Formaður Öryrkjabandalagsins sakar stjórnvöld um ruddalega framkomu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 13:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Vísir/hanna Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. Stjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær þar er þess krafist að að þeir fjórir milljarðar sem lofað var að settir yrðu í almannatryggingakerfið til að hefja leiðréttingar á kjörum öryrkja skili sér án tafar. En í annarri umræðu kom fram að framlagið yrði 2,9 milljarða króna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir að ekkert samráð hafi verið við bandalagið um niðurskurðinn. „Okkur finnst þetta harkalegur niðurskurður sem verður milli fyrstu og annarrar fjárlagaumræðu og afar ruddalegt að tala ekki einu sinni við okkur um að þeir væru að hugsa um að draga einn milljarð til baka,“ segir hún. Hún segir örorkulífeyri ekkert hækka í nýjum tillögum. „Við erum með tæpar 239 þúsund krónur í örorkulífeyrir á mánuði fyrir skatt. Samkvæmt núverandi tillögum hækkar þessi upphæð ekkert því gert er ráð fyrir svipaðri verðbólgu og nemur hækkun uppá 3,6%. Stjórnvöld setja svo inn 2,9 milljarða króna í málaflokkin sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. Ekkert er vitað um hvenær sú kerfisbreyting verður. Að mínu viti áttu þessir peningar að fara í að draga úr skerðingum eins og krónu á móti krónu,“ segir Þuríður. Bjarni Benediktsson sagði í ræðu á Alþingi í gær að verið væri að hækka bætur til öryrkja um 5,8%. Þuríður segir það rangt. „Við fórum nú og skoðuðum þetta. Það virðist vera að þarna sé hann að taka þessa 2,9 milljarða sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu og svo 3,6% sem fara í bæturnar og fái þannig út þessa tölu. Að mínu viti áttu peningarnir að fara í að draga úr skerðingunum,“ segir Þuríður að lokum. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. Stjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær þar er þess krafist að að þeir fjórir milljarðar sem lofað var að settir yrðu í almannatryggingakerfið til að hefja leiðréttingar á kjörum öryrkja skili sér án tafar. En í annarri umræðu kom fram að framlagið yrði 2,9 milljarða króna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir að ekkert samráð hafi verið við bandalagið um niðurskurðinn. „Okkur finnst þetta harkalegur niðurskurður sem verður milli fyrstu og annarrar fjárlagaumræðu og afar ruddalegt að tala ekki einu sinni við okkur um að þeir væru að hugsa um að draga einn milljarð til baka,“ segir hún. Hún segir örorkulífeyri ekkert hækka í nýjum tillögum. „Við erum með tæpar 239 þúsund krónur í örorkulífeyrir á mánuði fyrir skatt. Samkvæmt núverandi tillögum hækkar þessi upphæð ekkert því gert er ráð fyrir svipaðri verðbólgu og nemur hækkun uppá 3,6%. Stjórnvöld setja svo inn 2,9 milljarða króna í málaflokkin sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. Ekkert er vitað um hvenær sú kerfisbreyting verður. Að mínu viti áttu þessir peningar að fara í að draga úr skerðingum eins og krónu á móti krónu,“ segir Þuríður. Bjarni Benediktsson sagði í ræðu á Alþingi í gær að verið væri að hækka bætur til öryrkja um 5,8%. Þuríður segir það rangt. „Við fórum nú og skoðuðum þetta. Það virðist vera að þarna sé hann að taka þessa 2,9 milljarða sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu og svo 3,6% sem fara í bæturnar og fái þannig út þessa tölu. Að mínu viti áttu peningarnir að fara í að draga úr skerðingunum,“ segir Þuríður að lokum.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira