Íslendingi bjargað úr sjávarháska undan ströndum Noregs Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 22:33 Sigurður Hjaltested var á veiðum á bátnum sínum Nero undan ströndum norska bæjarins Mehamn þegar ógæfan dundi yfir. Google Maps. „Þetta er í lagi meðan maður kemst sjálfur heill á húfi í burtu, hitt er bara bátur sem er veraldlegur hlutur,“ segir sjómaðurinn Sigurður Hjaltested sem var bjargað úr sjónum undan ströndum norska bæjarins Mehamn í kvöld. Greint var fyrst frá málinu hér á landi á vef Mbl en fjallað var um málið og rætt við Sigurð á norska vefnum iFinnmark. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi verið við veiðar þegar hann fékk öldu yfir bátinn. Sigurður segir hátt handrið á afturhluta bátsins. Sjóraufarnar sem hleypa vatni út af dekkinu fóru undir sjó og því fylltist afturhluti bátsins af sjó sem varð til þess að hann fór á hliðina.Henti sér í sjóinn Sigurður hringdi í félaga sinn Kjartan Jóhannsson og bað hann um að útvega sér númer um borð í björgunarbát sem er nýkominn á miðin. Fimm mínútum eftir það símtal var Sigurður kominn í sjóinn. „Ég reyndi ekki að fara niður í káetu til að ná í blautgallann. Ég fór bara beint út á dekk, losaði björgunarbátinn og blés hann upp. Ég fór í björgunarbátinn en þegar ég ætlaði að skera bátinn frá þá fer mastur og keðju, sem heldur krana uppi í bátnum, yfir björgunarbátinn. Það fór því að flæða inn í björgunarbátinn. Til að vera ekki fastur í honum ef eitthvað myndi gerast meira henti ég mér í sjóinn og synti að björgunarhring sem var laus,“ segir Sigurður.Hér má sjá skjáskot af forsíðu norska vefsins iFinnmark sem er með mynd af bát Sigurðar, Nero, á forsíðunni.Skjáskot af vef iFinnmark.Hann segist ekki muna það svo glöggt hversu lengi hann var í sjónum en giskar á um tuttugu mínútur. Hann náði að senda út neyðarkall áður en hann fór í sjóinn og var nálægur bátur snöggur á staðinn og náði áhöfn hans honum upp úr sjónum.Var lagður af stað í land Hann segir veðrið hafa verið ágætt en hann var á leið fyrir horn þar sem er mikið um straumköst. Hann óttaðist þó ekki að honum yrði ekki komið til bjargar. „Nei, ég var tiltölulega nálægt landi og sá að ég gat komið mér í land og var lagður af stað þegar ég sá bátinn koma,“ segir Sigurður. Hann segir fátt annað hafa farið í gegnum huga sér en að koma sér til bjargar. „Adrenalínið kikkar inn og maður er ekki mikið að hugsa um annað en að gera það sem gera þarf til að bjarga sér,“ segir Sigurður sem segir þetta hafa farið eins vel og það gat farið miðað við aðstæður. Hann sjálfur hafi bjargast og þá skipti báturinn ekki miklu máli.Ætlar að kaupa nýjan bát Hann hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 ásamt fjölskyldu sinni og er hvergi nærri hættur á sjó þrátt fyrir þennan háska. „Ég fer beint í það á morgun að kaupa nýjan bát, það er nú ekki flókið,“ segir Sigurður sem segir eiginkonu sína hafa verið fara ánægða að sjá sig þegar hann sneri aftur í land og hann hana. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
„Þetta er í lagi meðan maður kemst sjálfur heill á húfi í burtu, hitt er bara bátur sem er veraldlegur hlutur,“ segir sjómaðurinn Sigurður Hjaltested sem var bjargað úr sjónum undan ströndum norska bæjarins Mehamn í kvöld. Greint var fyrst frá málinu hér á landi á vef Mbl en fjallað var um málið og rætt við Sigurð á norska vefnum iFinnmark. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi verið við veiðar þegar hann fékk öldu yfir bátinn. Sigurður segir hátt handrið á afturhluta bátsins. Sjóraufarnar sem hleypa vatni út af dekkinu fóru undir sjó og því fylltist afturhluti bátsins af sjó sem varð til þess að hann fór á hliðina.Henti sér í sjóinn Sigurður hringdi í félaga sinn Kjartan Jóhannsson og bað hann um að útvega sér númer um borð í björgunarbát sem er nýkominn á miðin. Fimm mínútum eftir það símtal var Sigurður kominn í sjóinn. „Ég reyndi ekki að fara niður í káetu til að ná í blautgallann. Ég fór bara beint út á dekk, losaði björgunarbátinn og blés hann upp. Ég fór í björgunarbátinn en þegar ég ætlaði að skera bátinn frá þá fer mastur og keðju, sem heldur krana uppi í bátnum, yfir björgunarbátinn. Það fór því að flæða inn í björgunarbátinn. Til að vera ekki fastur í honum ef eitthvað myndi gerast meira henti ég mér í sjóinn og synti að björgunarhring sem var laus,“ segir Sigurður.Hér má sjá skjáskot af forsíðu norska vefsins iFinnmark sem er með mynd af bát Sigurðar, Nero, á forsíðunni.Skjáskot af vef iFinnmark.Hann segist ekki muna það svo glöggt hversu lengi hann var í sjónum en giskar á um tuttugu mínútur. Hann náði að senda út neyðarkall áður en hann fór í sjóinn og var nálægur bátur snöggur á staðinn og náði áhöfn hans honum upp úr sjónum.Var lagður af stað í land Hann segir veðrið hafa verið ágætt en hann var á leið fyrir horn þar sem er mikið um straumköst. Hann óttaðist þó ekki að honum yrði ekki komið til bjargar. „Nei, ég var tiltölulega nálægt landi og sá að ég gat komið mér í land og var lagður af stað þegar ég sá bátinn koma,“ segir Sigurður. Hann segir fátt annað hafa farið í gegnum huga sér en að koma sér til bjargar. „Adrenalínið kikkar inn og maður er ekki mikið að hugsa um annað en að gera það sem gera þarf til að bjarga sér,“ segir Sigurður sem segir þetta hafa farið eins vel og það gat farið miðað við aðstæður. Hann sjálfur hafi bjargast og þá skipti báturinn ekki miklu máli.Ætlar að kaupa nýjan bát Hann hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 ásamt fjölskyldu sinni og er hvergi nærri hættur á sjó þrátt fyrir þennan háska. „Ég fer beint í það á morgun að kaupa nýjan bát, það er nú ekki flókið,“ segir Sigurður sem segir eiginkonu sína hafa verið fara ánægða að sjá sig þegar hann sneri aftur í land og hann hana.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira