Skiptar skoðanir Vesturbæinga á Októberfest: Stúdentaráð segist gera allt sem það getur til þess að takmarka hávaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2018 21:43 Októberfest er hátíð haldin í Vatnsmýrinni af Stúdentaráði Háskóla Íslands. VÍSIR/Andri Marinó Nokkurrar óánægju hefur gætt í Facebook-hópnum Vesturbærinn, sem er hópur ætlaður íbúum Vesturbæjarins og vettvangur fyrir ýmiskonar umræðu um hann, vegna tónlistarhátíðarinnar Októberfest, sem haldin er á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þykir sumum íbúum í grennd við Vatnsmýrina, hvar hátíðin er haldin, hávaðinn frá viðburðinum of mikill, auk þess sem hann standi yfir of lengi inn í nóttina. Þó eru ekki allir Vesturbæingar á einu máli um skaðsemi hátíðarinnar og líflegar umræður hafa skapast innan hópsins. Þá benda sumir á að hávaði frá skemmtanahaldi sé fylgifiskur þess að búa í borg, á meðan aðrir telja hátíðina ganga þvert gegn lögbundinni næturró. SHÍ fékk fyrir hátíðina skemmtanaleyfi til klukkan eitt aðfararnótt föstudags og til klukkan þrjú aðfararnætur laugar- og sunnudags. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir óánægju sinni með viðburðinn er Sigríður Ásta Árnadóttir, íbúi í Vesturbænum, en í færslu inn á Vesturbæjarhópnum sagði hún Októberfest ítrekað raska svefnfriði Vesturbæinga á ári hverju og að nú væri nóg komið. Þá taldi hún upp þá aðila sem svefnvana íbúar Vesturbæjarins gætu beint kvörtunum sínum til, það voru SHÍ, Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, heilbrigðiseftirlitið og loks lögreglan. Í samtali við fréttastofu segir Sigríður að Októberfest sé stigvaxandi vandamál í hverfunum við Háskóla Íslands. „Á fimmtudagskvöldið var orðið ljóst klukkan 12 að það var ekki smuga að fara að sofa heima hjá mér, þó ég væri búin að setja eyrnatappana í mig þá var bara hægt að syngja með textanum í lögunum, maður heyrði orðaskil. Þá hafði ég samband við lögregluna á samfélagsmiðlum, til þess að spyrja þá út í leyfi fyrir svona partýhöldum langt fram á nótt og annað.“Fékk lítil viðbrögð hjá borginni Sigríður segist hafa fengið þau svör að lögreglan kæmi ekki að veitingu leyfa fyrir hátíðarhöldunum en að hún myndi að sjálfsögðu bregðast við kvörtunum fólks ef um einhvern fjölda kvartana væri að ræða. Þá segir Sigríður að sér hafi verið bent á að hafa samband við Reykjavíkurborg. Sigríður segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá borginni, önnur en þau að kvörtun hennar vegna hávaða frá hátíðinni fram eftir kvöldi væri móttekin. Þá blandaði forseti Stúdentaráðs sér í umræðuna í Facebook-hópnum í gær þar sem hún bað fólk afsökunar á ónæðinu sem hátíðin kunni að hafa valdið íbúum í nágrenninu. Þá sagði hún að hljóðið yrði „dempað“ fyrir næsta kvöld [föstudagskvöld]. Sigríður Ásta segir í samtali við fréttastofu að föstudagskvöldið hefði verið skárra en fimmtudagskvöldið framan af, en að upp úr miðnætti hafi hávaðinn aukist gríðarlega og haldið áfram fram á kvöldið.Margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins hafa troðið upp á Októberfest SHÍ á undanförnum árum. Páll Óskar spilaði m.a. á hátíðinni árið 2014.Vísir/Andri Marinó Ætla að „dempa“ hávaðann Í samtali við fréttastofu segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að SHÍ hafi verið í góðum samskiptum við verktakana sem standa að uppsetningu hátíðarinnar og aðspurð segir hún að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að draga úr hávaða frá hátíðinni, en þær hafi því miður ekki virkað sem skyldi. „Í kvöld [laugardagskvöld] ætlum við að reyna að vera búin fyrr. Við höfum leyfi til þess að vera til þrjú í nótt, en við munum reyna að vera búin fyrr. Það sem Stúdentaráð ætlar svo að gera í kjölfarið er að setjast niður og gera hátíðina upp. Við ætlum að sjá hverjar forsendurnar eru fyrir því að halda áfram að halda hátíðina, með tilliti til staðsetningarinnar.“ Þá bætir Elísabet við að hátíðin hafi verið haldin á sama stað í 16 ár og að íbúum í nágrenninu sé alltaf gerð grein fyrir þeirri truflun sem hátíðin kann að valda og þeir beðnir fyrir fram afsökunar á henni.Miklu er tjaldað til við uppsetningu hátíðarinnar og gestir hennar eru fjölmargir á ári hverju.Vísir/Andri Marinó Stúdentaráði ekki borist neinar kvartanir Elísabet segir einnig að Stúdentaráði hafi ekki borist neinar kvartanir vegna hátíðarinnar og eina óánægjan sem Stúdentaráð hafi fengið veður af væri umræðan í áðurnefndum Facebook-hóp. Þá segist Elísabet ekki hafa frétt af því að neinum kvörtunum hafi verið beint að Háskóla Íslands. Elísabet segir þó að til greina komi að hátíðin verði færð en það sé eitthvað sem meta þurfi eftir hátíðina. „Við þurfum bara að setjast niður með verktökunum og með Háskólanum. Svo munum við að sjálfsögðu taka til greina athugasemdir frá nágrönnum. En eins og ég segi þá hafa okkur ekki borist neinar kvartanir beint til okkar. Það er bara þessi umræða innan þessa Facebooks-hóps og við vildum miðla upplýsingum til fólksins þar og þess vegna ákvað ég að svara umræðunni þar.“ Þá segir Elísabet að skipuleggjendur Októberfest séu í góðum samskiptum við lögregluna. Að lokum segist Elísabet vona að allir skemmti sér vel á síðasta kvöldi Októberfest og að hátíðin fái að halda áfram að blómstra á komandi árum. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Nokkurrar óánægju hefur gætt í Facebook-hópnum Vesturbærinn, sem er hópur ætlaður íbúum Vesturbæjarins og vettvangur fyrir ýmiskonar umræðu um hann, vegna tónlistarhátíðarinnar Októberfest, sem haldin er á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þykir sumum íbúum í grennd við Vatnsmýrina, hvar hátíðin er haldin, hávaðinn frá viðburðinum of mikill, auk þess sem hann standi yfir of lengi inn í nóttina. Þó eru ekki allir Vesturbæingar á einu máli um skaðsemi hátíðarinnar og líflegar umræður hafa skapast innan hópsins. Þá benda sumir á að hávaði frá skemmtanahaldi sé fylgifiskur þess að búa í borg, á meðan aðrir telja hátíðina ganga þvert gegn lögbundinni næturró. SHÍ fékk fyrir hátíðina skemmtanaleyfi til klukkan eitt aðfararnótt föstudags og til klukkan þrjú aðfararnætur laugar- og sunnudags. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir óánægju sinni með viðburðinn er Sigríður Ásta Árnadóttir, íbúi í Vesturbænum, en í færslu inn á Vesturbæjarhópnum sagði hún Októberfest ítrekað raska svefnfriði Vesturbæinga á ári hverju og að nú væri nóg komið. Þá taldi hún upp þá aðila sem svefnvana íbúar Vesturbæjarins gætu beint kvörtunum sínum til, það voru SHÍ, Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, heilbrigðiseftirlitið og loks lögreglan. Í samtali við fréttastofu segir Sigríður að Októberfest sé stigvaxandi vandamál í hverfunum við Háskóla Íslands. „Á fimmtudagskvöldið var orðið ljóst klukkan 12 að það var ekki smuga að fara að sofa heima hjá mér, þó ég væri búin að setja eyrnatappana í mig þá var bara hægt að syngja með textanum í lögunum, maður heyrði orðaskil. Þá hafði ég samband við lögregluna á samfélagsmiðlum, til þess að spyrja þá út í leyfi fyrir svona partýhöldum langt fram á nótt og annað.“Fékk lítil viðbrögð hjá borginni Sigríður segist hafa fengið þau svör að lögreglan kæmi ekki að veitingu leyfa fyrir hátíðarhöldunum en að hún myndi að sjálfsögðu bregðast við kvörtunum fólks ef um einhvern fjölda kvartana væri að ræða. Þá segir Sigríður að sér hafi verið bent á að hafa samband við Reykjavíkurborg. Sigríður segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá borginni, önnur en þau að kvörtun hennar vegna hávaða frá hátíðinni fram eftir kvöldi væri móttekin. Þá blandaði forseti Stúdentaráðs sér í umræðuna í Facebook-hópnum í gær þar sem hún bað fólk afsökunar á ónæðinu sem hátíðin kunni að hafa valdið íbúum í nágrenninu. Þá sagði hún að hljóðið yrði „dempað“ fyrir næsta kvöld [föstudagskvöld]. Sigríður Ásta segir í samtali við fréttastofu að föstudagskvöldið hefði verið skárra en fimmtudagskvöldið framan af, en að upp úr miðnætti hafi hávaðinn aukist gríðarlega og haldið áfram fram á kvöldið.Margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins hafa troðið upp á Októberfest SHÍ á undanförnum árum. Páll Óskar spilaði m.a. á hátíðinni árið 2014.Vísir/Andri Marinó Ætla að „dempa“ hávaðann Í samtali við fréttastofu segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að SHÍ hafi verið í góðum samskiptum við verktakana sem standa að uppsetningu hátíðarinnar og aðspurð segir hún að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að draga úr hávaða frá hátíðinni, en þær hafi því miður ekki virkað sem skyldi. „Í kvöld [laugardagskvöld] ætlum við að reyna að vera búin fyrr. Við höfum leyfi til þess að vera til þrjú í nótt, en við munum reyna að vera búin fyrr. Það sem Stúdentaráð ætlar svo að gera í kjölfarið er að setjast niður og gera hátíðina upp. Við ætlum að sjá hverjar forsendurnar eru fyrir því að halda áfram að halda hátíðina, með tilliti til staðsetningarinnar.“ Þá bætir Elísabet við að hátíðin hafi verið haldin á sama stað í 16 ár og að íbúum í nágrenninu sé alltaf gerð grein fyrir þeirri truflun sem hátíðin kann að valda og þeir beðnir fyrir fram afsökunar á henni.Miklu er tjaldað til við uppsetningu hátíðarinnar og gestir hennar eru fjölmargir á ári hverju.Vísir/Andri Marinó Stúdentaráði ekki borist neinar kvartanir Elísabet segir einnig að Stúdentaráði hafi ekki borist neinar kvartanir vegna hátíðarinnar og eina óánægjan sem Stúdentaráð hafi fengið veður af væri umræðan í áðurnefndum Facebook-hóp. Þá segist Elísabet ekki hafa frétt af því að neinum kvörtunum hafi verið beint að Háskóla Íslands. Elísabet segir þó að til greina komi að hátíðin verði færð en það sé eitthvað sem meta þurfi eftir hátíðina. „Við þurfum bara að setjast niður með verktökunum og með Háskólanum. Svo munum við að sjálfsögðu taka til greina athugasemdir frá nágrönnum. En eins og ég segi þá hafa okkur ekki borist neinar kvartanir beint til okkar. Það er bara þessi umræða innan þessa Facebooks-hóps og við vildum miðla upplýsingum til fólksins þar og þess vegna ákvað ég að svara umræðunni þar.“ Þá segir Elísabet að skipuleggjendur Októberfest séu í góðum samskiptum við lögregluna. Að lokum segist Elísabet vona að allir skemmti sér vel á síðasta kvöldi Októberfest og að hátíðin fái að halda áfram að blómstra á komandi árum.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira