„Því miður kemur þó fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til óyndisúrræða“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 21:02 Konan var færð inn á salerni öldrunardeildar Landspítalans vegna plássleysis. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það því miður koma fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til „óyndisúrræða“ og vísar þar í fréttir af því í gær þegar 92 ára gömul kona þurfti að gista inni á salerni bráðaöldrunardeildar. Páll kemur inn á málið í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Konan var flutt fyrir hádegi í gær eftir að hafa gist yfir nótt inni á salerni. Dóttir konunnar vakti athygli á málinu á Facebook. „Að vonum var fólki brugðið, enda er þetta ekki aðstaða sem nokkur ætti að þurfa að búa við. Því miður kemur þó fyrir, við sérstakar aðstæður, að grípa verður til óyndisúrræða af þessu tagi, þótt auðvitað sé sjúklingi komið í betra rými um leið og það er unnt,“ skrifar Páll.Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir„Þetta er birtingarmynd af því ástandi sem við á Landspítala höfum verið óþreytandi að benda á: skortur á úrræðum fyrir sjúklinga sem þegar hafa lokið meðferð og þurfa úrræði utan spítalans veldur því að deildir yfirfyllast, þegar að nýir sjúklingar þurfa þjónustu deildarinnar en aðrir komast ekki af henni.“ Páll segir að samhliða þessu hafi spítalinn þurft að loka rúmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, en nú séu ríflega 40 rúm lokuð vegna þessa. Hann segir að Landspítalinn sé sérgreinasjúkrahús og til þess leiti fólk með vandamál sem krefjist sérhæfðrar þekkingar, ekki fólk í leit að húsaskjóli. „Þess vegna er mikilvægt að sú mikla fjárfesting sem í mannauð og búnað hefur verið lögð nýtist með sem bestum hætti. Afar áríðandi er að sú deild sem sjúklingur leggst inn á sé mönnuð starfsfólki sem sérhæfir sig í vandamáli viðkomandi. Þannig getum við best tryggt að viðunandi meðferð fáist og lágmarkað líkur á alvarlegum atvikum. Það er vel þekkt að þegar alvarleg atvik verða, þá er innlögn utan þeirrar sérhæfingar sem sjúklingurinn þarfnast einn af lykilþáttum í því sem aflaga fer.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. 22. nóvember 2018 19:30 Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. 22. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það því miður koma fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til „óyndisúrræða“ og vísar þar í fréttir af því í gær þegar 92 ára gömul kona þurfti að gista inni á salerni bráðaöldrunardeildar. Páll kemur inn á málið í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Konan var flutt fyrir hádegi í gær eftir að hafa gist yfir nótt inni á salerni. Dóttir konunnar vakti athygli á málinu á Facebook. „Að vonum var fólki brugðið, enda er þetta ekki aðstaða sem nokkur ætti að þurfa að búa við. Því miður kemur þó fyrir, við sérstakar aðstæður, að grípa verður til óyndisúrræða af þessu tagi, þótt auðvitað sé sjúklingi komið í betra rými um leið og það er unnt,“ skrifar Páll.Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir„Þetta er birtingarmynd af því ástandi sem við á Landspítala höfum verið óþreytandi að benda á: skortur á úrræðum fyrir sjúklinga sem þegar hafa lokið meðferð og þurfa úrræði utan spítalans veldur því að deildir yfirfyllast, þegar að nýir sjúklingar þurfa þjónustu deildarinnar en aðrir komast ekki af henni.“ Páll segir að samhliða þessu hafi spítalinn þurft að loka rúmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, en nú séu ríflega 40 rúm lokuð vegna þessa. Hann segir að Landspítalinn sé sérgreinasjúkrahús og til þess leiti fólk með vandamál sem krefjist sérhæfðrar þekkingar, ekki fólk í leit að húsaskjóli. „Þess vegna er mikilvægt að sú mikla fjárfesting sem í mannauð og búnað hefur verið lögð nýtist með sem bestum hætti. Afar áríðandi er að sú deild sem sjúklingur leggst inn á sé mönnuð starfsfólki sem sérhæfir sig í vandamáli viðkomandi. Þannig getum við best tryggt að viðunandi meðferð fáist og lágmarkað líkur á alvarlegum atvikum. Það er vel þekkt að þegar alvarleg atvik verða, þá er innlögn utan þeirrar sérhæfingar sem sjúklingurinn þarfnast einn af lykilþáttum í því sem aflaga fer.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. 22. nóvember 2018 19:30 Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. 22. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11
Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. 22. nóvember 2018 19:30
Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. 22. nóvember 2018 12:45