Vilja lenda þyrlu innanbæjar á Siglufirði Sveinn Arnarsson skrifar 22. júní 2018 06:00 Fjallaskíðamenn vilja lenda við hóteldyrnar. Vísir/Pjetur Viking Heliskiing, sem þjónustar fjallaskíðagarpa á norðanverðum Tröllaskaga, óskar eftir því við bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að fá lendingarleyfi á malarpúða rétt sunnan við Hótel Sigló á Siglufirði. Vonir standa til að geta flutt skíðagarpa til og frá hótelinu á sem auðveldastan máta. Björgvin Björgvinsson, einn eigenda Viking Heliskiing, segir fyrirtækið hafa síðastliðin fimm ár verið með höfuðstöðvar sínar að Þverá í Ólafsfirði. Hins vegar þurfi nú að færa þær. „Við höfum ætlað okkur samstarf við Hótel Sigló og því skiptir það okkur höfuðmáli að geta lent þyrlum nálægt hótelinu og þjónustað þannig gesti á Siglufirði.“ Fyrirtækið sérhæfir sig í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga. Fjallaskíðamennska hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og er svæðið orðið vel þekkt um allan heim sem einn af ákjósanlegri stöðum í heiminum til iðkunar slíkrar skíðamennsku. Óskað er eftir að lenda á malarpúða beint á móti Síldarminjasafninu. Einnig óska þeir eftir því að fá að setja upp olíutank til að geta sett olíu á þyrlurnar fyrir flugtak. Einungis eru um 200 metrar frá þessum lendingarstað að hótelinu. „Við erum að þjónusta um 200 kúnna á vetri og því eru þetta ekki margir einstaklingar,“ segir Björgvin. Erindi fyrirtækisins var sent til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Stillir Dalvíkingum upp við frosinn vegg Þyrluskíðafyrirtæki gefur Dalvíkurbyggð frest til að ógilda samning sem það gerði árið 2012 um nýtingu á fjallasvæði sínu. Þeir samningar hafa staðist skoðun lögfræðinga og ráðuneytis segir sveitarstjóri sem segir þetta storm í vatnsglasi. 31. júlí 2014 12:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Viking Heliskiing, sem þjónustar fjallaskíðagarpa á norðanverðum Tröllaskaga, óskar eftir því við bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að fá lendingarleyfi á malarpúða rétt sunnan við Hótel Sigló á Siglufirði. Vonir standa til að geta flutt skíðagarpa til og frá hótelinu á sem auðveldastan máta. Björgvin Björgvinsson, einn eigenda Viking Heliskiing, segir fyrirtækið hafa síðastliðin fimm ár verið með höfuðstöðvar sínar að Þverá í Ólafsfirði. Hins vegar þurfi nú að færa þær. „Við höfum ætlað okkur samstarf við Hótel Sigló og því skiptir það okkur höfuðmáli að geta lent þyrlum nálægt hótelinu og þjónustað þannig gesti á Siglufirði.“ Fyrirtækið sérhæfir sig í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga. Fjallaskíðamennska hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og er svæðið orðið vel þekkt um allan heim sem einn af ákjósanlegri stöðum í heiminum til iðkunar slíkrar skíðamennsku. Óskað er eftir að lenda á malarpúða beint á móti Síldarminjasafninu. Einnig óska þeir eftir því að fá að setja upp olíutank til að geta sett olíu á þyrlurnar fyrir flugtak. Einungis eru um 200 metrar frá þessum lendingarstað að hótelinu. „Við erum að þjónusta um 200 kúnna á vetri og því eru þetta ekki margir einstaklingar,“ segir Björgvin. Erindi fyrirtækisins var sent til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Stillir Dalvíkingum upp við frosinn vegg Þyrluskíðafyrirtæki gefur Dalvíkurbyggð frest til að ógilda samning sem það gerði árið 2012 um nýtingu á fjallasvæði sínu. Þeir samningar hafa staðist skoðun lögfræðinga og ráðuneytis segir sveitarstjóri sem segir þetta storm í vatnsglasi. 31. júlí 2014 12:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Stillir Dalvíkingum upp við frosinn vegg Þyrluskíðafyrirtæki gefur Dalvíkurbyggð frest til að ógilda samning sem það gerði árið 2012 um nýtingu á fjallasvæði sínu. Þeir samningar hafa staðist skoðun lögfræðinga og ráðuneytis segir sveitarstjóri sem segir þetta storm í vatnsglasi. 31. júlí 2014 12:00