Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2018 09:00 Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur óskað eftir því við stjórnina að stíga til hliðar tímabundið á meðan innri endurskoðun gerir úttekt á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins. Einn framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitunnar, var rekinn á fimmtudag vegna óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki. Sá sem átti að leysa framkvæmdastjórann af hólmi tímabundið hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot sem þó eru ekki sögð tengjast fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri fjármála hefur upplýst að hann hafi hlotið skriflega áminningu fyrir kynferðislega áreitni í garð tveggja kvenna á árshátíð Orkuveitunnar. Þá telur fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar uppsögn sína á dögunum algjörlega tilhæfulausa. Hún segist ætla að sækja rétt sinn. Á einni viku er Orkuveita Reykjavíkur orðið að umtalaðasta fyrirtæki landsins. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að hjá Orkuveitunni sé áhersla lögð á sveigjanlegt umhverfi og fjölskylduvænan vinnutíma. Mikil áhersla lögð á jafnrétti og nýtur OR jafnlaunavottunar PwC. Tvisvar hafi fyrirtækið fengið Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs auk Hvatningarverðlauna jafnréttismála. En hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn fyrirtækisins sjálfir að svara fyrr á árinu þegar Björk Guðmundsdóttir leikkona kíkti í heimsókn. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44 Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur óskað eftir því við stjórnina að stíga til hliðar tímabundið á meðan innri endurskoðun gerir úttekt á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins. Einn framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitunnar, var rekinn á fimmtudag vegna óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki. Sá sem átti að leysa framkvæmdastjórann af hólmi tímabundið hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot sem þó eru ekki sögð tengjast fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri fjármála hefur upplýst að hann hafi hlotið skriflega áminningu fyrir kynferðislega áreitni í garð tveggja kvenna á árshátíð Orkuveitunnar. Þá telur fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar uppsögn sína á dögunum algjörlega tilhæfulausa. Hún segist ætla að sækja rétt sinn. Á einni viku er Orkuveita Reykjavíkur orðið að umtalaðasta fyrirtæki landsins. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að hjá Orkuveitunni sé áhersla lögð á sveigjanlegt umhverfi og fjölskylduvænan vinnutíma. Mikil áhersla lögð á jafnrétti og nýtur OR jafnlaunavottunar PwC. Tvisvar hafi fyrirtækið fengið Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs auk Hvatningarverðlauna jafnréttismála. En hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn fyrirtækisins sjálfir að svara fyrr á árinu þegar Björk Guðmundsdóttir leikkona kíkti í heimsókn. Afraksturinn má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44 Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25