Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 19:30 Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. Berglind Sigurðardóttir vakti athygli á stöðu móður sinnar, Dóru Maríu Ingólfsdóttur, á Facebook í gærkvöld. Fyrir tæpum tveimur vikum var Dóra lögð inn á stóra stofu á bráðadeildinni í Fossvogi eftir slæmt fall á heimili sínu. Vegna plássleysis hefur hún verið færð á milli deilda og var botninum náð í gærkvöld þegar Dóru var komið fyrir inni á salerni öldrunardeildar. Salernið er alltaf opið og gat hún því búist við að vera færð út á hverri stundu.Hafið þið áður þurft að setja sjúklinga inn á salerni? „Já, við höfum áður þurft að gera það og við þurfum alveg örugglega að gera það aftur," segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs LSH.Eru sjúklingar líka frammi á göngum? „Það eru einhverjir sjúklingar frammi á göngum, núna eru til dæmis nokkuð margir sem bíða eftir innlögn frá bráðamóttökunni inn á deildir. Flæðið er bara allt of hægt," segir Guðlaug.Dóra var færð inn á salerni öldrunardeildar Landspítalans vegna plássleysis.Beiðni fréttastofu um að fá að mynda salernið var hafnað og auk þess gerðu starfsmenn sjúkrahússins athugasemdir við myndatökur fjölskyldunnar inni á salerninu. Dóra var flutt á einkastofu í hádeginu en að sögn dóttur hennar er ekki ljóst hversu lengi hún fær að vera þar. „Við erum náttúrulega búin að ítreka vanda spítalans í nokkuð langan tíma. Við önnum ekki eftirspurn ef maður getur orðað það þannig," segir Guðlaug. Helsti vandi spítalans liggur í tvennu. Í fyrsta lagi liggja um 130 manns inni á spítalanum, sem væri hægt að útskrifa, ef til væru hjúkrunarrými. Í öðru lagi er ekki hægt að halda öllum deildum fullopnum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Á næsta ári stendur til að opna ný hjúkrunarrými en þau mæta ekki vandanum og telur Guðlaug því nauðsynlegt að efla heimaþjónustuna. „Þetta getur ógnað öryggi sjúklinga og þetta gerir það," segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að okkar viðbrögð, samfélagsins, hafa ekki verið í takti við fjölgun aldraðra og veikra." Hún segir starfsfólk spítalans dapurt yfir stöðu mála. „Það er bæði ákveðið vonleysi og bara depurð, myndi ég segja. Því þetta er ekki vinnuumhverfi sem fólk vill hafa, bara alls ekki, starfsfólkið vill þjóna sjúklingum vel." Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. Berglind Sigurðardóttir vakti athygli á stöðu móður sinnar, Dóru Maríu Ingólfsdóttur, á Facebook í gærkvöld. Fyrir tæpum tveimur vikum var Dóra lögð inn á stóra stofu á bráðadeildinni í Fossvogi eftir slæmt fall á heimili sínu. Vegna plássleysis hefur hún verið færð á milli deilda og var botninum náð í gærkvöld þegar Dóru var komið fyrir inni á salerni öldrunardeildar. Salernið er alltaf opið og gat hún því búist við að vera færð út á hverri stundu.Hafið þið áður þurft að setja sjúklinga inn á salerni? „Já, við höfum áður þurft að gera það og við þurfum alveg örugglega að gera það aftur," segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs LSH.Eru sjúklingar líka frammi á göngum? „Það eru einhverjir sjúklingar frammi á göngum, núna eru til dæmis nokkuð margir sem bíða eftir innlögn frá bráðamóttökunni inn á deildir. Flæðið er bara allt of hægt," segir Guðlaug.Dóra var færð inn á salerni öldrunardeildar Landspítalans vegna plássleysis.Beiðni fréttastofu um að fá að mynda salernið var hafnað og auk þess gerðu starfsmenn sjúkrahússins athugasemdir við myndatökur fjölskyldunnar inni á salerninu. Dóra var flutt á einkastofu í hádeginu en að sögn dóttur hennar er ekki ljóst hversu lengi hún fær að vera þar. „Við erum náttúrulega búin að ítreka vanda spítalans í nokkuð langan tíma. Við önnum ekki eftirspurn ef maður getur orðað það þannig," segir Guðlaug. Helsti vandi spítalans liggur í tvennu. Í fyrsta lagi liggja um 130 manns inni á spítalanum, sem væri hægt að útskrifa, ef til væru hjúkrunarrými. Í öðru lagi er ekki hægt að halda öllum deildum fullopnum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Á næsta ári stendur til að opna ný hjúkrunarrými en þau mæta ekki vandanum og telur Guðlaug því nauðsynlegt að efla heimaþjónustuna. „Þetta getur ógnað öryggi sjúklinga og þetta gerir það," segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að okkar viðbrögð, samfélagsins, hafa ekki verið í takti við fjölgun aldraðra og veikra." Hún segir starfsfólk spítalans dapurt yfir stöðu mála. „Það er bæði ákveðið vonleysi og bara depurð, myndi ég segja. Því þetta er ekki vinnuumhverfi sem fólk vill hafa, bara alls ekki, starfsfólkið vill þjóna sjúklingum vel."
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira