Segir ekki útilokað að ákvarðanir um launabreytingar hjá Hörpu verði dregnar til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2018 13:49 Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Nokkuð fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu - eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði á sama tíma og þjónustufulltrúum Hörpu var gert að taka á sig launalækkun. Nánast allirþjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins. Vilhjálmur segir Hörpu hafa beðið orðsporshnekki vegna málsins sem hann kveðst vona að verði hægt að byggja hratt upp á nýjan leik. „Við erum nú að reyna að komast í lausnagírinn í þessu máli eins og öllum öðrum og það er að sjálfsögðu þannig þegar að svona kemur upp. Við svona kannski vissum ekki alveg hvaðan á okkur stóð veðrið eins og maður segir. Okkur fannst að það væri hjólað dálítið grimmilega í þetta,“ sagði Vilhjálmur. Nú reyni stjórnin að leita leiða til að farsæl lausn náist í málinu. Honum þykir miður að litið sé á launabreytingar forstjórans sem launahækkun þegar í raun hafi launalækkun forstjóra verið dregin til baka. „Það er ekki eins og ég skilji ekki þessi sjónarmið hjá þjónustufulltrúunum, auðvitað er mjög fúlt að þurfa að taka á sig launalækkun og svo þegar að þetta lítur svona út. Svo á hinn bóginn þá spyr maður sig hvað er viðeigandi í fyrirtæki, opinberu fyrirtæki eins og Hörpu sem að er í rauninni á jötunni hjáskattgreiðendum og mun alltaf verða það, að vera að yfirborga fólk á taxta.“ Vilhjálmur segir að nú verði allar mögulegar lausnir skoðaðar, meðal annars hvort ákvarðanir verði dregnar til baka. Ekkert liggi fyrir um þá hvaða lausn verði ofan á. „Það er bara mörg sjónarmið sem koma upp og ef við tökum það til baka þá þarf bara að ræða það í því samhengi,“ sagði Vilhjálmur. „Ég er ekkert að segja að það verði gert en það hlýtur að vera eitt af því sem kemur til greina.“ Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Nokkuð fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu - eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði á sama tíma og þjónustufulltrúum Hörpu var gert að taka á sig launalækkun. Nánast allirþjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins. Vilhjálmur segir Hörpu hafa beðið orðsporshnekki vegna málsins sem hann kveðst vona að verði hægt að byggja hratt upp á nýjan leik. „Við erum nú að reyna að komast í lausnagírinn í þessu máli eins og öllum öðrum og það er að sjálfsögðu þannig þegar að svona kemur upp. Við svona kannski vissum ekki alveg hvaðan á okkur stóð veðrið eins og maður segir. Okkur fannst að það væri hjólað dálítið grimmilega í þetta,“ sagði Vilhjálmur. Nú reyni stjórnin að leita leiða til að farsæl lausn náist í málinu. Honum þykir miður að litið sé á launabreytingar forstjórans sem launahækkun þegar í raun hafi launalækkun forstjóra verið dregin til baka. „Það er ekki eins og ég skilji ekki þessi sjónarmið hjá þjónustufulltrúunum, auðvitað er mjög fúlt að þurfa að taka á sig launalækkun og svo þegar að þetta lítur svona út. Svo á hinn bóginn þá spyr maður sig hvað er viðeigandi í fyrirtæki, opinberu fyrirtæki eins og Hörpu sem að er í rauninni á jötunni hjáskattgreiðendum og mun alltaf verða það, að vera að yfirborga fólk á taxta.“ Vilhjálmur segir að nú verði allar mögulegar lausnir skoðaðar, meðal annars hvort ákvarðanir verði dregnar til baka. Ekkert liggi fyrir um þá hvaða lausn verði ofan á. „Það er bara mörg sjónarmið sem koma upp og ef við tökum það til baka þá þarf bara að ræða það í því samhengi,“ sagði Vilhjálmur. „Ég er ekkert að segja að það verði gert en það hlýtur að vera eitt af því sem kemur til greina.“
Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00
Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48
Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46