Trúnaðarbrestur og samskiptaleysi einkenndi störf hjá Vatnajökulsþjóðgarði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2018 20:00 Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðs. Verkefnið var unnið með viðtölum við stjórnendur, stjórnarmenn og aðra sem líklegir voru taldir til að geta varpað ljósi á starfsemina og í hverju þau frávik sem á rekstrinum voru árið 2017 lágu. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að trúnaðarbrestur hefur ríkt milli stjórnar og framkvæmdastjóra samkvæmt úttektinni. Samskiptaleysi hefur leitt til þess að garðurinn hafi skuldbundið sig langt fram úr hófi. Þá hafi framkvæmdastjórinn, Þórður H. Ólafsson, misst trú og traust starfsmanna. Hann hefur nú látið af störfum og er Magnús Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið. Þá hefur Ármann Höskuldsson óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins.Þórður H. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Á árinu 2017 fór rekstur þjóðgarðsins verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar. Frávik raungjalda umfram rekstraráætlun var 50% eða sem nemur 190 milljónum króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af því að launakostnaður var 122 milljónum króna umfram áætlun sem má rekja til fjölgunar stöðugilda og hækkun á yfirvinnu og álagsgreiðslum. Þá liggur ekki fyrir formlegt samþykki stjórnar á fjárhagsáætlun né rekstraráætlun rekstrarsvæða árið 2017. Fram kemur að stjórn þjóðgarðsins hafi ekki nægjanlega markvisst óskað eftir upplýsingum um rekstur þjóðgarðsins. Kostnaður vegna skuldbindinga þjóðgarðsins á leigu á jörðinni Þverá var ekki á áætlun og ekki lá fyrir formlegt samþykki stjórnar á endanlegum leigusamningi. Ekki voru gerðar neinar ráðstafanir til að fjármagna samninginn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er búinn að gera ráðstafanir. „Ég hef tekið á stjórnunarþætti stofnunarinnar. Þar hafa verðið gerðar breytingar og er það nýrra stjórnenda að leysa úr rekstrinum og halda áfram að efla það faglega starf sem annars er unnið í þjóðgarðinum,“ segir Guðmundur. Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00 Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðs. Verkefnið var unnið með viðtölum við stjórnendur, stjórnarmenn og aðra sem líklegir voru taldir til að geta varpað ljósi á starfsemina og í hverju þau frávik sem á rekstrinum voru árið 2017 lágu. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að trúnaðarbrestur hefur ríkt milli stjórnar og framkvæmdastjóra samkvæmt úttektinni. Samskiptaleysi hefur leitt til þess að garðurinn hafi skuldbundið sig langt fram úr hófi. Þá hafi framkvæmdastjórinn, Þórður H. Ólafsson, misst trú og traust starfsmanna. Hann hefur nú látið af störfum og er Magnús Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið. Þá hefur Ármann Höskuldsson óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins.Þórður H. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Á árinu 2017 fór rekstur þjóðgarðsins verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar. Frávik raungjalda umfram rekstraráætlun var 50% eða sem nemur 190 milljónum króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af því að launakostnaður var 122 milljónum króna umfram áætlun sem má rekja til fjölgunar stöðugilda og hækkun á yfirvinnu og álagsgreiðslum. Þá liggur ekki fyrir formlegt samþykki stjórnar á fjárhagsáætlun né rekstraráætlun rekstrarsvæða árið 2017. Fram kemur að stjórn þjóðgarðsins hafi ekki nægjanlega markvisst óskað eftir upplýsingum um rekstur þjóðgarðsins. Kostnaður vegna skuldbindinga þjóðgarðsins á leigu á jörðinni Þverá var ekki á áætlun og ekki lá fyrir formlegt samþykki stjórnar á endanlegum leigusamningi. Ekki voru gerðar neinar ráðstafanir til að fjármagna samninginn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er búinn að gera ráðstafanir. „Ég hef tekið á stjórnunarþætti stofnunarinnar. Þar hafa verðið gerðar breytingar og er það nýrra stjórnenda að leysa úr rekstrinum og halda áfram að efla það faglega starf sem annars er unnið í þjóðgarðinum,“ segir Guðmundur.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00 Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00
Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00
Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00