17 ára fluttur á sjúkrahús vegna fíkniefnaneyslu Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2018 08:05 Lögreglan sinnti fjölda verkefna í gær og nótt. Vísir/Eyþór Lögreglan sinnti fjölmörgum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Á sjöunda tímanum í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás við Austurberg. Þar hafði maður verið laminn í höfuðið með áhaldi og fór gerandi af vettvangi. Í dagbók lögreglu kemur fram að vitað sé hver gerandinn er og að málið sé í rannsókn. Á áttunda tímanum í gærkvöldi barst tilkynning um unga drengi sem voru sagðir skemma bifreiðar í Fossvogi með því að ganga og hoppa á þeim, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var kona í annarlegu ástandi handtekin á hótelbar við Ármúla þar sem hún var hafði áreitt gesti. Var hún vistuð í fangageymslu lögreglu meðan ástand hennar lagast. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ungur maður handtekinn í Breiðholti þar sem hann var fastur í lyftu og búinn að skemma hana. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans lagast. Rétt eftir klukkan ellefu barst tilkynning um eld við útidyrahurð kjallaraíbúðar í Hafnarfirði. Búið var ða slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn var í pappakössum við innganginn og eldsupptökin talin vera frá sígarettu. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um sautján ára pilt í öndunarörðugleikum vegna fíkniefnaneyslu. Var maðurinn fluttur í sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Lögreglan segir manninn hafa verið í fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem lögreglan hafði handtekið ungan mann í slæmu ástandi tæpri klukkustund áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt barst lögreglu tilkynning um eld í bifreið við Skarfagarða og var slökkvilið sent á vettvang. Um svipað leyti var ölvaður maður handtekinn í Austurstræti grunaður um líkamsárás. Lögreglumenn horfðu á þegar maðurinn sló dyravörð í andlitið. Var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp við Huldubraut. Þar hafði bifreið verið ekið á grindverk og inn í garð. Fjórir menn voru á vettvangi en lögreglan handtók þá alla vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Lögreglan sinnti fjölmörgum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Á sjöunda tímanum í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás við Austurberg. Þar hafði maður verið laminn í höfuðið með áhaldi og fór gerandi af vettvangi. Í dagbók lögreglu kemur fram að vitað sé hver gerandinn er og að málið sé í rannsókn. Á áttunda tímanum í gærkvöldi barst tilkynning um unga drengi sem voru sagðir skemma bifreiðar í Fossvogi með því að ganga og hoppa á þeim, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var kona í annarlegu ástandi handtekin á hótelbar við Ármúla þar sem hún var hafði áreitt gesti. Var hún vistuð í fangageymslu lögreglu meðan ástand hennar lagast. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ungur maður handtekinn í Breiðholti þar sem hann var fastur í lyftu og búinn að skemma hana. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans lagast. Rétt eftir klukkan ellefu barst tilkynning um eld við útidyrahurð kjallaraíbúðar í Hafnarfirði. Búið var ða slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn var í pappakössum við innganginn og eldsupptökin talin vera frá sígarettu. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um sautján ára pilt í öndunarörðugleikum vegna fíkniefnaneyslu. Var maðurinn fluttur í sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Lögreglan segir manninn hafa verið í fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem lögreglan hafði handtekið ungan mann í slæmu ástandi tæpri klukkustund áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt barst lögreglu tilkynning um eld í bifreið við Skarfagarða og var slökkvilið sent á vettvang. Um svipað leyti var ölvaður maður handtekinn í Austurstræti grunaður um líkamsárás. Lögreglumenn horfðu á þegar maðurinn sló dyravörð í andlitið. Var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp við Huldubraut. Þar hafði bifreið verið ekið á grindverk og inn í garð. Fjórir menn voru á vettvangi en lögreglan handtók þá alla vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira