að taka þann bardaga með ykkur sem þið brennið fyrir og birtist í þessum, ja, hvað skal segja, átökum,“ sagði Ragnar Þór í ræðu sinni í dag. Og hann ræddi um ábyrgð fjölmiðla. „Ég verð samt að skamma fjölmiðla. Menntun er undirstaða alls í samfélaginu og þið komið bara hlaupandi þegar það er drama,“ sagði Ragnar Þór og uppskar lófaklapp fyrir á þinginu. Forkona jafnréttisnefndar KÍ, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, fór fyrir hópi kvenna sem lagði tillöguna fram. Hún spáir ófriði vegna úrslitanna. „Við eigum eftir að ákveða það en ég held að við munum ekki þegja. Ég myndi spá því að það verði ófriður í kringum embættið og að það verði ófriður í stéttinni,“ sagði Hanna Björg. Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira
Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. Ein þeirra sem lögðu tillöguna fram spáir því að ófriður muni ríkja um embættið. Fimm kennarar lögðu fram ályktun á þingi Kennarasambandsins um að nýr formaður sambandsins tæki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fengi endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Á þingi Kennarasambandsins í dag kom fram frávísunartillaga um að ályktuninni yrði vísað frá og í atkvæðagreiðslu um málið féllu atkvæðu þannig að að 94 greiddu atkvæði með því að ályktuninni frá, 78 greiddu atkvæði gegn því og sex sátu hjá. Nýr formaður fagnar því að málinu hafi verið vísað frá. „Ég mun gera mitt ítrasta til þess að sýna þeirri afstöðu virðingu sem síðasta atkvæðagreiðslan snerist um. Ég heyrði þetta alveg. Ég skil ykkur alveg. Þið hafið alveg lög að mæla og ég mun leggja mig allan fram um að taka þann bardaga með ykkur sem þið brennið fyrir og birtist í þessum, ja, hvað skal segja, átökum,“ sagði Ragnar Þór í ræðu sinni í dag. Og hann ræddi um ábyrgð fjölmiðla. „Ég verð samt að skamma fjölmiðla. Menntun er undirstaða alls í samfélaginu og þið komið bara hlaupandi þegar það er drama,“ sagði Ragnar Þór og uppskar lófaklapp fyrir á þinginu. Forkona jafnréttisnefndar KÍ, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, fór fyrir hópi kvenna sem lagði tillöguna fram. Hún spáir ófriði vegna úrslitanna. „Við eigum eftir að ákveða það en ég held að við munum ekki þegja. Ég myndi spá því að það verði ófriður í kringum embættið og að það verði ófriður í stéttinni,“ sagði Hanna Björg.
Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira
Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38
Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32