Lífið

Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dóttir Kylie kom í heiminn þann 1. febrúar síðastliðinn.
Dóttir Kylie kom í heiminn þann 1. febrúar síðastliðinn. Vísir/afp
Kylie Jenner hefur, að því er virðist, svipt hulunni af nafni nýfæddrar dóttur sinnar. Jenner birti mynd af stúlkunni á Instagram-síðu sinni í dag, ásamt nafninu.

Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. Stúlkan kom í heiminn þann 1. febrúar síðastliðinn en hún er fyrsta barn foreldra sinna, Jenner og bandaríska rapparans Travis Scott.

Nú hefur þó losnað um málbein Jenner en hún birti ítarlegt myndband með tilkynningu um fæðingu dótturinnar á sunnudag. Þá opinberaði hún nafn stúlkunnar á Instagram í dag en nýjasti meðlimur Kardashian-fjölskyldunnar heitir Stormi, ef marka má texta sem Jenner skrifar undir myndina.

Stutt er síðan Kim Kardashian, ein systra Kylie Jenner, opinberaði nafn dóttur sinnar og tónlistarmannsins Kanye West. Sú heitir Chicago en hún birtist umheiminum fyrst í téðu myndbandi Jenner á sunnudag.

stormi

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on


Tengdar fréttir

Kylie Jenner orðin mamma

Ruanveruleikastjarna er loksins búin að staðfesta orðróminn og sagði sjálf frá gleðifregnunum á Instagram.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.