Umframeftirspurn eftir stofnframlögum fyrir ódýrara leiguhúsnæði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 20:00 Umframeftirspurn er eftir stofnframlögum sem ætlað er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga. Íbúðalánasjóður telur að auka þurfi fjármagn til uppbyggingar á leiguhúsnæði en uppbygging þess hefur tafist um allt að eitt ár frá því frá því ríkið fór að bjóða stofnframlög til byggingar á slíku húsnæði. Íbúðalánasjóður annast úthlutun stofnframlaga ríkisins til kaupa eða byggingar á almennum íbúðum til útleigu. „Það eru hugsaðar sem leiguíbúðir fyrir tekju- og eignaminni þar sem það er lögð mikil áhersla á að leiguverð fari að jafnaði ekki yfir 25% af tekjum þeirra sem búa í eigninni,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs hjá Íbúðalánasjóði. Frá upphafi, eða síðla árs 2016, hefur 7,3 milljörðum verið úthlutað til kaupa eða uppbyggingar 1.325 íbúða, þar af tæplega 1.200 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Vesturlandi, 11 á Vestfjörðum, 52 á Norðurlandi, 4 á Austurlandi og 44 á Suðurlandi. Um er að ræða Íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga, íbúðir fyrir öryrkja, sértæk búsetuúrræði fyrir fatlaða og leiguíbúðir þar sem sett eru skilyrði um tekju- og eignamörk. Mikil umframeftirspurn er eftir stofnframlögum en hingað til hefur ekki þurft að synja umsóknum um framlög á grundvelli fjárskorts. Lagt var upp með það að markmiði að byggja 3.200 íbúðir á sjö árum en að sögn Sigrúnar hafa tafir á þeim verkefnum sem hafa fengið úthlutun numið allt að einu ári, meðal annars sökum strangra skipulagsskilmála og skorts á verktökum. Þá sé óvíst hvort fjármagn dugi til að mæta eftirspurn.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá ÍbúðalánasjóðiVísir/skjáskot Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Umframeftirspurn er eftir stofnframlögum sem ætlað er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga. Íbúðalánasjóður telur að auka þurfi fjármagn til uppbyggingar á leiguhúsnæði en uppbygging þess hefur tafist um allt að eitt ár frá því frá því ríkið fór að bjóða stofnframlög til byggingar á slíku húsnæði. Íbúðalánasjóður annast úthlutun stofnframlaga ríkisins til kaupa eða byggingar á almennum íbúðum til útleigu. „Það eru hugsaðar sem leiguíbúðir fyrir tekju- og eignaminni þar sem það er lögð mikil áhersla á að leiguverð fari að jafnaði ekki yfir 25% af tekjum þeirra sem búa í eigninni,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs hjá Íbúðalánasjóði. Frá upphafi, eða síðla árs 2016, hefur 7,3 milljörðum verið úthlutað til kaupa eða uppbyggingar 1.325 íbúða, þar af tæplega 1.200 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Vesturlandi, 11 á Vestfjörðum, 52 á Norðurlandi, 4 á Austurlandi og 44 á Suðurlandi. Um er að ræða Íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga, íbúðir fyrir öryrkja, sértæk búsetuúrræði fyrir fatlaða og leiguíbúðir þar sem sett eru skilyrði um tekju- og eignamörk. Mikil umframeftirspurn er eftir stofnframlögum en hingað til hefur ekki þurft að synja umsóknum um framlög á grundvelli fjárskorts. Lagt var upp með það að markmiði að byggja 3.200 íbúðir á sjö árum en að sögn Sigrúnar hafa tafir á þeim verkefnum sem hafa fengið úthlutun numið allt að einu ári, meðal annars sökum strangra skipulagsskilmála og skorts á verktökum. Þá sé óvíst hvort fjármagn dugi til að mæta eftirspurn.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá ÍbúðalánasjóðiVísir/skjáskot
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira