Leynd yfir mögulegum arftaka Sveins Arasonar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Sveinn Arason fer nú að hugsa sinn gang og kanna hvort eitthvað er um að vera utan veggjanna á skrifstofu Ríkisendurskoðunar. Vísir/Gva „Ríkisendurskoðandi þarf að vera víðsýnn og má ekki vera bara ofan í tölunum og í bókhaldi heldur hafa breiðari þekkingu á ríkisfjármálum og viðfangsefnum ríkisins,“ segir Sveinn Arason, fráfarandi ríkisendurskoðandi, sem lætur af embætti ríkisendurskoðanda í vor. Alþingi kýs nýjan ríkisendurskoðanda í næsta mánuði. Frestur til að skila tilnefningum til forsætisnefndar rann út 24. febrúar en ekki fæst uppgefið hverjir eru tilnefndir. „Þetta er ekki alveg eins og ráðningarferli í kjölfar auglýsingar um stöðu, því þetta var ekki auglýst sem starf,“ segir Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis. „En við vildum að sjálfsögðu hafa þetta opið og sendum tilkynningu um að fyrir dyrum standi að kjósa ríkisendurskoðanda, að áhugasamir geti gefið sig fram og aðrir komið með ábendingar um æskilega menn.“ Steingrímur segir óvíst að nafnalisti verði birtur enda sambland af yfirlýsingum um áhuga á starfinu og ábendingum um heppilega menn. Aðspurður segir Steingrímur nöfn þeirra sem til greina komi ekki mörg. „Auglýsingin vakti ekkert mjög mikil viðbrögð og satt best að segja átti ég von á fleirum,“ segir hann. Að sögn Steingríms er engin hefð fyrir því hér að einstaklingur með fortíð úr stjórnmálum sé valinn í þetta embætti.Steingrímur J Sigfússon forseti Alþingis gefur ekki upp hverjir eru tilnefndir sem næsti ríkisendurskoðandi.Vísir/Stefán„Hefðin er ekki sú sama hér eins og í Noregi til dæmis, þar hafa til dæmis fyrrverandi fjármálaráðherrar orðið ríkisendurskoðendur en við höfum sem betur fer ekki verið með slíkt fyrirkomulag. Það hafa frekar verið reyndir menn úr embættismannakerfinu, úr endurskoðunarheiminum eða lögfræðingastétt.“ Fráfarandi ríkisendurskoðandi tekur í sama streng. Ekki sé heppilegt að hafa einstakling úr stjórnmálalífinu. Þá segir Sveinn aðspurður að viðhorf forstöðumanna ríkisstofnana til Ríkisendurskoðunar og ábendinga hennar hafi breyst. „Þeir hafa nánast alveg hætt að líta á ábendingar sem persónulegar árásir á sig og sitt starf. Það er liðin tíð, en það var alveg greinilegt þegar við byrjuðum á þessu að þá litu menn svo á,“ segir Sveinn og játar því að gagnrýni ríkisendurskoðunar á ríkisstofnanir sé vandmeðfarin. „Ábendingar okkar eru miklu nákvæmari og beinskeyttari en áður og þannig er auðveldara að mæla hvort þeim hefur verið fylgt eftir.“ Sveinn hefur verið tíu ár í embætti en lætur nú af störfum vegna aldurs. „Maður fer eitthvað að hugsa sinn gang og sjá hvort það er ekki eitthvað um að vera handan skrifstofuveggjanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
„Ríkisendurskoðandi þarf að vera víðsýnn og má ekki vera bara ofan í tölunum og í bókhaldi heldur hafa breiðari þekkingu á ríkisfjármálum og viðfangsefnum ríkisins,“ segir Sveinn Arason, fráfarandi ríkisendurskoðandi, sem lætur af embætti ríkisendurskoðanda í vor. Alþingi kýs nýjan ríkisendurskoðanda í næsta mánuði. Frestur til að skila tilnefningum til forsætisnefndar rann út 24. febrúar en ekki fæst uppgefið hverjir eru tilnefndir. „Þetta er ekki alveg eins og ráðningarferli í kjölfar auglýsingar um stöðu, því þetta var ekki auglýst sem starf,“ segir Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis. „En við vildum að sjálfsögðu hafa þetta opið og sendum tilkynningu um að fyrir dyrum standi að kjósa ríkisendurskoðanda, að áhugasamir geti gefið sig fram og aðrir komið með ábendingar um æskilega menn.“ Steingrímur segir óvíst að nafnalisti verði birtur enda sambland af yfirlýsingum um áhuga á starfinu og ábendingum um heppilega menn. Aðspurður segir Steingrímur nöfn þeirra sem til greina komi ekki mörg. „Auglýsingin vakti ekkert mjög mikil viðbrögð og satt best að segja átti ég von á fleirum,“ segir hann. Að sögn Steingríms er engin hefð fyrir því hér að einstaklingur með fortíð úr stjórnmálum sé valinn í þetta embætti.Steingrímur J Sigfússon forseti Alþingis gefur ekki upp hverjir eru tilnefndir sem næsti ríkisendurskoðandi.Vísir/Stefán„Hefðin er ekki sú sama hér eins og í Noregi til dæmis, þar hafa til dæmis fyrrverandi fjármálaráðherrar orðið ríkisendurskoðendur en við höfum sem betur fer ekki verið með slíkt fyrirkomulag. Það hafa frekar verið reyndir menn úr embættismannakerfinu, úr endurskoðunarheiminum eða lögfræðingastétt.“ Fráfarandi ríkisendurskoðandi tekur í sama streng. Ekki sé heppilegt að hafa einstakling úr stjórnmálalífinu. Þá segir Sveinn aðspurður að viðhorf forstöðumanna ríkisstofnana til Ríkisendurskoðunar og ábendinga hennar hafi breyst. „Þeir hafa nánast alveg hætt að líta á ábendingar sem persónulegar árásir á sig og sitt starf. Það er liðin tíð, en það var alveg greinilegt þegar við byrjuðum á þessu að þá litu menn svo á,“ segir Sveinn og játar því að gagnrýni ríkisendurskoðunar á ríkisstofnanir sé vandmeðfarin. „Ábendingar okkar eru miklu nákvæmari og beinskeyttari en áður og þannig er auðveldara að mæla hvort þeim hefur verið fylgt eftir.“ Sveinn hefur verið tíu ár í embætti en lætur nú af störfum vegna aldurs. „Maður fer eitthvað að hugsa sinn gang og sjá hvort það er ekki eitthvað um að vera handan skrifstofuveggjanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira