Innlent

Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. vísir/stefán
Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna.

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir sögurnar ríma vel við reynsluna í athvarfinu. „Við heyrum margar sögur af alls konar ofbeldi gegn erlendum konum. Rúmlega helmingur dvalarkvenna á ári er af erlendum uppruna.“ Þær dvelji lengur en innfæddar konur.

„Kannski af því að ýmislegt í samfélaginu er þeim ekki hliðhollt þegar þær ætla að standa á eigin fótum,“ segir Sigríður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×