Sunddrottning gæti orðið dansdrottning Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2018 11:26 Hrafnhildur Lúthersdóttir kann svo sannarlega að synda, en getur hún dansað? Það mun koma í ljós í þáttunum. Vísir/Stefán Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. „Mér líst ótrúlega vel á að taka þátt og hlakka rosalega mikið til!“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Hrafnhildur er ein fremsta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Hrafnhildur er aðeins 26 ára, en hún varð í 2. sæti í kjöri á íþróttamanni ársins árið 2016. Hún hafnaði í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Þá varð Hrafnhildur fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á stórmóti í 50 metra laug. „Ég hef enga dansreynslu þannig séð en ég er ekki feimin við að henda mér út á dansgólfið þegar það er tækifæri til,“ segir Hrafnhildur á léttum nótum. Hvort það verði Hrafnhildur eða einhver hinna níu þjóðþekktu Íslendinga sem mun standa uppi sem sigurvegari í vor á eftir að koma í ljós. Hún er í það minnsta klár í slaginn. „Ég er ekki stressuð, allavega ekki ennþá, bara spennt!“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, annar kynna þáttarins, ræddi þættina í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Allir geta dansað Dans Tengdar fréttir Gera íslenska útgáfu af Dancing with the Stars Skagakonurnar Sigrún Ósk og Eva Laufey stýra þættinum. 13. febrúar 2018 20:50 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. „Mér líst ótrúlega vel á að taka þátt og hlakka rosalega mikið til!“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Hrafnhildur er ein fremsta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Hrafnhildur er aðeins 26 ára, en hún varð í 2. sæti í kjöri á íþróttamanni ársins árið 2016. Hún hafnaði í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Þá varð Hrafnhildur fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á stórmóti í 50 metra laug. „Ég hef enga dansreynslu þannig séð en ég er ekki feimin við að henda mér út á dansgólfið þegar það er tækifæri til,“ segir Hrafnhildur á léttum nótum. Hvort það verði Hrafnhildur eða einhver hinna níu þjóðþekktu Íslendinga sem mun standa uppi sem sigurvegari í vor á eftir að koma í ljós. Hún er í það minnsta klár í slaginn. „Ég er ekki stressuð, allavega ekki ennþá, bara spennt!“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, annar kynna þáttarins, ræddi þættina í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun.
Allir geta dansað Dans Tengdar fréttir Gera íslenska útgáfu af Dancing with the Stars Skagakonurnar Sigrún Ósk og Eva Laufey stýra þættinum. 13. febrúar 2018 20:50 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Gera íslenska útgáfu af Dancing with the Stars Skagakonurnar Sigrún Ósk og Eva Laufey stýra þættinum. 13. febrúar 2018 20:50