Ólína fagnar nýjum áratug á Suðurlandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2018 11:00 Útivist, hundar og hestar eru helstu áhugamál Ólínu sem er á útkallslista hjá Landsbjörg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ég er komin í borgina og með annan fótinn út úr henni aftur,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem er sextug í dag. „Við hjónin fluttum búferlum frá Ísafirði í fyrrahaust en nú var maðurinn minn að ráða sig sem kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Ég er bara í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er.“ Ólína er dóttir Þorvarðar Kjerúlf Þorsteinssonar og Magdalenu Thoroddsen. Hún kveðst hafa slitið barnsskónum í Reykjavík og gengið í Hlíðaskóla. „Ég flutti á Ísafjörð fjórtán ára þegar pabbi var ráðinn þar sýslumaður. Svo gekk ég í Menntaskólann á Ísafirði og kynntist þar manninum mínum. Við vorum einn vetur á Húsavík eftir stúdentspróf, kenndum þar einn vetur og fórum svo í háskólanám til Reykjavíkur. Fluttum vestur aftur 2001 þegar ég var ráðin skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Svo varð ég alþingismaður 2009. Eftir að þingmennskunni lauk fluttum við suður. Þetta hefur verið svona kaflaskipt hjá okkur.“ Eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson sagnfræðingur og á Laugarvatni ætlar hann að kenna sögu og félagsgreinar, að sögn Ólínu. Sjálf er hún að skoða elstu heimildir um íslenskar lækningar og vonar að niðurstöður rannsóknar hennar líti dagsins ljós, í formi bókar, innan tíðar. En hver eru helstu áhugamálin fyrir utan fræðin? „Útivist, hundar og hestar. Ég og björgunarhundurinn minn hann Skutull höfum verið leitarteymi á útkallslista Landsbjargar í fjöldamörg ár. Eigum að baki eitthvað á fimmta tug útkalla og mörg hundruð æfinga. Eftir að ég hætti í hestamennskunni fór ég í hundana, eins og ég orða það stundum. Svo er tónlistin mikill gleðigjafi í mínu lífi og ég syng í kvennakórnum Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar.Ætlarðu að halda upp á afmælið? „Já, ég held upp á það á föstudagskvöldið með nánum vinum og samstarfsfólki, svo það teiti verður afstaðið þegar þetta viðtal birtist. En ég ætla á tónleika að kvöldi afmælisdagsins (í kvöld) með eiginmanninum. Við ætlum að hlusta á Helga Björns, skólabróður okkar, eins og fleiri Ísfirðingar sem munu fjölmenna þangað. Auk þess verður sennilega lítið kökuboð fyrir barnabörnin um helgina, svo þau fái líka afmælisveislu með ömmu sinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Ég er komin í borgina og með annan fótinn út úr henni aftur,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem er sextug í dag. „Við hjónin fluttum búferlum frá Ísafirði í fyrrahaust en nú var maðurinn minn að ráða sig sem kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Ég er bara í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er.“ Ólína er dóttir Þorvarðar Kjerúlf Þorsteinssonar og Magdalenu Thoroddsen. Hún kveðst hafa slitið barnsskónum í Reykjavík og gengið í Hlíðaskóla. „Ég flutti á Ísafjörð fjórtán ára þegar pabbi var ráðinn þar sýslumaður. Svo gekk ég í Menntaskólann á Ísafirði og kynntist þar manninum mínum. Við vorum einn vetur á Húsavík eftir stúdentspróf, kenndum þar einn vetur og fórum svo í háskólanám til Reykjavíkur. Fluttum vestur aftur 2001 þegar ég var ráðin skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Svo varð ég alþingismaður 2009. Eftir að þingmennskunni lauk fluttum við suður. Þetta hefur verið svona kaflaskipt hjá okkur.“ Eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson sagnfræðingur og á Laugarvatni ætlar hann að kenna sögu og félagsgreinar, að sögn Ólínu. Sjálf er hún að skoða elstu heimildir um íslenskar lækningar og vonar að niðurstöður rannsóknar hennar líti dagsins ljós, í formi bókar, innan tíðar. En hver eru helstu áhugamálin fyrir utan fræðin? „Útivist, hundar og hestar. Ég og björgunarhundurinn minn hann Skutull höfum verið leitarteymi á útkallslista Landsbjargar í fjöldamörg ár. Eigum að baki eitthvað á fimmta tug útkalla og mörg hundruð æfinga. Eftir að ég hætti í hestamennskunni fór ég í hundana, eins og ég orða það stundum. Svo er tónlistin mikill gleðigjafi í mínu lífi og ég syng í kvennakórnum Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar.Ætlarðu að halda upp á afmælið? „Já, ég held upp á það á föstudagskvöldið með nánum vinum og samstarfsfólki, svo það teiti verður afstaðið þegar þetta viðtal birtist. En ég ætla á tónleika að kvöldi afmælisdagsins (í kvöld) með eiginmanninum. Við ætlum að hlusta á Helga Björns, skólabróður okkar, eins og fleiri Ísfirðingar sem munu fjölmenna þangað. Auk þess verður sennilega lítið kökuboð fyrir barnabörnin um helgina, svo þau fái líka afmælisveislu með ömmu sinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira