Greitt 160 milljónir í leigu á sendiherrabústað Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. september 2018 06:00 New York Vísir/Getty Leigukostnaður vegna húsnæðis fyrir fastafulltrúa Íslands í New York-borg hefur numið 160 milljónum króna síðan sendiherrabústaður Íslands var seldur árið 2009 á um 470 milljónir króna. Heimild hefur verið í fjárlögum til að kaupa nýjan bústað síðan sá gamli var seldur en leigan hefur verið talin betri kostur hingað til. Í fyrra greiddi ríkið 1,8 milljónir á mánuði í leigu á íbúðinni sem staðsett er á Manhattan. Sendiherrabústaðurinn í New York var seldur árið 2009 á um 4,4 milljónir dala þegar kreppt hafði verulega að í ríkisfjármálunum í kjölfar hrunsins. „Tilgangurinn var að finna hagkvæmara húsnæði og skila mismuninum í ríkissjóð. Ekki tókst að finna húsnæði sem hentaði á ásættanlegu verði og var því brugðið á það ráð að leigja,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Miðað við söluandvirðið og leigukostnað síðan er ljóst að ríkið er enn í plús eftir söluna.Mynd/FréttablaðiðEnginn íslenskur sendiherra er þó í New York en íbúðin er fyrir fastafulltrúa Íslands í New York, sem hefur stöðu sendiherra. Fastanefndin er í fyrirsvari fyrir íslensk stjórnvöld gagnvart Sameinuðu þjóðunum og þá er nefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Heimild til að kaupa nýjan sendiherrabústað hefur verið að finna í fjárlögum síðan sá gamli var seldur og er einnig að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sveinn segir nokkrum sinnum hafa komið til skoðunar að kaupa húsnæði undir sendiherrabústað en leigan alltaf orðið ofan á sem betri kostur.Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York.Hins vegar virðist ákveðinn stöðugleiki hafa glatast með sölunni því síðan þá hefur ráðuneytið haft þrjár mismunandi íbúðir á leigu. „Sú íbúð sem ráðuneytið hefur nú á leigu þykir henta betur en þær fyrri og getur verið lausn til lengri tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Þrátt fyrir heimildina til kaupa á nýjum bústað nú segir ráðuneytið engar tillögur hafa verið gerðar um kaup á húsnæði. „En áfram verður fylgst með þróun mála á húsnæðismarkaði í New York.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Leigukostnaður vegna húsnæðis fyrir fastafulltrúa Íslands í New York-borg hefur numið 160 milljónum króna síðan sendiherrabústaður Íslands var seldur árið 2009 á um 470 milljónir króna. Heimild hefur verið í fjárlögum til að kaupa nýjan bústað síðan sá gamli var seldur en leigan hefur verið talin betri kostur hingað til. Í fyrra greiddi ríkið 1,8 milljónir á mánuði í leigu á íbúðinni sem staðsett er á Manhattan. Sendiherrabústaðurinn í New York var seldur árið 2009 á um 4,4 milljónir dala þegar kreppt hafði verulega að í ríkisfjármálunum í kjölfar hrunsins. „Tilgangurinn var að finna hagkvæmara húsnæði og skila mismuninum í ríkissjóð. Ekki tókst að finna húsnæði sem hentaði á ásættanlegu verði og var því brugðið á það ráð að leigja,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Miðað við söluandvirðið og leigukostnað síðan er ljóst að ríkið er enn í plús eftir söluna.Mynd/FréttablaðiðEnginn íslenskur sendiherra er þó í New York en íbúðin er fyrir fastafulltrúa Íslands í New York, sem hefur stöðu sendiherra. Fastanefndin er í fyrirsvari fyrir íslensk stjórnvöld gagnvart Sameinuðu þjóðunum og þá er nefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Heimild til að kaupa nýjan sendiherrabústað hefur verið að finna í fjárlögum síðan sá gamli var seldur og er einnig að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sveinn segir nokkrum sinnum hafa komið til skoðunar að kaupa húsnæði undir sendiherrabústað en leigan alltaf orðið ofan á sem betri kostur.Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York.Hins vegar virðist ákveðinn stöðugleiki hafa glatast með sölunni því síðan þá hefur ráðuneytið haft þrjár mismunandi íbúðir á leigu. „Sú íbúð sem ráðuneytið hefur nú á leigu þykir henta betur en þær fyrri og getur verið lausn til lengri tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Þrátt fyrir heimildina til kaupa á nýjum bústað nú segir ráðuneytið engar tillögur hafa verið gerðar um kaup á húsnæði. „En áfram verður fylgst með þróun mála á húsnæðismarkaði í New York.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira