Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2018 15:21 Win Butler á sviði. vísir/getty DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. Arcade Fire hélt tónleika í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið og það við mikla hrifningu íslenskra aðdáenda. „Við erum með hann Win Butler úr Arcade Fire frá hálft eitt til hálf þrjú annað kvöld,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Húrra, í samtali við Vísi. Thorsteinn Stephensen, hjá Hr. Örlygi sem flutti inn Arcade Fire, kom Húrramönnum í samband við Butler og þannig kom þetta til. Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Húrra.vísir/anton„Ég er ekki alveg viss hvort allir í bandinu sé enn hér á landi en líklega bróðurparturinn. Það verður rífandi stemning og fjör annað kvöld.“ Geoffrey segir að það sé oft gaman að sjá tónlistarmenn bregða sér í annan gír. „Hann mun eflaust spila lög sem hann er sjálfur að hlusta á og jafnvel eitthvað með sjálfum sér. Mér skilst að hann geri þetta töluvert og veit að Butler á til að mynda bar í Montreal.“ Húrra tekur 300 manns og býst Geoffrey við að húsið verði troðfullt annað kvöld. „Við erum með tónleikar með Árstíðum fyrr um kvöldið og svo fer Butler í gang eftir miðnætti. Ég verð að hvetja fólk að mæta snemma og frítt verður inn á DJ-settið hjá Butler.“ Þess má geta að Butler fór ekki í sturtu áður en hann skellti sér í heita pottinn í Neslauginni í gærkvöldi eins og Andri Ólafsson greinir frá á Twitter. Sennilega hefur hann farið í sturtu eftir sundferðina. Sá Win Butler í Neslauginni í kvöld. Ennþá svekktur út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki skammað hann fyrir að fara ekki í sturtu áður en hann skellti sér í pottinn. — Andri Ólafsson (@andriolafsson) August 22, 2018 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. Arcade Fire hélt tónleika í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið og það við mikla hrifningu íslenskra aðdáenda. „Við erum með hann Win Butler úr Arcade Fire frá hálft eitt til hálf þrjú annað kvöld,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Húrra, í samtali við Vísi. Thorsteinn Stephensen, hjá Hr. Örlygi sem flutti inn Arcade Fire, kom Húrramönnum í samband við Butler og þannig kom þetta til. Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Húrra.vísir/anton„Ég er ekki alveg viss hvort allir í bandinu sé enn hér á landi en líklega bróðurparturinn. Það verður rífandi stemning og fjör annað kvöld.“ Geoffrey segir að það sé oft gaman að sjá tónlistarmenn bregða sér í annan gír. „Hann mun eflaust spila lög sem hann er sjálfur að hlusta á og jafnvel eitthvað með sjálfum sér. Mér skilst að hann geri þetta töluvert og veit að Butler á til að mynda bar í Montreal.“ Húrra tekur 300 manns og býst Geoffrey við að húsið verði troðfullt annað kvöld. „Við erum með tónleikar með Árstíðum fyrr um kvöldið og svo fer Butler í gang eftir miðnætti. Ég verð að hvetja fólk að mæta snemma og frítt verður inn á DJ-settið hjá Butler.“ Þess má geta að Butler fór ekki í sturtu áður en hann skellti sér í heita pottinn í Neslauginni í gærkvöldi eins og Andri Ólafsson greinir frá á Twitter. Sennilega hefur hann farið í sturtu eftir sundferðina. Sá Win Butler í Neslauginni í kvöld. Ennþá svekktur út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki skammað hann fyrir að fara ekki í sturtu áður en hann skellti sér í pottinn. — Andri Ólafsson (@andriolafsson) August 22, 2018
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira