Viðtalsþættirnir „Between Two Ferns“ er nokkuð ólíkir venjulegum spjallþáttum. Í stað þess að bjóða upp á venjulegt spjall milli þáttarstjórnanda og gests, eins og gengur og gerist yfirleitt í eðlilegum spjallþáttum vestanhafs, skiptast þáttarstjórnandi og viðmælandi á móðgunum og ærumeiðingum í garð hvors annars.
Þátturinn byrjar á nokkuð óþægilegu viðtali við Seinfeld, áður en Cardi B lætur allt í einu sjá sig. Sjáðu þáttinn hér að neðan.