Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Benedikt Bóas skrifar 10. júlí 2018 06:00 Haukur Harðarson og Guðmundur Benediktsson hafa skilað mótinu heim í stofu landsmanna með sóma. Guðmundur sest á bekkinn eftir undanúrslitin en hann er þekktasti íþróttalýsir landsins fyrr og síðar Vísir/Getty Haukur Harðarson mun lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Bjarni Guðjónsson mun lýsa með honum en gestastofan yfir úrslitaleiknum er í örlitlu limbói því Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið boðið hlutverk knattspyrnuspekings erlendis. Eiður hefur staðið sig vel sem knattspyrnuspekingur og talar auk þess fjölmörg tungumál reiprennandi. Það kemur því ekki á óvart að erlendar stöðvar falist eftir kröftum hans. Haukur segist stoltur af því að fá að lýsa úrslitaleiknum og segir að undirbúningur sé mótið sjálft. „Maður hefur horft á hvern einasta leik og maður trúir varla að maður sé í vinnunni, þetta er búið að vera það skemmtilegt. Ég hef stundum sagt að þetta sé eins og að læra undir próf í fagi sem maður kann mikið um fyrir. Það þarf að kafa svolítið djúpt og vera með fullt af punktum og fróðleik sem maður notar ekki nema að litlum hluta. Ég er yfirleitt með fleiri punkta en ég sé fram á að nota.“ Bjarni og Haukur hafa áður lýst saman og myndað gott lýsingarteymi. „Með þessu er verið að stækka útsendinguna og gera hana hátíðlegri.“ Haukur segir að hann muni vera mættur til vinnu snemma á sunnudag til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn. „Ég held að ég fari í heita sturtu og fái mér jafnvel te með hunangi, eitthvað sem ég geri aldrei. Aðeins að mýkja röddina. Álagsmeiðslin koma víða fram,“ segir hann og hlær. Hauki er boðið í brúðkaup á laugardag og ætlar hann að haga sér vel. Vera kominn snemma heim enda ekki í boði að mæta illa fyrirkallaður í svona útsendingu. „Ég verð rólegur og á bíl,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Haukur Harðarson mun lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Bjarni Guðjónsson mun lýsa með honum en gestastofan yfir úrslitaleiknum er í örlitlu limbói því Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið boðið hlutverk knattspyrnuspekings erlendis. Eiður hefur staðið sig vel sem knattspyrnuspekingur og talar auk þess fjölmörg tungumál reiprennandi. Það kemur því ekki á óvart að erlendar stöðvar falist eftir kröftum hans. Haukur segist stoltur af því að fá að lýsa úrslitaleiknum og segir að undirbúningur sé mótið sjálft. „Maður hefur horft á hvern einasta leik og maður trúir varla að maður sé í vinnunni, þetta er búið að vera það skemmtilegt. Ég hef stundum sagt að þetta sé eins og að læra undir próf í fagi sem maður kann mikið um fyrir. Það þarf að kafa svolítið djúpt og vera með fullt af punktum og fróðleik sem maður notar ekki nema að litlum hluta. Ég er yfirleitt með fleiri punkta en ég sé fram á að nota.“ Bjarni og Haukur hafa áður lýst saman og myndað gott lýsingarteymi. „Með þessu er verið að stækka útsendinguna og gera hana hátíðlegri.“ Haukur segir að hann muni vera mættur til vinnu snemma á sunnudag til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn. „Ég held að ég fari í heita sturtu og fái mér jafnvel te með hunangi, eitthvað sem ég geri aldrei. Aðeins að mýkja röddina. Álagsmeiðslin koma víða fram,“ segir hann og hlær. Hauki er boðið í brúðkaup á laugardag og ætlar hann að haga sér vel. Vera kominn snemma heim enda ekki í boði að mæta illa fyrirkallaður í svona útsendingu. „Ég verð rólegur og á bíl,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“