Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. mars 2018 08:00 Hörður Guðmundsson. „Mér hefur alltaf fundist þessi umræða um flugvöll úti í Hvassahrauni vera út í hött,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu, ekki koma sér á óvart. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 59 prósent þeirra sem afstöðu tóku hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 30 prósent vilja ekki hafa hann þar en 11 prósent eru hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild kemur fram að 54 prósent vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 28 prósent vilja ekki hafa hann þar áfram, 10 prósent eru hlutlaus, 4 prósent hafa ekki gert upp hug sinn og þrjú prósent neita að svara spurningunni. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að fólk í aldurshópnum 50 ára og eldri er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en þeir sem eru á aldrinum 18-49 ára. Þá vekur það líka athygli að konur eru líklegri til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en karlar. Hörður segir að hver nefndin hafi verið skipuð á eftir annarri til að kanna hvar Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera. „Það hefur verið Rögnunefndin og fleiri nefndir og alltaf er borgarstjóri leiddur til hásætis í nefndinni. Hann hefur nú yfirleitt bara eyðilagt þessar nefndir af því að það hafa aldrei komið nein skýr svör,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir flýgur til sex staða á landsbyggðinni. „Fjölmörg fyrirtæki eru að þjónusta landsbyggðina og landsbyggðin er að sækja til Reykjavíkur þannig að þetta er svona „win win“ fyrir báða aðila að hafa flugvöllinn og samgöngur í lagi,“ segir Hörður og ítrekar að sér finnist umræða um flugvöll í Hvassahrauni algerlega út í hött. „Þessi umræða er bara ekki alveg í lagi og ég veit eiginlega ekkert hvernig hún verður til.“Aðferð Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Viltu hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni? 93 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Mér hefur alltaf fundist þessi umræða um flugvöll úti í Hvassahrauni vera út í hött,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu, ekki koma sér á óvart. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 59 prósent þeirra sem afstöðu tóku hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 30 prósent vilja ekki hafa hann þar en 11 prósent eru hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild kemur fram að 54 prósent vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 28 prósent vilja ekki hafa hann þar áfram, 10 prósent eru hlutlaus, 4 prósent hafa ekki gert upp hug sinn og þrjú prósent neita að svara spurningunni. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að fólk í aldurshópnum 50 ára og eldri er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en þeir sem eru á aldrinum 18-49 ára. Þá vekur það líka athygli að konur eru líklegri til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en karlar. Hörður segir að hver nefndin hafi verið skipuð á eftir annarri til að kanna hvar Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera. „Það hefur verið Rögnunefndin og fleiri nefndir og alltaf er borgarstjóri leiddur til hásætis í nefndinni. Hann hefur nú yfirleitt bara eyðilagt þessar nefndir af því að það hafa aldrei komið nein skýr svör,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir flýgur til sex staða á landsbyggðinni. „Fjölmörg fyrirtæki eru að þjónusta landsbyggðina og landsbyggðin er að sækja til Reykjavíkur þannig að þetta er svona „win win“ fyrir báða aðila að hafa flugvöllinn og samgöngur í lagi,“ segir Hörður og ítrekar að sér finnist umræða um flugvöll í Hvassahrauni algerlega út í hött. „Þessi umræða er bara ekki alveg í lagi og ég veit eiginlega ekkert hvernig hún verður til.“Aðferð Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Viltu hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni? 93 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00
Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30