Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. febrúar 2018 16:30 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það áhætta að skipta út sitjandi borgarfulltrúum fyrir nýtt fólk. Mynd/samsett Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kemur saman á fimmtudag og verður listi uppstillingarnefndar borinn upp til samþykkis. Líkt og greint hefur verið frá mun Eyþór Arnalds leiða listann eftir yfirburðarsigur í leiðtogaprófkjöri flokksins í janúar en heimildir fréttastofu herma að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur muni verma annað sætið hljóti listi uppstillingarnefndar brautargengi. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir verði ekki á lista flokksins fyrir komandi kosningar.Sjá einnig: „Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs“ Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir það mögulega hættuspil fyrir flokkinn ef þau hafi verið sett óviljug til hliðar.Heimildir fréttastofu herma að Hildi Björnsdóttur, lögfræðingi, hafi verið boðið annað sætið.„Það fer auðvitað eftir því á hvaða forsendum þau eru ekki með á listanum,“ segir Grétar. „Ef að þau stigu sjálfviljug til hliðar þarf þetta ekki að þýða svo mikið en hafi þau verið sniðgengin eða ýtt út með einhverjum hætti getur þetta verið hættuspil fyrir flokkinn ef maður er að horfa til kosninganna.“ Hann segir ljóst að Kjartan og Áslaug hafi bakland í flokknum þrátt fyrir yfirburðasigur Eyþórs í prófkjörinu. Hann segir það áhættusamt að taka sitjandi fulltrúa af listanum en hugsanlega höfði þó ný andlit til nýrra kjósenda. Það fari þó allt eftir því hvernig uppstillingin verður þegar hún lítur dagsins ljós á fimmtudaginn. „Maður verður að hafa alla fyrirvara á. Maður hefur ekki séð listann ennþá en það er óneitanlega mikil áhætta að vera ekki með tvo sitjandi borgarfulltrúa á meðal þeirra efstu.“ Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kemur saman á fimmtudag og verður listi uppstillingarnefndar borinn upp til samþykkis. Líkt og greint hefur verið frá mun Eyþór Arnalds leiða listann eftir yfirburðarsigur í leiðtogaprófkjöri flokksins í janúar en heimildir fréttastofu herma að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur muni verma annað sætið hljóti listi uppstillingarnefndar brautargengi. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir verði ekki á lista flokksins fyrir komandi kosningar.Sjá einnig: „Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs“ Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir það mögulega hættuspil fyrir flokkinn ef þau hafi verið sett óviljug til hliðar.Heimildir fréttastofu herma að Hildi Björnsdóttur, lögfræðingi, hafi verið boðið annað sætið.„Það fer auðvitað eftir því á hvaða forsendum þau eru ekki með á listanum,“ segir Grétar. „Ef að þau stigu sjálfviljug til hliðar þarf þetta ekki að þýða svo mikið en hafi þau verið sniðgengin eða ýtt út með einhverjum hætti getur þetta verið hættuspil fyrir flokkinn ef maður er að horfa til kosninganna.“ Hann segir ljóst að Kjartan og Áslaug hafi bakland í flokknum þrátt fyrir yfirburðasigur Eyþórs í prófkjörinu. Hann segir það áhættusamt að taka sitjandi fulltrúa af listanum en hugsanlega höfði þó ný andlit til nýrra kjósenda. Það fari þó allt eftir því hvernig uppstillingin verður þegar hún lítur dagsins ljós á fimmtudaginn. „Maður verður að hafa alla fyrirvara á. Maður hefur ekki séð listann ennþá en það er óneitanlega mikil áhætta að vera ekki með tvo sitjandi borgarfulltrúa á meðal þeirra efstu.“
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira