Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2018 19:18 Afstaða til Borgarlínunnar er breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. borgarlinan.is Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að á bilinu 52 til 53 prósent eru hlynnt Borgarlínunni en tæplega 25 prósent andvíg. Þá eru tæplega 23 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni.Að því er fram kemur í frétt á vef Maskínu um könnunina eru karlar andvígari Borgarlínunni en konur. Þannig eru tæplega 34 prósent karla andvíg en aðeins rúmlega 15 prósent kvenna. Þó eru bæði kynin frekari hlynntari en andvíg Borgarlínunni. „Þá er afstaða til Borgarlínunnar einnig breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari Borgarlínunni en aðrir Íslendingar þegar þjóðinni er skipt í tvo hópa. Sjá má að um 60% Reykvíkinga eru hlynnt Borgarlínunni en hartnær fjórðungur andvígur. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa hafa sótt skóla skemur. Að lokum er afstaða til Borgarlínunnar mjög breytileg eftir stjórnmálaskoðun en aðeins um 25-39% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins eru hlynnt henni á meðan um 67-85% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar eru hlynnt henni. Svarendur voru 1974 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (panell) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 18.- 25. janúar 2018,“ segir á vef Maskínu. Borgarlína Tengdar fréttir Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44 Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að á bilinu 52 til 53 prósent eru hlynnt Borgarlínunni en tæplega 25 prósent andvíg. Þá eru tæplega 23 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni.Að því er fram kemur í frétt á vef Maskínu um könnunina eru karlar andvígari Borgarlínunni en konur. Þannig eru tæplega 34 prósent karla andvíg en aðeins rúmlega 15 prósent kvenna. Þó eru bæði kynin frekari hlynntari en andvíg Borgarlínunni. „Þá er afstaða til Borgarlínunnar einnig breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari Borgarlínunni en aðrir Íslendingar þegar þjóðinni er skipt í tvo hópa. Sjá má að um 60% Reykvíkinga eru hlynnt Borgarlínunni en hartnær fjórðungur andvígur. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa hafa sótt skóla skemur. Að lokum er afstaða til Borgarlínunnar mjög breytileg eftir stjórnmálaskoðun en aðeins um 25-39% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins eru hlynnt henni á meðan um 67-85% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar eru hlynnt henni. Svarendur voru 1974 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (panell) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 18.- 25. janúar 2018,“ segir á vef Maskínu.
Borgarlína Tengdar fréttir Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44 Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44
Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15
Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30