Íslendingi bjargað úr sjávarháska undan ströndum Noregs Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 22:33 Sigurður Hjaltested var á veiðum á bátnum sínum Nero undan ströndum norska bæjarins Mehamn þegar ógæfan dundi yfir. Google Maps. „Þetta er í lagi meðan maður kemst sjálfur heill á húfi í burtu, hitt er bara bátur sem er veraldlegur hlutur,“ segir sjómaðurinn Sigurður Hjaltested sem var bjargað úr sjónum undan ströndum norska bæjarins Mehamn í kvöld. Greint var fyrst frá málinu hér á landi á vef Mbl en fjallað var um málið og rætt við Sigurð á norska vefnum iFinnmark. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi verið við veiðar þegar hann fékk öldu yfir bátinn. Sigurður segir hátt handrið á afturhluta bátsins. Sjóraufarnar sem hleypa vatni út af dekkinu fóru undir sjó og því fylltist afturhluti bátsins af sjó sem varð til þess að hann fór á hliðina.Henti sér í sjóinn Sigurður hringdi í félaga sinn Kjartan Jóhannsson og bað hann um að útvega sér númer um borð í björgunarbát sem er nýkominn á miðin. Fimm mínútum eftir það símtal var Sigurður kominn í sjóinn. „Ég reyndi ekki að fara niður í káetu til að ná í blautgallann. Ég fór bara beint út á dekk, losaði björgunarbátinn og blés hann upp. Ég fór í björgunarbátinn en þegar ég ætlaði að skera bátinn frá þá fer mastur og keðju, sem heldur krana uppi í bátnum, yfir björgunarbátinn. Það fór því að flæða inn í björgunarbátinn. Til að vera ekki fastur í honum ef eitthvað myndi gerast meira henti ég mér í sjóinn og synti að björgunarhring sem var laus,“ segir Sigurður.Hér má sjá skjáskot af forsíðu norska vefsins iFinnmark sem er með mynd af bát Sigurðar, Nero, á forsíðunni.Skjáskot af vef iFinnmark.Hann segist ekki muna það svo glöggt hversu lengi hann var í sjónum en giskar á um tuttugu mínútur. Hann náði að senda út neyðarkall áður en hann fór í sjóinn og var nálægur bátur snöggur á staðinn og náði áhöfn hans honum upp úr sjónum.Var lagður af stað í land Hann segir veðrið hafa verið ágætt en hann var á leið fyrir horn þar sem er mikið um straumköst. Hann óttaðist þó ekki að honum yrði ekki komið til bjargar. „Nei, ég var tiltölulega nálægt landi og sá að ég gat komið mér í land og var lagður af stað þegar ég sá bátinn koma,“ segir Sigurður. Hann segir fátt annað hafa farið í gegnum huga sér en að koma sér til bjargar. „Adrenalínið kikkar inn og maður er ekki mikið að hugsa um annað en að gera það sem gera þarf til að bjarga sér,“ segir Sigurður sem segir þetta hafa farið eins vel og það gat farið miðað við aðstæður. Hann sjálfur hafi bjargast og þá skipti báturinn ekki miklu máli.Ætlar að kaupa nýjan bát Hann hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 ásamt fjölskyldu sinni og er hvergi nærri hættur á sjó þrátt fyrir þennan háska. „Ég fer beint í það á morgun að kaupa nýjan bát, það er nú ekki flókið,“ segir Sigurður sem segir eiginkonu sína hafa verið fara ánægða að sjá sig þegar hann sneri aftur í land og hann hana. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
„Þetta er í lagi meðan maður kemst sjálfur heill á húfi í burtu, hitt er bara bátur sem er veraldlegur hlutur,“ segir sjómaðurinn Sigurður Hjaltested sem var bjargað úr sjónum undan ströndum norska bæjarins Mehamn í kvöld. Greint var fyrst frá málinu hér á landi á vef Mbl en fjallað var um málið og rætt við Sigurð á norska vefnum iFinnmark. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi verið við veiðar þegar hann fékk öldu yfir bátinn. Sigurður segir hátt handrið á afturhluta bátsins. Sjóraufarnar sem hleypa vatni út af dekkinu fóru undir sjó og því fylltist afturhluti bátsins af sjó sem varð til þess að hann fór á hliðina.Henti sér í sjóinn Sigurður hringdi í félaga sinn Kjartan Jóhannsson og bað hann um að útvega sér númer um borð í björgunarbát sem er nýkominn á miðin. Fimm mínútum eftir það símtal var Sigurður kominn í sjóinn. „Ég reyndi ekki að fara niður í káetu til að ná í blautgallann. Ég fór bara beint út á dekk, losaði björgunarbátinn og blés hann upp. Ég fór í björgunarbátinn en þegar ég ætlaði að skera bátinn frá þá fer mastur og keðju, sem heldur krana uppi í bátnum, yfir björgunarbátinn. Það fór því að flæða inn í björgunarbátinn. Til að vera ekki fastur í honum ef eitthvað myndi gerast meira henti ég mér í sjóinn og synti að björgunarhring sem var laus,“ segir Sigurður.Hér má sjá skjáskot af forsíðu norska vefsins iFinnmark sem er með mynd af bát Sigurðar, Nero, á forsíðunni.Skjáskot af vef iFinnmark.Hann segist ekki muna það svo glöggt hversu lengi hann var í sjónum en giskar á um tuttugu mínútur. Hann náði að senda út neyðarkall áður en hann fór í sjóinn og var nálægur bátur snöggur á staðinn og náði áhöfn hans honum upp úr sjónum.Var lagður af stað í land Hann segir veðrið hafa verið ágætt en hann var á leið fyrir horn þar sem er mikið um straumköst. Hann óttaðist þó ekki að honum yrði ekki komið til bjargar. „Nei, ég var tiltölulega nálægt landi og sá að ég gat komið mér í land og var lagður af stað þegar ég sá bátinn koma,“ segir Sigurður. Hann segir fátt annað hafa farið í gegnum huga sér en að koma sér til bjargar. „Adrenalínið kikkar inn og maður er ekki mikið að hugsa um annað en að gera það sem gera þarf til að bjarga sér,“ segir Sigurður sem segir þetta hafa farið eins vel og það gat farið miðað við aðstæður. Hann sjálfur hafi bjargast og þá skipti báturinn ekki miklu máli.Ætlar að kaupa nýjan bát Hann hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 ásamt fjölskyldu sinni og er hvergi nærri hættur á sjó þrátt fyrir þennan háska. „Ég fer beint í það á morgun að kaupa nýjan bát, það er nú ekki flókið,“ segir Sigurður sem segir eiginkonu sína hafa verið fara ánægða að sjá sig þegar hann sneri aftur í land og hann hana.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira