„Hvítar sólir" á lofti klukkan níu í kvöld í tilefni af afmæli Slysavarnafélagsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 20:15 Slysavarnafélagið Landsbjörg varð til við samruna tveggja félaga árið 1999. Vísir 90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands í dag. Stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi en björgunar- og slysavarnadeildir halda upp á áfangann um allt land með táknrænum hætti nú í kvöld.Slysavarnafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1928 og var ætlað það hlutverk að drag úr slysum á sjó og koma upp búnaði til björgunar. Á þeim tíma var ekki óalgengt að árlega létu tugir sjómanna lífið í sjóslysum. Í kjölfar strands Jóns forseta við Stafnes í febrúar 1928, þar sem 15 manns fórust, hófst stofnun slysavarnadeilda víðsvegar um landið. Fyrsta slysavarnadeildin var Sigurvon í Sandgerði en í dag eru björgunar- og slysavarnardeildir um landið á annað hundrað talsins. Félagið beitti sér einnig fyrir útbreiðslu svokallaðra fluglínutækja, en fyrsta björgun með fluglínutækjum var þegar Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík bjargaði áhöfn fransks síðutogara sem strandaði í slæmu veðri árið 1931. Fyrsti björgunarbátur félagsins kom til landsins í apríl 1929 og var nefndur Þorsteinn. Stofnuð var kvennadeild árið 1930 og þá kom fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins, Sæbjörg, til landsins árið 1938. Árið 1968 keyptu Slysavarnafélagið og íslenska ríkið saman fyrstu þyrluna, TF-EIR og sama ár fól ríkið Slysavarnafélaginu að koma á fót og reka tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Árið 1985 stofnaði Slysavarnafélagið Slysavarnaskóla sjómanna en árið 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg - landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg.Fjölgar hratt í bakvarðasveitinni Gunnar Tómasson er fyrrverandi stjórnarmaður Slysavarnarfélags Íslands og var forseti þess í nokkur ár. Hann þekkir sögu félagsins því vel en er ekki síður bjartsýnn á framtíð þess. „Ég held að það verði bara áfram öflugt starf og ég tala nú ekki um það að núna eru að flykkjast alltaf fleiri og fleiri að sem svona sérstakir bakverðir hjá félaginu og það er að eflast mjög verulega og ég hvet alla landsmenn til að gerast bakverðir hjá Slysavarnarfélaginu og þá getum við treyst því að þetta verði öflugt starf í framtíðinni,“ segir Gunnar í samtali við Stöð 2. Klukkan níu í kvöld munu björgunar- og slysavarnadeildir um allt land skjóta á loft svokölluðum hvítum sólum í tilefni afmælisins. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands í dag. Stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi en björgunar- og slysavarnadeildir halda upp á áfangann um allt land með táknrænum hætti nú í kvöld.Slysavarnafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1928 og var ætlað það hlutverk að drag úr slysum á sjó og koma upp búnaði til björgunar. Á þeim tíma var ekki óalgengt að árlega létu tugir sjómanna lífið í sjóslysum. Í kjölfar strands Jóns forseta við Stafnes í febrúar 1928, þar sem 15 manns fórust, hófst stofnun slysavarnadeilda víðsvegar um landið. Fyrsta slysavarnadeildin var Sigurvon í Sandgerði en í dag eru björgunar- og slysavarnardeildir um landið á annað hundrað talsins. Félagið beitti sér einnig fyrir útbreiðslu svokallaðra fluglínutækja, en fyrsta björgun með fluglínutækjum var þegar Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík bjargaði áhöfn fransks síðutogara sem strandaði í slæmu veðri árið 1931. Fyrsti björgunarbátur félagsins kom til landsins í apríl 1929 og var nefndur Þorsteinn. Stofnuð var kvennadeild árið 1930 og þá kom fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins, Sæbjörg, til landsins árið 1938. Árið 1968 keyptu Slysavarnafélagið og íslenska ríkið saman fyrstu þyrluna, TF-EIR og sama ár fól ríkið Slysavarnafélaginu að koma á fót og reka tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Árið 1985 stofnaði Slysavarnafélagið Slysavarnaskóla sjómanna en árið 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg - landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg.Fjölgar hratt í bakvarðasveitinni Gunnar Tómasson er fyrrverandi stjórnarmaður Slysavarnarfélags Íslands og var forseti þess í nokkur ár. Hann þekkir sögu félagsins því vel en er ekki síður bjartsýnn á framtíð þess. „Ég held að það verði bara áfram öflugt starf og ég tala nú ekki um það að núna eru að flykkjast alltaf fleiri og fleiri að sem svona sérstakir bakverðir hjá félaginu og það er að eflast mjög verulega og ég hvet alla landsmenn til að gerast bakverðir hjá Slysavarnarfélaginu og þá getum við treyst því að þetta verði öflugt starf í framtíðinni,“ segir Gunnar í samtali við Stöð 2. Klukkan níu í kvöld munu björgunar- og slysavarnadeildir um allt land skjóta á loft svokölluðum hvítum sólum í tilefni afmælisins.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira