Segir ekki útilokað að ákvarðanir um launabreytingar hjá Hörpu verði dregnar til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2018 13:49 Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Nokkuð fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu - eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði á sama tíma og þjónustufulltrúum Hörpu var gert að taka á sig launalækkun. Nánast allirþjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins. Vilhjálmur segir Hörpu hafa beðið orðsporshnekki vegna málsins sem hann kveðst vona að verði hægt að byggja hratt upp á nýjan leik. „Við erum nú að reyna að komast í lausnagírinn í þessu máli eins og öllum öðrum og það er að sjálfsögðu þannig þegar að svona kemur upp. Við svona kannski vissum ekki alveg hvaðan á okkur stóð veðrið eins og maður segir. Okkur fannst að það væri hjólað dálítið grimmilega í þetta,“ sagði Vilhjálmur. Nú reyni stjórnin að leita leiða til að farsæl lausn náist í málinu. Honum þykir miður að litið sé á launabreytingar forstjórans sem launahækkun þegar í raun hafi launalækkun forstjóra verið dregin til baka. „Það er ekki eins og ég skilji ekki þessi sjónarmið hjá þjónustufulltrúunum, auðvitað er mjög fúlt að þurfa að taka á sig launalækkun og svo þegar að þetta lítur svona út. Svo á hinn bóginn þá spyr maður sig hvað er viðeigandi í fyrirtæki, opinberu fyrirtæki eins og Hörpu sem að er í rauninni á jötunni hjáskattgreiðendum og mun alltaf verða það, að vera að yfirborga fólk á taxta.“ Vilhjálmur segir að nú verði allar mögulegar lausnir skoðaðar, meðal annars hvort ákvarðanir verði dregnar til baka. Ekkert liggi fyrir um þá hvaða lausn verði ofan á. „Það er bara mörg sjónarmið sem koma upp og ef við tökum það til baka þá þarf bara að ræða það í því samhengi,“ sagði Vilhjálmur. „Ég er ekkert að segja að það verði gert en það hlýtur að vera eitt af því sem kemur til greina.“ Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Nokkuð fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu - eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði á sama tíma og þjónustufulltrúum Hörpu var gert að taka á sig launalækkun. Nánast allirþjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins. Vilhjálmur segir Hörpu hafa beðið orðsporshnekki vegna málsins sem hann kveðst vona að verði hægt að byggja hratt upp á nýjan leik. „Við erum nú að reyna að komast í lausnagírinn í þessu máli eins og öllum öðrum og það er að sjálfsögðu þannig þegar að svona kemur upp. Við svona kannski vissum ekki alveg hvaðan á okkur stóð veðrið eins og maður segir. Okkur fannst að það væri hjólað dálítið grimmilega í þetta,“ sagði Vilhjálmur. Nú reyni stjórnin að leita leiða til að farsæl lausn náist í málinu. Honum þykir miður að litið sé á launabreytingar forstjórans sem launahækkun þegar í raun hafi launalækkun forstjóra verið dregin til baka. „Það er ekki eins og ég skilji ekki þessi sjónarmið hjá þjónustufulltrúunum, auðvitað er mjög fúlt að þurfa að taka á sig launalækkun og svo þegar að þetta lítur svona út. Svo á hinn bóginn þá spyr maður sig hvað er viðeigandi í fyrirtæki, opinberu fyrirtæki eins og Hörpu sem að er í rauninni á jötunni hjáskattgreiðendum og mun alltaf verða það, að vera að yfirborga fólk á taxta.“ Vilhjálmur segir að nú verði allar mögulegar lausnir skoðaðar, meðal annars hvort ákvarðanir verði dregnar til baka. Ekkert liggi fyrir um þá hvaða lausn verði ofan á. „Það er bara mörg sjónarmið sem koma upp og ef við tökum það til baka þá þarf bara að ræða það í því samhengi,“ sagði Vilhjálmur. „Ég er ekkert að segja að það verði gert en það hlýtur að vera eitt af því sem kemur til greina.“
Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00
Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48
Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46